Latte-bílstjórinn og óþekk brekkukona

Fór seinna að sofa í gær en ég ætlaði mér. Lét símann vekja mig í morgun, lét einnig nýju IKEA-klukkuna hringja, en hún er gamaldags, upptrekktur og hávær fjandi sem hræðir alltaf lífið úr köttunum, ógeðslega fyndið að sjá þá stökkva hæð sína fyrsta morguninn yfir þessum ókunnuga hávaða. Þarf sama og ekkert sparsl á morgnana þannig að korter dugði alveg!

Latte í strætóEftir ákveðna „hótun“ frá Maríu í Skrúðgarðinum í gær kveikti ég ekki á kaffikönnunni minni í morgun, heldur beið spennt á stoppistöðinni eftir sopanum mínum ... og jú, það fyrsta sem ljúfi bílstjórinn sagði á eftir góðan daginn var: „Gjörðu svo vel, hér er latte-inn þinn!“ Tær snilld!  

Svo voru ekki það margir í strætó að aukavagninn þyrfti að koma til þannig að við hirtum upp karlana á sætukarlastoppistöðinni og ég fékk einn þeirra við hliðina á mér.

Þótt ég sé vitlaus í karla, veit ég vel að þeir eru ekki leikfang og leyfi þeim að vera að mestu óáreittum. Talaði reyndar aðeins um femínisma við minn í morgun, sagðist orðin þreytt á því að sumir notuðu þetta sem skammaryrði.

Færslan hennar Katrínar Snæhólm síðan í gær um konur og karla, vekur mann til umhugsunar, eins og svo margt sem hún skrifar.

http://katrinsnaeholm.blog.is/blog/katrinsnaeholm/entry/141737/  

 

Litla HraunHeilmikil hálka var á Kjalarnesinu og ekkert verið að glannast neitt. Konan í brekkunni var hirt upp ... áhættufíkillinn sem stendur alltaf á milli fremstu sætanna þessa metra upp í Háholt.

Bílstjórarnir þola þetta ekki ...þeir lenda illa í þessu; verða sektaðir og missa punkta ef farþegi gerir þetta ... og bílstjórinn í morgun bað hana um að setjast, nóg væri af sætum aftar. Konan lætur greinilega ekki bílstjórabeyglu segja sér fyrir verkum og brosti bara blítt.

Það kom þó ákveðinn óttasvipur á andlit hennar þegar ég sagði henni blákaldan sannleikann; að bílstjórinn okkar yrði sendur á Litla Hraun ef hún héldi þessu áfram ... ekki myndi hún nenna að heimsækja hann þangað  um helgar, það myndi lenda á okkur Skagamönnum. Ég veit að hún sest niður næst!!!

 

Hlaupið í strætóNáði leið 18 með herkjum, hann var þá lagður af stað upp brekkuna hræðilegu frá Stórhöfða en stoppaði af því að ég er svo falleg.

„Takk,“ másaði ég þegar ég kom inn, „það var svo mikil hálka á Kjalarnesinu!“

Eitt augnablik starði hann á mig eins og ég væri vitskert en svo hefur hann sennilega munað að það er til staður á Íslandi sem heitir Akranes og þaðan gengur flottur strætó til borgarinnar. Ég hikraði aðeinsog spurði svo: „Bíddu ... ertu ekki með kaffi latte handa mér?“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

frábær lesning, er að spá í að taka þennan strætó með þér á morgnana! Hvað með það þó ég þurfi þá að vakna kl. 4 á nóttunni?

Hrönn Sigurðardóttir, 9.3.2007 kl. 09:01

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Velkomin í Skagastrætó ... enítæm, pant sitja hjá þér! Ég tek jú yfirleitt fyrstu ferð sem fer kl. 6.47 frá kaffihúsinu.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 09:06

3 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggið hjá þér og fá aðra sýn á strætóferðirnar sem ég deili stundum með þér. Er á sömu stoppistöð og þú, beint fyrir utan blokkirnar okkar :) Varð samt pínu abbó að sjá að þú fékkst sent kaffi, verst að ég drekk ekki kaffi nema að það sé falið í súkkulaði og rjóma!

Karitas (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 10:30

4 Smámynd: Gunna-Polly

krsæt hvenær vaknar þú á morgnanna?

Gunna-Polly, 9.3.2007 kl. 10:54

5 identicon

Hahahaha... góða helgi

kikka (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 11:05

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hvað eru allir þessir einkabílistar að pæla?? Þarna í Skagastrætó fer lífið greinilega fram.  Ég er orðin blá af öfund yfir að vera ekki "dreifbýlistútta"

Jenný Anna Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 12:10

7 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí er svona íslenskur kvenvargur sem ryðst af stað fyrir allar aldir í gegnum snjóskalfla, fimbulkulda og brim til að komast í borg dauðans á gömlum strætójálki kramin á milli úrillra farþega og brjálaðra bílstjóra til a' blogga svo og skemmta okkur hinum. Svo tekur annað eins við á heimleiðinni. Nema þar fær hún kaffihúsadekur og kattakossa.

Hún er kvenvargur með meiru. Þá meina ég það sem hetjukvendi. Ég nenni rétt svo að lulla mér níður stigann þegar ég vakna. Ekkert lengra. Og myndi ekki lifa af svona náttúruhremmingar eins og Gurrí gerir næsta daglega.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 9.3.2007 kl. 12:13

8 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Þú ert að verða alveg fordekruð kona.  Átt það örugglega skilið, bloggið þitt er besta auglýsingin sem María og Skrúðgarðurinn fá. 

Sigríður Jósefsdóttir, 9.3.2007 kl. 13:30

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, Karítas, ég fæ sjokk þegar ég fatta að einhverjir aðrir lesi bloggið mitt en bara bloggvinirnir ... veit ekki alveg hvort latte-sendingar verði mikið oftar ... fer eftir því hver er á staðnum og nennir að halda á því! Plís gefðu þig fram við mig eftir helgi, ég bít ekki

Gunna-Pollý, ég fer ekkert að sofa, það tekur því ekki ... Hmmm, það nægir að vakna 6.15. Og já, Grafarþögn, ég er fordekruð og kann sko að meta það!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 13:53

10 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Daglegt líf getur verið fallegt, það þarf bara að taka eftir því, ég sé að þú gerir það ! Áttu margar kisur ?

Kveðja frá Lejre!  Steina

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 9.3.2007 kl. 15:09

11 Smámynd: bara Maja...

Sko hún María kom sterk inn hér áðan, við vorum eitthvað að missa okkur í vinavikunni og vildum senda einni á Akranesi smá sendingu, mér datt náttlega ekki neitt annað í hug en María í Skrúðgarðinum, hringdi í hana og ég held það nú, hún búin að hlaupa út og redda málunum  alveg frábær. !!!

bara Maja..., 9.3.2007 kl. 15:45

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frábært maja!!! Æði.

Steina, ég á tvær gamlar og góðar kisur, eða´að nálgast 10 árin!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 16:19

13 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Mínar strædó ferðir hefðu verið MUN skemmtilegri EF ég hefði haft snefil af þinni skemmtun í strædó.

Eydís Rós Eyglóardóttir, 9.3.2007 kl. 19:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 69
  • Sl. viku: 499
  • Frá upphafi: 1530763

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 307
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband