Pælingar og enn eitt daðrið í morgunsárið ...

Þessi "feitabollumál" brenna greinilega á mörgum. Kommentin við færsluna siðan í gær eru stórkostleg ... ég er breytt manneskja á eftir ... og á bestu, fyndnustu og skemmtilegustu bloggvini í heimi!

Nú mun ég alltaf flissa subbulega í huganum ef ... og segja: „Ertu að segja að ég sé feit?“

Ég hef alveg orðið vör við að sumir eru ekki sáttir við það ef þybbin/of feit manneskja er ánægð með sig. Ég hef sagt í mörg ár að ég sé vissulega of feit miðað við Kate Moss en allt Marilyn Monroeof mjó miðað við  Keikó! (Þetta er bara djók ... ég er ekki mitt á milli) heheheh!

Ég var búin að koma mér upp ansi góðum svörum á tímabili eftir að ég hætti að reykja og fitnaði og margir voru svo sætir að benda mér á það. Ég sagði til skiptis eitthvað kvikindislegt: 

„Æ, takk. Þú lítur líka æðislega vel út!“ (ekki hæðnislega, bara góðlega, það sjokkerar)

„Já, ég veit ... það gera krabbameinslyfin!“ (sjokktrítment algjört, múahahahahah)

„Ohhh, takk, ég hafði ekki tekið eftir því sjálf!“

„Ertu viss? Ég sem hélt ég væri með anorexíu, ég hef alla vega eitt einkenni hennar ... mér finnst ég svo feit þegar ég horfi í spegil!“

O.s.frv. OG ÉG NOTAÐI ÞETTA TIL SKIPTIS MEÐ GÓÐUM ÁRANGRI. 

Vinkona mín sem býr erlendis og var í heimsókn á Íslandi hélt yfir mér hálftíma ræðu um rétt mataræði og gildi þess að vera grannur þar sem við sátum á kaffihúsi, höfðum ekki hist í nokkur ár og ég hafði eflaust fitnað um 5-10 kíló síðan við sáumst síðast. Eftir þennan hálftíma, þegar ég komst loksins að, sagði ég kurteislega: „Þú lítur líka æðislega út!“ Hún fór að hlæja og baðst afsökunar, þetta virkaði alla vega vel á hana.  Mannarigning

Góði, brosmildi og skemmtilegi bílstjórinn sat undir stýri í morgun ... en aukabíllinn hirti upp sætukarlastoppistöðina, eins og svo oft (snökt), Kjalarnesdúllurnar og Karítas í brekkunni.

Aukabíllinn stoppaði á Vesturlandsveginum, á stoppistöðinni minni við vegkantinn ... og það ÁÐUR en maður kemur að skiltinu (SVR) og okkar vagn stoppaði beint fyrir aftan. Ég þurfti því að ganga langa, langa leið í ranga átt til að komast fyrir brekkuna.

Sigþóra er miklu meiri hetja en ég, hún var t.d. gift miklu lengur en ég og svo á hún líka miklu betri skó ... við erum að tala um nelgd vetrardekk! Hún fikraði sig niður brekkuna og var komin í hvarf þegar ég var búin að labba alla þessa leið og svo tók ég á sprettinn, svona eins og hægt er í glerhálku! Leið 18 var komin fram hjá stoppistöðinni en þar sem allir karlmenn eru brjálaðir í mig þá stoppaði bílstjórinn fyrir mér, kyssti á höndina sem sýndi honum rauða kortið og bað mín tvívegis áður en ég gat slitið mig á brott.

Rauð rósStrákar, ég er manneskja ... en haldið endilega áfram þessu daðri.

 

Það er 8. mars í dag. Til hamingju með daginn, stelpur og strákar!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: bara Maja...

Hvernig ferðu að þessu Gurrí ??? dagarnir hjá þér hljóma alltaf svo spennandi, strætóferðirnar þannig að ég er að hugsa um að flytja á Skagann, einfaldur kaffibolli hjá þér hljómar eins og í auglýsingunum þegar mennirnir hoppa úr skápunum spilandi á gítar... þú færð mig ALLTAF til að brosa  Takk

bara Maja..., 8.3.2007 kl. 09:28

2 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Af einhverjum ástæðum voru það yfir 90% konur sem svöruðu síðasta pistlí þínum frú Guðríður. Ég ætla því að vera númer tvö í dag, þannig að hlutföllin séu 50%-50% í smá stund.

Svo ég láti nú ljós mitt skína: Ég held að flestum karlmönnum lítist betur á konur sem eru dálítið rúnnaðar og mjúkar viðkomu ;-)     Miklu betur en þær sem eru með fyrirsætuvaxtarlag, eða þannig....

Ágúst H Bjarnason, 8.3.2007 kl. 09:36

3 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí hefur þann einstæða eiginleika að sjá alla þessa litlu hluti í tilverunni sem hreinlega fara fram hjá flestum. Og gera úr þeim stórkostleg og skemmtileg ævintýri. Og hún fær stóran plús hjá mér fyrir að óska stelpum OG strákum  til hamingju með daginn.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 09:43

4 identicon

Elsku Gurrí til hamingju með daginn sjálf. Tek undir orð MajuG hérna fyrir ofan-það er eitthvað stórkostlegt við það hvernig þú sérð heiminn. Ætla sjálf að taka strætó í dag og sjá hvað gerist. 

kikka (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 10:30

5 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ertu að gefa í skyn að ég sé feit???  Til hamingju með daginn

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 12:40

6 identicon

Elsku besta Gurrí - takk fyrir sendinguna í morgun. Þetta er frábær virkilega skemmtileg grein hjá þér.

Og ég tek undir með Maju hér ... það er ótrúlega gaman að lesa færslurnar þínar og maður brosir alltaf. Er það ekki besta meðal sem til er?

Hlýjar daðurkveðjur frá Akureyri
                   D.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 13:20

7 identicon

Ég verð að hrósa ykkur hjá Vikuni fyrir breyttan stíl, því í marga marga marga  mánuði var forsíðan undirlögð af konum  sem höfðu grennt sig með ýmsum ráðum allt frá viktarvökturunum til magaþrengingar þetta virkaði á mig eins og þráhyggja og hafði enga lyst á að kaupa hana (vikuna). Margar af þessum myndum fótósjoppaðar þori ég að veðja á, hef séð soleiðis gert eimitt fyrir líkamsræktarblað taka aðeins af lærum, hækka hana líka, taka af upphandleggjum.  Og svo getur hver dæmt fyrir sig hver sé rétta myndin af manneskjuni sem auglýsir fyrir einhverja líkamsræktarstöð að hún sé búin að missa svo og svo mörg kíló í átaki. Tala nú ekki um makuppið og hárið

gua (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 14:09

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Gleymdi að geta þess mín kæra að þessi pistill er jólalega brilljant.  Ég ligg í gólfi

Jenný Anna Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 15:53

9 identicon

Ég lít við daglega hérna hjá ykkur, læðist um og læt engan vita, en skemmti mér auðvitað konunglega yfir skemmtilegu bloggi. Ég get hins vegar ekki orða bundist fyrst þetta málefni kemur til tals. Ég heyrði nefnilega þá sögu af þér Gurrí mín að þú hefðir einhvern tíma, stödd í afmælisveislu, sagt stundarhátt: Ég held ég sé með anorexíu. Þegar afmælisgestir með uppglennt augu af undrun spurðu hvers vegna þér dytti það í hug, þá hafði þú svarað: Þegar kona með anorexíu lítur í spegil sér hún feita konu - það geri ég líka. Þessi saga kætti mig í marga daga og gerir enn. Takk fyrir allar þessar ánægjustundir.

Imba (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 17:41

10 Smámynd: bara Maja...

Gurrí mín er komin með Vikuna í hendur og les hana af græðgi... STÓRT (nei það gæti misskilist) MARGFALT (nei það gæti líka misskilist) æji STÓR-MARGFALT KNÚS tilbaka og TAKK  Kv. Maja

bara Maja..., 8.3.2007 kl. 18:32

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hæ. Imba mín. Þetta var reyndar stolinn brandari hjá mér. Mjög feit sjónvarpskona sagði grafalvarleg að hún héldi að hún væri með anorexíu, hún væri með eitt einkenni hennar því að alltaf þegar hún horfði á sjálfa sig í spegli fyndist henni hún svo feit ... Mér fannst þetta mjög fyndið þótt mér finnist ekkert fyndið við átröskun.

Gua, ég sagði ritstjóranum frá orðum þínum og hún varð voða ánægð! Takk fyrir daðrið, Doddi minn ... aldrei of mikið af slíku (sett svona smekklega fram). 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 18:33

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Gott að þú ert ánægð, Maja mín ... sé samt eftir að hafa ekki sett vefföngin ykkar fjögurra, Anna sá reyndar um sitt sjálf en það hefði verið skemmtilegra að lesendur hefðu getað kíkt beint á ykkur í stað þess að njósna á bloggforsíðunni hvenær ykkur þóknast að blogga! Denni er nú farinn og hrapar hratt niður listann ... hlutirnir gerast hratt á blogginu, miklar breytingar á topp 20 síðan ég skrifaði þetta!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 18:38

13 Smámynd: Gerða Kristjáns

Ég fór úr 98. sæti í 34. á einum degi !  Og er þar enn
Gaman að skoða Vikuna í morgun

Gerða Kristjáns, 8.3.2007 kl. 20:03

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta er fljótt að gerast!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 20:07

15 Smámynd: Hugarfluga

Snilldarblogg! Og þetta með Keikó vs. Kate Moss minnir mig á eitt. Best að blogga um það!

Hugarfluga, 8.3.2007 kl. 20:25

16 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Til hamingju með þennan góða dag!

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:39

17 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheh, takkkkk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:45

18 Smámynd: Agný

Æiæi..það er heilabúið á okkur sem er með fitu komplexa...Ákvað að gera athugasemd við upphafs málefni þitt... heilabúið sér ekki "rassgat".. en það nemur þó þokkalega mikið.. ( báðir endarnir gera það..líffræðilega séð) .Þannig..hugsum okkur eins og við viljum vera.. ekki horfa í spegilinn á morgnanna og segja þér að þú sért feit...heilinn nemur boð, en sér ekki..þannig að hann ræfils tuskan telur að þetta sé það sem þú vilt vera..Hann fer að gera í því að skapa þér þannig aðstæður að þú verðir það  sem þú staglast á.. ( er búin að sannreyna þetta sjálf)Það sem við hugsum fer eftir vissri leiðslu til heilans.. alveg eins og rafmagnið og ljósleiðarinn flytur mynd og boð sem birtast svo á skjá.. en myndum við sjá mynd og boð ef við skærum á leiðsluna sem liggur úr innstungunni í sjónvarpið/skjáinn?Nei ..segi ég.. þannig er það líka með heilann.. hann sér ekkert,  en hann nemur og framkallar það sem honum er sent.....Svo sagði ég fólki líka að "borða jákvætt"  þegar ég vann við  það að kynna matvæli í verslunum.. meaning.. maginn sér ekkert hvað er á leiðinni ofan í hann..en heilinn er búinn að senda þau boð um það,  að þetta geti orsakað hinn eða þennan krankleika, of hátt colestrol, of háan blóðþrýsting, þu getir fengið hjartaáfall, sykursýki, alzheimer, MS og just name it... á meðan þú japlar á ætinu...sem þér finnst kanski alveg hrikalega  gott.. Magagreyið nemur það sem að þu hafir verið að láta eitur ofan í þig. allt út frá því hvað þú hugsaðir á meðan..svo það er ekki nema vona að viðkomandi verði að drepast í maganum..Þannig þegar þú borðar dúsí súkkúlaðiköku, hugsaðu þá um allt það góða sem hún gefur  þér..minnir þig kanski á barnæskuna þegar mamma gaf þér svona köku og öll heimsins vandamál bráðnuðu í burtu,  jafn vel og súkkulaðikremið í munni þíunum...þannig..við erum það sem við hugsum að við séum ...Stórt knús til þín bloggvinkona

Agný, 9.3.2007 kl. 04:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 45
  • Sl. sólarhring: 87
  • Sl. viku: 683
  • Frá upphafi: 1505974

Annað

  • Innlit í dag: 36
  • Innlit sl. viku: 550
  • Gestir í dag: 35
  • IP-tölur í dag: 35

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband