Moggabloggið slær í gegn ...

Heimsborgarar á blogginuÍ nýjustu Vikunni (sem kemur í síðasta lagi í verslanir á morgun) er grein um Moggabloggara!!! Múahahahah!

Þarna verður heil opna um þennan guðdómlega þjóðflokk gáfukvenna/-menna og annarra gimsteina.

Ég var ekkert smáspæld þegar ég sá grein um Moggabloggið í Króníkunni í síðustu viku en þessi grein er gjörólík henni. Léttara yfirbragð hjá Vikunni og tekið öðruvísi á þessu.

 

BloggÞegar greinin var skrifuð var Íris nokkur Alma (gömul samstarfskona) með slúðurblogg um fræga og fína fólkið, hún þaut hratt upp í fjórða sætið og skaut þar með ansi mörgum pólitíkusum og nölduskjóðum aftur fyrir sig (múahahahahah), djók ... Á meðan blaðið dúllaði sér í gegnum prentsmiðjuna og allt ferlið þar hætti Íris að blogga og hefur síðan hrapað niður listann.

Eins kallaði ég Katrínu Önnu formann Femínistafélagsins en hún er talskona þess! Annað er gjörsamlega fullkomið.  

Fannst ég hafa allan tíma í heiminum í morgun. Ellý þurfti að vera á ferðinni eldsnemma í bæinn, á leið upp í Lyngháls í sama hús og ég vinn í ... og bauð mér far. Yfirleitt á morgnana geng ég fumlaus að skylduverkunum. Kveiki á kaffivélinni, klæði mig og snyrti (strái yfir mig vellyktandi þvottadufti ... ), fæ mér kaffi, athuga hvort gemsinn sé í töskunni, lyklarnir og rauða kortið í kápuvasanum, hleyp niður og fer í strætó.

Núna var ekkert svona kjaftæði ... mér tókst næstum að hreingera íbúðina í morgun á meðan ég beið eftir Ellýju. Alla vega tókst mér að fylla innkaupapoka af lesnum og ólesnum dagblöðum sem hafa safnast upp og koma þeim niður.

Allt annað að sjá himnaríki!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ekki verra að fá umfjöllun um bloggheima.  Ég fíla strætóakandi fólk elska sjálf að sitja í strætó og tjilla.

Takk fyrir enn eina skemmtilega færslu.  Ég ÆTLA að gerast áskrifandi að Vikunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 12:24

2 identicon

Án efa flott grein hjá þér, hlakka til að lesa! Ég bíð líka spennt eftir næsta þætti af sápunni þinni ;) Knús knús!

Dagbjört (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 13:10

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jenný, ég elsgggggga þig!!! (með bubbaröddu) ... og guðmund og dagbjörtu!!! Of kors!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 13:12

4 Smámynd: bara Maja...

Hlakka til Vikulestursins

bara Maja..., 7.3.2007 kl. 14:54

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Það verður gaman að skoða   Verð að láta mér nægja í gluggana í hana í vinnunni.......áskrift er ekki innan "my budget" haha

Gerða Kristjáns, 7.3.2007 kl. 20:46

6 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Fær mar ekki senda eina yfir hafið? Það er ekkert hægt að afvenja mann af hinu góða..ha?

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 01:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 683
  • Frá upphafi: 1505974

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband