Aldrei of illa farið með góðan veðurfréttamann! Og B&B!

Picture 591Ég ætlaði að skammast yfir illri meðferð á „nýjum“ veðurfréttamanni hjá Stöð 2 ... hún var svo stressuð að hún gat varla andað!

En svo kom sannleikurinn í ljós í seinni veðurfréttatímanum. Tæknivandamál í gangi og hún hefur greinilega þurft að hlaupa langar leiðir og var bara móð, ekki hrædd og stressuð.

Þannig að skammarbloggið mitt fyrir að fleygja nýjum veðurfréttamönnum út í djúpu laugina fellur því um sjálft sig. Sjittt! Hehehehe!

 

BILUN OG BRJÁLÆÐI: 

Ég missti af tveimur Boldum en það virðist sem þátturinn hafi verið á hold því að fólk á enn í sömu rifrildunum og skynsamlegu rökræðunum:

Eric hundskammar Jackie fyrir að skipta sér af ástamálum Nicks (sonar hennar) og Bridgetar (dóttur Brooke og Erics). Ef Brooke stingur aftur undan dóttur sinni er Taylor örugg með að eiginmaður hennar velur hana ... líkast til.

Tómas (sonur Ridge og Taylor) er farinn að teikna tískuföt af miklum móð, alla vega í huganum, og þar sem afi hans vildi hann ekki strax í vinnu ákvað hann að fara til keppinautanna þar sem Sally ríður rækjum. Thorne (blóðbróðir Ridge) var kvæntur dóttur Sallyar ... en féll fyrir Brooke þegar henni tókst ekki að eyðileggja fullkomið hjónaband Ridge og Taylor. Sú stúlka dó í bílslysi en líkið fannst aldrei. (Kannski verður hún skrifuð aftur inn þegar hún er búin að reyna fyrir sér í kvikmyndum og mistekist!)  

Stefanía (kona Erics og móðir Ridge og Thorne) reynir að sannfæra Nick um að hann eigi ekki að velja dótturina, heldur móðurina (Brooke fremur en Bridget).

Brooke og Bridget ráðast á Taylor (með orðum) og fullvissa hana um að Brooke sé fullkomin móðir fyrir börn Taylor þótt hún hafi gert nokkur mistök.
„Ég held að hann velji ekki Taylor,“ segir Nick við Stefaníu. „Ég vil ekki láta draga mig inn í þetta, þetta er eins og keppni!“
En Stefanía á svör við öllu. Múahahahaha!

„Ég vil ala börnin mín upp í heilbrigðu umhverfi,“ segir skynsami geðlæknirinn Taylor.
Síminn hringir. Stefanía segir: „Ég vil kynna þig fyrir manni!“ og meinar Nick.
„Þú ert ekki lengur velkomin hér,“ segir Taylor við Brooke og gengur á dyr.  

Verður Nick ástfanginn af Taylor? Eða finnst honum varir hennar of þykkar? Endar Ridge kannski með Bridget, fyrrverandi hálfsystur sinni, sem er ekki lengur blóðskyld honum? Hvað verður um vesalings Tómas og tvíburana? Fara þau að leika í Nágrönnum?


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Ég horfði bara á Grey's Anatomy með þér (eða það vona ég) og tímdi ekki að segja Hönnu sem var á msn á hvað ég var að horfa. Veit reyndar að þú varst að horfa á Gray's af því þú skrifar þetta upp á ensku, en ég held mig bara við greyið.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 5.3.2007 kl. 21:17

2 Smámynd: Brynja Björk Garðarsdóttir

Ég mundi frekar eyða orku í að skamma hina veðurfréttakonuna á Stöð 2 sem er búin að segja veðurfréttir á hverjum einasta degi í nokkra mánuði og getur ekki ennþá haldið takti.

Brynja Björk Garðarsdóttir, 5.3.2007 kl. 21:55

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það var gaman að Gray´s í kvöld, Anna,  ... gott hjá þér að segja ekki Hönnu frá! Þarf að fara að sjá þig, elskan mín! 

Og Brynja ... ertu að meina að hún sé ekki í takt við spárnar? Gvuð, ég hlusta bara, horfi ekki nógu oft! Best að kíkja á hana.  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 5.3.2007 kl. 23:30

4 Smámynd: Adda bloggar

eigðu góða viku, bestu kveðjur

Adda bloggar, 6.3.2007 kl. 11:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 25
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 659
  • Frá upphafi: 1506012

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 533
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband