Sverrir og femínistabeljurnar

Troðinn strætó 3Ég var eiginlega bara að ýkja með daðrið í strætóbílstjóranum í morgun en er búin að fatta að orð hafa mikinn mátt! Þau endasentust af blogginu mínu og fóru beint yfir í Skrúðgarðinn, nýja, frábæra kaffihúsið á Akranesi.

Fór þangað eftir vinnu í dag. Veðurspáin var slæm (hviður á Kjalarnesi) og ég vildi frekar ljúka verkefnum heima en vera veðurteppt í bænum þannig að ég tók fyrstu ferð eftir hádegishlé.

Coffee & muffinMaría við samstarfskonuna: „Ertu búin að láta Gurrí fá gjöfina?“ Þær flissuðu.
„Ha, gjöfina?“ hnussaði ég, enda fimm mánuðir í afmælið mitt. Var samt ótrúlega spennt.

Á borðið fyrir framan mig kom kaffibolli og múffa (muffins) með kveðju frá aðdáanda!!!

Leyndarmálið upplýstist næstum samstundis en hinn ljúfi innanbæjarstrætóbílstjóri (einn þeirra), sem ég átti í miklum og djúpum kaffisamræðum við síðast þegar ég fór í strætó, bauð mér upp á veitingarnar! Tek það fram að hann hefur ábyggilega ekki talað um sjálfan sig sem aðdáanda ... hann er jafngóður við okkur kerlingarnar allar, hvort sem við erum í göngugrind eða ekki! Þjónustulundin hjá honum er svo mikil að hann kíkir vandlega í kringum sig á stoppistöðvum til að enginn missi nú af vagninum sem gengur á hálftíma fresti virka daga.
Eftir að kaffihúsið var opnað er komið svo miklu meira líf í bæinn. Ég fer næstum daglega!

FemínistabeljurEinn af uppáhaldsbloggurunum mínum heitir Sverrir.

Færslan hans í morgun fjallaði um femínistabeljurnar. Ég argaði úr hlátri yfir fyrirsögninni, hann er snillingur (ég er ekki að grínast)!

Hann verður héðan í frá góður gæi í Blogg and the bjútífúl, hefur verið fantur hingað til eftir að hann dissaði West Ham, það stórkostlega fótboltafélag.

Allt er fyrirgefið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kanski spurning um fyrir þig að fara að dusta rykið af sængurfötunum hinum megin við þig???

TIDDI (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 19:27

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Onei, ætli það ... læt kaffið bara duga. Svo borga ég kaffibollann ofan í hann næst!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 19:38

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert svo skemmtilegi Gurrí það er svo gaman að lesa bloggið þitt.

Kristín Katla Árnadóttir, 8.3.2007 kl. 19:46

4 Smámynd: gua

hvar er þessi Hallur í bloggheimum ertu ekki með link á hann ?

gua, 8.3.2007 kl. 20:00

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, hann er undir nafninu hallurg og er hér á síðunni í stafrófsröðinni hans Dodda.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 20:09

6 Smámynd: bara Maja...

Sætt þetta með kaffið  góð beljumyndin...

bara Maja..., 8.3.2007 kl. 20:23

7 Smámynd: www.zordis.com

Það er svo mikið að gera hjá mér í starfinu að ég hef varla tíma að kíkja á ykkur tryggu vinir!  Ég er sennilega eins og einn af þessum slæmu slæmu en ég elska ykkur öll og er hér örmagna að lesa smá hjá öllum .......

www.zordis.com, 8.3.2007 kl. 20:29

8 identicon

Tí hí hí ... - nú flaug egóið upp í háar hæðir, elsku besta Gurrí og takk fyrir það. "Stafrófið hans Dodda" ... ég er að hugsa um að notast við þetta!

Og kærustu (efsta stig af kærar!!) kveðjur til þín héðan frá Akureyri, því vegna Viku-frægðarinnar þá hafði gömul vinkona samband við mig hér á blogginu og vonandi komumst við í kontakt aftur.

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 20:57

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Pant vera brúðarmær!! heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 21:14

10 identicon

Ég skal hafa þig í huga, en það verður væntanlega ekki með þessari vinkonu minni - hjartað í lokin var meira svona þakklæti til þín ... en ég læt þig vita, dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 8.3.2007 kl. 21:17

11 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Hmmmm...er tindr á blogginu? Ég hef ekkert gert í dag annað en að móðga fólk en...mér líður ekkert hræðilega illa yfir því. Þreif stofuveggina og vorið er að koma. Æðislegt!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 8.3.2007 kl. 22:35

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Elskan mín, það er aldrei of illa farið með góða bloggara!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 8.3.2007 kl. 22:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr himnaríki

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 53
  • Sl. sólarhring: 66
  • Sl. viku: 691
  • Frá upphafi: 1505982

Annað

  • Innlit í dag: 42
  • Innlit sl. viku: 556
  • Gestir í dag: 41
  • IP-tölur í dag: 41

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • Í fiski 15 ára
  • Sultarólin hert
  • Útsýni úr Kokku kaffihúsi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband