Af spennandi lífsreynslusögum ...

Mikið er gott að taka einn dag í viku heima og vinna. Ég er búin með heila grein og er í smáhádegishléi. Held að lífsreynslusaga næstu viku verði frábær; rómantísk og sæt.

KristsmyndÉg skil suma sem halda að sögurnar séu þýddar úr erlendum blöðum eða hreinlega skáldaðar ... sannleikurinn er oft ótrúlegri en sætasta skáldsaga. Man þegar ég hitti einu sinni prest í Kringlunni, ég hafði tekið viðtal við hana nokkrum vikum áður. Hún sagði: „Nú veit ég að lífsreyslusögurnar ykkar í Vikunni eru sannar, ég las sögu vinar míns um daginn og áttaði mig þá!“ Vinur hennar var leitandi í trúmálum og gekk í sértrúarsöfnuð. Hún var mögnuð sagan sem hann hafði að segja af þeim viðskiptum. Fyrst var reynt að einangra hann frá vinum og fjölskyldu, vinur hans guðfræðingurinn, var allt í einu ekki nógu góður félagsskapur (ekki nógu trúaður, hahahha) og svo fundurinn sem hann sat þegar verið var að upphugsa eitthvað til að redda peningum frá ríkinu. Jú, það fannst og stofnuð voru samtök gegn sjálfsvígum. Þegar peningar streymdu inn var keyptur jeppi en auglýsingarnar í Mogganum ekki borgaðar. Þetta sprakk allt í loft upp en þegar ungi maðurinn ákvað að yfirgefa söfnuðinn kom til handalögmála ...

Ekki voru svona læti þegar erfðaprinsinn hætti við að verða kaþólskur. Hann var 10 ára þegar hann féll fyrir sr. Patrick sem við hittum í skírnarveislu. Fann þarna góða föðurímynd. Ég var ekkert hrifin í fyrstu, enda fannst mér þetta vera áhrif frá Santa Barbara, sápuóperu sem drengurinn horfði heillaður á. Svo heillaður að hann hringdi einu sinni í mig í vinnuna og spurði hvort hann gæti orðið lögga ef hann væri kaþólskur. Ég játaði því og drengurinn hóf kaþólskunám sitt sem stóð í tvö ár. Svo hætti þetta að vera kúl og hann hætti og enginn reyndi að pína hann til að halda áfram.

Erfðaprinsinn hugsar enn með hlýhug til vina sinn í Landakoti og það geri ég líka. Fólkið þarna var yndislegt við hann.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Sammála Guðmundi, þú ert frábær penni

bara Maja..., 6.3.2007 kl. 13:04

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, elskan mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 13:04

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Þú ert mega fjaðurpenni.  Bíð spennt eftir næstu sögu

Jenný Anna Baldursdóttir, 6.3.2007 kl. 13:05

4 Smámynd: Ólafur fannberg

sammála gumma og mæju pæju og líka jenný

Ólafur fannberg, 6.3.2007 kl. 15:28

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég hef verið sögupersóna í einni af lífsreynslusögunni sem birtist í Vikunni, og að lesa það sem birtist var mér blaut tuska í andlitið   Ég skrifaði hana ekki en átti svosem ekki von á betra frá þeim aðila sem sendi hana inn.

Gerða Kristjáns, 6.3.2007 kl. 17:31

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æi, nei, Gerða! Það á samt að fela þetta nógu vel til að fólk geti ekki þekkt sig, skrambans ... þér er alltaf velkomið að segja þína hlið á málinu! Stundum sakna ég þess að geta það aldrei, en sjaldnast þekkir maður fólkið sem sendir inn sögur! Ég man eftir einu tilfelli þar sem einhver hringdi alveg brjálaður! Sem betur fer var ég ekki með þá sögu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 18:25

7 Smámynd: Gerða Kristjáns

Nei veistu, ég er búin að loka þessum kafla í mínu lífi   Takk samt fyrir gott boð

Gerða Kristjáns, 6.3.2007 kl. 20:17

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Okei, elskan ... en ég er alltaf opin fyrir góðum sögum ef þú lumar á einhverju!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 6.3.2007 kl. 20:21

9 Smámynd: Gerða Kristjáns

hahaha ég er lélegur sögumaður

Gerða Kristjáns, 6.3.2007 kl. 21:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 8
  • Sl. sólarhring: 37
  • Sl. viku: 642
  • Frá upphafi: 1505995

Annað

  • Innlit í dag: 7
  • Innlit sl. viku: 519
  • Gestir í dag: 7
  • IP-tölur í dag: 7

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband