7.3.2007 | 14:12
Brjósta-Bína ... Misskilningur eða móðgunargirni
Einu sinni sagði vinkona vinkonu minnar við mig: Af hverju lætur þú ekki minnka á þér brjóstin, þú myndir virka svo miklu grennri? Ég varð fúl, fannst þetta dónaleg spurning sem bar vitni um útlitskúgun á háu stigi, og sagðist vera búin að safna upp í Pamelu Anderson í mörg ár og léti það ekki svo glatt af hendi úr þessu.
Nýlega sagði vinkona (grönn) af Akranesi við mig að það væru komin flott föt í stórum stærðum í búðina Nínu. Andrúmsloftið hrímaði. Ég sagði kuldalega við hana að ég hafi hingað til ekki þurft að kaupa mér fatnað í búðum fyrir offitusjúklinga og fengi fatnað á mig í venjulegum verslunum, takk!
Hahahahah, ég er greinilega í því að venja fólk af "dónaskap"! Hún meinti eflaust vel ... en ég heyrði bara: Þú ert feit! Það munar eflaust ekki miklu á okkur vinkonunum í buxnastærð ... en að ofan munar meiru.
Ég verð alltaf svo hissa þegar fólk kommentar á svona hluti. Þótt ég mætti alveg vera grennri og myndi verða algjör mjóna ef ég léti minnka brjóstin þá fékk ég einn daginn nóg af þessu kjaftæði öllu. Ég heyrði í sjálfri mér á kassettu sem ég hafði sent vinkonu minni 1976 frá því ég var au pair í London að ég væri að fara í megrun og vinkonan átti líka sendibréf frá mér nokkru eldra þar sem ég var í sveit og þá talaði ég líka um megrun ... 13 ára. Þetta breytti öllu hjá mér að heyra þetta. Þegar ég var 58 kíló í denn (1,70 m) rosamjó, þá upplifði ég mig frekar feita!
Nú er mér orðið skítsama og læt þetta eina+ aukakíló ekki angra mig. "Viðkvæmnin" er í raun miklu frekar fúlheit út í það fólk sem telur sig hafa leyfi til að tala niður til annarra og segja því hvernig það á að vera. Með aldrinum hef ég sífellt minni þolinmæði gagnvart fólki sem segir mér hvernig ég eigi að vera ...
Ég vann með mjög grannri konu einu sinni sem þjáðist vegna holdafars síns. Þegar þybbnari konur og karlar sögðu með öfundarhreim í röddinni við hana: Mikið ertu horuð, þú verður að gera eitthvað í þessu! en hefðu gefið frumburð sinn til að vera eins og hún, heyrði konan bara: Mikið ertu ljót!
Erum við ekki klikkuð? Eða á fólk kannski bara að hætta að skipta sér af holdafari annarra þótt umhyggjan sé alveg að sliga það ... er þetta íhlutun í innanríkismál eða er feitt/brjóstastórt/mjótt fólk kannski of viðkvæmt?
Já, Brad og Angelina, sem fengu mig á þetta flug: Ég vísa til ímyndaðs blaðamannafundar sem ég skrifaði um vegna George Clooneys og löngunar hans til að ættleiða 24 ára ríka fegurðardís.
Held að það sé svipað upp á teningnum í þessu dæmi!
Ég myndi kýla manninn minn ef hann segði við alheimspressuna að ég væri of mjó eða of feit!!! Heyrir þú það, George Clooney!
Pitt vill fita Jolie | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr himnaríki
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 23
- Sl. sólarhring: 156
- Sl. viku: 661
- Frá upphafi: 1505952
Annað
- Innlit í dag: 17
- Innlit sl. viku: 531
- Gestir í dag: 17
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Fyndið - ég lendi stöðugt í því að fólk segi uppörvandi við mig: þú hefur grennst, það fer þér vel! Sannleikurinn er sá að ég hef hvorki þyngst né lést í 5-6 ár! Fannst það stundum gaman en er núna farin að velta því fyrir mér hvernig fólk sér mig eiginlega fyrir sér þegar ég er víðsfjarri . Það skal tekið fram að ég er há og glæsileg og alls ekki feit, hehe - eða þannig..
Kolgrima, 7.3.2007 kl. 14:25
Orðatiltæki eins og: "svo grönn og sæt!" er orðið fast í málinu! Ekkert skrýtið að fólk verði óöruggt með sig ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 14:35
Skiptir engu máli hvernig fólk lítur út ef að það er ánægt sjálft, hitt er bara einhver heimur sem aðrir hafa búið til, enginn sem getur ákveðið hvernig fólk "á" að vera. Það sem gerir þig að þeim sem þú ert ert þú. Alveg sama hvort þú sért 101kg eða 1kg.
TIDDI (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:39
Og það er líka út af þessu sem bulemia og anorexia eiga upptök sín. fólk að reyna að lifa upp í einhvern Hollywood standard, sem btw sést nú bara á hvíta tjaldinu.
TIDDI (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 14:43
Það er ótrúlegt hversu mörgum setningum er hægt að svara; " Ertu að segja að ég sé feit?"
Mér finnst orðið FEIT ekki fallegt, og styð frekar orð eins og "kynferðislega kósý" , "vöðvar í sumarfríi" , "frjálslega vaxinn" og þess háttar.
Eydís Rós Eyglóardóttir, 7.3.2007 kl. 14:55
þetta er bara rosalegt!!!
að fólk skuli láti svona útúr sér er dæmi um óforbetranlegan dónaskap og líka heimsku. það er engin leið að vita meininguna en mín reynsla er að öfund ráði miklu í svona kommentum. Þegar einhver gagnrýnir mann er það oft varðandi eitthvað sem þeim sjálfum finnst þeir ekki standa sig í, og það gæti verið að lítið sjálfstraust fái fólk stundum til þess að reyna að draga úr sjálfstrausti annarra.
halkatla, 7.3.2007 kl. 15:26
Það eru bara svo margir sem upphefja sjálfan sig á kostnað annarra. Allir hafa einhvern krankleika, bara kanski ekki sjáanlegan. Ætli þessi vitleysa myndi ekki stoppa ef að það stæði utan á þeim hvað væri að þeim?
Fólk á bágt sem lætur svona út úr sér, og eða setur út á útlit annarra yfir höfuð.
TIDDI (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:58
Alveg sammála þér, best að vera sáttur við sjálfan sig
Kveðja úr Þolló, Hafdís
Hafdís (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 15:58
Segi það nú...hvað er fólk að skipta sér af útliti annarra??? Það er bara manns einkamál hvernig maður er og hvernig maður vill vera. Ég var alltaf mjóna sem fékk sko að heyra það. Svo fitnaði ég og varð bara alveg rosalega kósí og mjúk og leið miklu betur. Líka þó mér sýnist að maginn sé að verða framsæknari en júllurnar á mér sem eru mjög ..hvað eigum við að segja.."heimakærar" þar sem þær halda sig mjög nálægt bringunni..hehe. En svoleiðis kona er ég bara og er bara cool með það. Fyrir utan það að það er alveg sama hversu fólk er smart að utan..innaníið skín alltaf í gegn og hefur meira að segja þegar upp er staðið en allt annað.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 16:00
Ég hef alla tíð getað étið á við tröllskessu án þess að þyngjast... En núna renni ég niður súkkulaðibita og hann fer beint í vasann á gallabuxunum mínum Uppáhalds gallabuxurnar mínar passa ekki lengur utan um súkkulaðið og ég þoooooli það ekki. Aðallega samt vegna þess að það er fullt af fólki sem virðist halda að ég viti ekki af þessu og það sé þeirra hlutverk að koma skilaboðunum áleiðs!
Heiða B. Heiðars, 7.3.2007 kl. 16:35
Amen, sistah! Og ekki orð um það meir!
Hugarfluga, 7.3.2007 kl. 16:46
Alltof mikið lagt út frá útliti í stað þess að horfa í líðan fólks og það hefur svo áhrif á líðanina.
Ragnar Bjarnason, 7.3.2007 kl. 17:25
Ólafur fannberg, 7.3.2007 kl. 17:47
grrrrr sammála með að fólk ætti að halda svona skoðunum fyrir sjálft sig! Er sjálf "mjúk" eins og má kalla það en minn kall segir alltaf að það sé bara meira til að elska... ekki vilji hann "stinga sig á beinunum" LOL
Að vísu "mættu" alveg þónokkur kíló fjúka... en só what.... ef ég er ekki með áhyggjur... af hverju eiga þá aðrir að vera með þær fyrir mig?????? ég bara spyr!
Saumakonan, 7.3.2007 kl. 17:54
Útlit fólks er þeirra eiginn business - punktur. Ég veit það sjálfur að ég er 20 kg of þungur (25??) og ég veit hverjir mínir helstu lestir eru hvað það varðar (borða mikið og nasla/narta ofboðslega mikið á kvöldin) ... en ég hef ekki áhyggjur - ég er feitur og ég fíla það! Ég hef alltaf djókað með það að þegar sá dagur kemur að ég sé ekki dingalingið mitt fyrir fitu þegar ég er að kasta af mér vatni, þá geri ég eitthvað í málunum
Samstarfsmaður eitt sinn sagði við mig: svona ungur maður eins og þú á ekki að vera svona feitur. Ég móðgaðist ekkert og tók viljann fyrir verkið - hann er af þeirri kynslóð og hefur sína skoðun. Og ég hef aldrei móðgast ef einhver segir við mig: þú ert feitur, of þungur ... kannski breytist það hjá mér með tímanum, en ég tek mun nærri mér þegar ein vinkona mín sagði við mig um daginn: Kannski þú ættir eitthvað að gera við þessum gulu tönnum ... ? Ég elska vinkonu mína enn og hún er ekkert minni vinkona fyrir þessi ummæli ... en kannski stuðaði þetta mig út af því að mér er ekki 100% sama um það? -- Aftur á móti var ég búinn að gleyma þessu örstuttu seinna.
Það er ekki til neitt í mínum huga sem heitir of stór brjóst eða of stór rass eða of þykk læri. Það er ekki heldur til neitt sem heitir lítil og ljót brjóst, mjónurass eða spóaleggir. Það er - ég hef hrifist af konum frá 50 kg - 200 kg., ég hef hrifist af konum með stór brjóst og því sem næst engin brjóst. Ég hrífst af fólki sem er það sjálft, sem fylgir ekki formúlum/steríótýpum ...
Frábær pistill hjá þér Gurrí!!
Eitt semi-gaman í lokin ... : tja, mér finnst fátt eins skemmtilegt og að stríða fólki. Góðlátlegt grín auðvitað. Mjög algengur frasi hjá mér er: "Ertu að segja að ég sé feitur???" og horfa sár og hneykslaður á viðkomandi aðila. Hins vegar get ég sagt þennan frasa hvenær sem er ... t.d. ef ég væri að tala um Survivor þátt við einhvern eða grein á mbl.is eða nýjustu kvikmynd Clooney. Mesta fönnið er að segja þetta þegar það er algerlega út úr kú. Dæmi:
- Hey, Doddi, ertu búinn að lesa Indjánann eftir Jón Gnarr?
- Já - alveg þrælfín bók.
- Já fannst þér hann ekki lýsa sér skemmtilega eins og þegar ...
- Ertu að segja að ég sé feitur?????
og viðbrögðin eru oftast: "eh... uh... fyrirgefðu ... ha? ... hvað meinarðu ... huh??" og vandræðalegt bros. Hins vegar er fólk farið að kunna á mig og svara barar játandi þegar ég bauna á það
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 18:24
hahaha, þetta sem þú ert að lýsa...hún segir eitt, þú heyrir annað er það sem elskulegur eiginmaður minn kallar "skapandi heyrn"!!
SigrúnSveitó, 7.3.2007 kl. 18:28
Hahhaha, þið eruð frábær. Skapandi heyrn er frábær lýsing ... Og Doddi, ég ætla að fara að segja þetta: „Bíddu, ertu að segja að ég sé feit?“ í tíma og ótíma ... múahahhaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 18:38
Góður pistill Gurrí mín... Ég las góða grein um útlit, þyngd og heilsufar fólks einu sinni í Mogganum. Þar sagði viðkomandi greinarhöfundur að útlitsdýrkun í þjóðfélaginu væri komin algerlega út í öfgar. Niðurlag greinarinnar var að hver og einn ætti að vera ánægður með sig og sitt, fatahönnuðir yrðu að fara að horfa framhjá herðatrjánum og hanna föt handa fólki, og svo síðast en ekki síst að manneskja sem væri 57kg og 160 á hæð gæti verið alveg jafnheilbrigð og manneskja sem væri 70 kg og 157 á hæð! Hreysti mældist ekki í kg! Annars...þeir sem vilja vera fullkomnir í útliti ala filmstjörnurnar ættu kannski bara að fá sér Photoshop, senda myndir út um allt og hreyfa sig síðan aldrei út fyrir dyr til að skemma ekki ímyndina...... svona smá lausn fyrir þá alhörðusut..
frænkubeib (IP-tala skráð) 7.3.2007 kl. 18:49
Gurrí, frábær pistill !!! Mjór - feitur - stór brjóst - lítil brjóst... hverjum á ekki að vera sama ?! Það er búið að segja allt sem er hægt að segja hér, þannig að ég er bara þessi sem segi SAMMÁLA öllum
bara Maja..., 7.3.2007 kl. 19:00
Bíddu, ertu að segja að ég sé feit?“
Gunna-Polly, 7.3.2007 kl. 19:05
Ahahhahaha, já, Gunna-Pollý ... eða hitt þó heldur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 19:15
Sammála...., en hafið þið heyrt af "ljóshærða" stráknum (gæti átt við ljósku líka) sem var í vanda því hann var svo grannur og það var sama hvað hann borðaði það hjállpaði ekkert. Hann fór út að hlaupa alla daga því hann ætlaði að "hlaupa í spik",.. he he...
Hólmgeir Karlsson, 7.3.2007 kl. 19:35
Hehehehhe, góður!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 7.3.2007 kl. 19:42
Frábær pistill hjá þér. Maður á að fá að ráða því hvort maður vill vera í megrun eða ekki, og útlitið á ekki að skipta svona miklu máli eins og raunin er. Auðvitað eru sumir svo feitir að það er farið að fara illa með heilsuna, lappirnar gefa sig, hjartað og þess háttar, þá þarf að sjálfsögðu að gera eitthvað. En á meðan fólk er bara mjúkt þá er það bara betra, eins og ein góð setning lýsir vel: "Eftir því sem meira er til af mér, þeim mun betri er heimurinn". Er þetta ekki rökrétt, við viljum hafa sem mest af því góða ekki satt?
Jóhanna Fríða Dalkvist, 7.3.2007 kl. 20:09
Nú segi ég bara eins og frænka mín segir gjarnan:
Feitt fólk hefur líka tilfinningar !
Gerða Kristjáns, 7.3.2007 kl. 20:45
mögnuð komment
Eydís Rós Eyglóardóttir, 7.3.2007 kl. 22:06
"ertu að segja að ég sé feit?" er fleyg setning í minni fjölskyldu. Dæmi:
Dóttir mín I: Er kexið búið?
Dóttir mín II (gargar): Ertu að segja að ég sé feit?
Jenný Anna Baldursdóttir, 7.3.2007 kl. 23:53
Og það elska þig allar konur, Guðmundur minn! Hehhehe.
Ég lenti í óvæntu spennandi viðtali sem kemur í blaðinu eftir viku og hef verið að skrifa það í kvöld ... sápuvellan bíður til morguns ... seinnipartinn!
Góða nótt!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:07
Æ, dúllan mín! Það var sko ekki ætlunin! En bíddu bara, þú ert með svo svívirðilega krassandi sögu núna að það verður allt vitlaust hjá þér, og hver hlær þá?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 00:13
Eins og sést á fjölda innleggja við þessa grein er þetta eitthvað sem margir finna fyrir. Við eyðum of mikilli orku í að finnast við of eða van en ástæðuna er að finna í hvortveggja að iðnaðurinn ætlast til að við séum si og svo og pössum inn í normið en einnig því að umhverfið er svo fordómafullt að það hrekur okkur skjálfandi til baka inn í litla sjálfið sem langar svo að passa inn í ,,lookið" og vera eins og hinir.
Við erum einstök, hvert og eitt okkar og ef ég er ánægð í eigin skinni ætti þér ekki að koma það neitt frekar við......... En samt lendir fólk í ýmsu eins og t.d. augntillitin í fataverslununum, leiðinleg ummæli þegar síst skyldi frá ,,velmeinandi" fólki, finna að það er ekki tekið mark á manni þó maður geti sett skilmerkilega fram mál og rökfærslur á fundum eða í vinnu, fá ekki stöðuhækkanir og finnast gengið fram hjá manni, ókunnugir sem horfa með gagnrýnum augum ofan í innkaupakörfuna og ekki síst fas sumra sem sýnir hreinlega furðu og viðbjóð yfir því að einhver skuli voga sér að vera á ferðinni án þess að líta út eins og tískumódel.
Ég hvet ykkur hér með til að læra að þykja vænt um sjálf ykkur eins og þið eruð og skítt með allt annað.
Ísdrottningin, 8.3.2007 kl. 00:37
Var einmit að horfa á frábæran þátt sem einhver ung kona var að gera um size Zero eins og að heitir að vera aðframkomin af hungri og líta lika þannig út. Vanlíðanin og ömurlegheitin sem fylgja því eru rosaleg....!En allt fyrir tískuheiminn og myndirnar sem birtast....skila góðum peningum sem borgað er fyrir með lífum. Meira andskotans bullið. Flott framtakið hjá Möttu vinkonu minni fyrir vestan...óbeilsuð fegurð!!!! Bara fólk sem er alvöru sem má taka þátt og vera alveg eins og það er án þess að vera fótosjoppað í ræmur. Verum bara öll flott eins og við erum og það skín svo vel í gegn hér á blogginu. Maður hefur ekki minstu áhyggjur eða áhuga á hvernig fólk er að utan sem maður kynnist hér. Innri fegurðin bara geislar. Og svoleiðis á það að vera. Og munið það stjórnmálatrúðar sem farið í útlitsbreytingu til að ná í atkvæðin...við erum ekki að horfa á hvernig þið lítið út með tískugleraugun og jakkann í stíl og hvíttaðar tennur. Við viljum bara sjá verkin ykkar og hvað liggur eftir ykkur hjá okkur.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 00:46
Þið hefðuð öll átt að vera á Hitti Femínistafélagsins í gærkvöldi þar sem fjallað var um Megrunarlausa daginn. Hann verður haldinn í annað sinn hérlendis í byrjun maí.
Sjá: Líkamsvirðing
erlahlyns.blogspot.com, 8.3.2007 kl. 02:09
Og hér í síðustu færslu er ,,Líkamsvirðing" tengill sem skal (já, skal!) smella á.
erlahlyns.blogspot.com, 8.3.2007 kl. 02:10
Þegar ég var barn og unglingur var ég ofboðslega mjó. Mæður vinkvenna minna þreyttust ekki á að láta mig heyra setningar á við: "Ósköp eru á sjá þig, færðu ekkert að borða heima hjá þér?" eða: "Skelfing ertu mjó/horuð!". Ég var alin upp við að vera kurteis við fullorðið fólk en stundum gat ég bara ekki þagað. Man eftir einu sinni þegar mjög feit kona (handavinnukennarinn minn) sagði mig vera eins og görn í laginu og alls ekki hægt að sníða á mig passandi pislgopa, að ég svaraði fullum hálsi að það væri ekki von að hún gæti það þar sem hún væri vön að sníða tjaldkjóla á sjálfa sig! Og annari konu svaraði ég við svipað tilefni (með grátstafinn í kverkunum) að ég vildi frekar vera eins og ég væri en að vera spikfeit eins og hún. Sem var lygi, ég hefði gefið hönd og fót fyrir meira hold á þessum árum.
Það er bara með þetta eins og margt annað, aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Vilborg Valgarðsdóttir, 8.3.2007 kl. 10:51
Hehhehe, flott hjá þér, Vilborg. Meiri dónaskapurinn og gerir ekkert nema skemma sjálfsmyndina hjá litlum stelpum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 17:35
Ég bara á ekki orð, - enda þarf ég ekki að eiga þau, - það er bara allt brjálað og maður missir af öllu. Ekki missa dag úr bloggi, I tell you.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.