Fiskiflugurækt í himnaríki!

Kubbur á fluguveiðum 5/3 07Ég held að það sé útungunarstöð fyrir fiskiflugur á háaloftinu mínu. Spáð var miklu roki í dag og ég lokaði öllum gluggum til öryggis áður en ég fór í vinnuna. Þegar ég kom heim mátti sjá svona risastórt fljúgandi katta-sushi sem Tommi og Kubbur horfa græðgislega á og reyna að veiða til skiptis. Mér sýnist á öllu að Kubbur sigri ... en ég held með fiskiflugunni. Best að reyna að bjarga henni út.

Einu kvikindin sem fyrirfinnast í himnaríki eru fiskiflugur og slíkir aðdáendur. Aðeins ein býfluga slysaðist hingað inn í fyrravor og dó í björgunaraðgerð sem fór úr böndunum en enginn geitungur hefur þorað að láta sjá sig hingað til! Sjúkkkk. Best að setja tóbakshorn (blóm) á svalirnar í sumar en það fælir stinguflugur frá.

Annað galdradæmi gegn köttum: Appelsínubörkur og álpappír fara ógurlega í pirrurnar á kisum, sniðugt að setja t.d. appelsínubörk í sandkassa!!!

P.s. Kubbur sigraði á meðan ég var að skrifa síðustu orðin. Ja, hvort er skárra að lenda í kattarmaga eða drepast úr kulda? Það er spurning.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hvernig væri að hafa fiskiflugusúpu.....

Ólafur fannberg, 5.3.2007 kl. 17:32

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Oj, Ólafur!!! Skammmm!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 17:48

3 Smámynd: Ester Júlía

Hahahaha..kattasushi!  Simbi minn slægi nú ekki hend..(loppunni) á móti því !  Elskar að tyggja flugur.   Ég held að stinguflugurnar forðist sjóinn , ég bý við sjó og hér sjást engar stinguflugur á sumrin.  Hef séð hunangsflugu en aldrei geitung.  Hins vegar hef ég aldrei séð eins mikið af geitungum og þegar ég bjó eitt sinn í Hraunbæ..það komu svona tuttugu geitungar inn á dag!! Pant aldrei flytja þangað aftur

Ester Júlía, 5.3.2007 kl. 18:39

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheh, og pant aldrei flytja á Hringbrautina aftur. Það er allt of mikið af gróðri og blómum í Reykjavík ... (eða þannig). Við ættum að rækta skóga fyrir utan bæinn til að þessar dúllur fái dafnað og blómstrað ... geiturngarnir sko!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 18:42

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kannski er miklu meira um flugurnar en ég veit um, mögulega hafa kettirnir innbyrt nokkur stykki áður en ég kem heim, hvað veit maður?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 19:45

6 Smámynd: gua

fiskiflugur halda sér yfirleitt nálægt sjó og fiskvinnslu átti heima í fiskiþorpi þar sem moraði allt af fiskiflugum og ruslatunnan af fiskilifrum mér finnst þær verri en geitungarnir  hehehehehe

gua, 5.3.2007 kl. 20:56

7 Smámynd: bara Maja...

Um leið og Brellan mín fór til kattahimna fylltist allt skyndilega af kátum flugum... hmmm  hún var svo góð ryksuga þessi elska

bara Maja..., 5.3.2007 kl. 21:32

8 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 5.3.2007 kl. 21:52

9 Smámynd: Sigurður Ásbjörnsson

Vorið er komið

Sigurður Ásbjörnsson, 6.3.2007 kl. 00:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 31
  • Sl. sólarhring: 33
  • Sl. viku: 665
  • Frá upphafi: 1506018

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 538
  • Gestir í dag: 22
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband