Mergjaður ástargaldur - allt er breytt!

MúffaVar að enda við að borða múffuna (sem „aðdáandinn" gaf mér í gær) og komst að því nokkrum sekúndum seinna að galdradufti hafði verið stráð yfir hana. Þau álög hvíldu sem sagt á múffunni að sá fyrsti sem ég horfði á eftir að ég renndi niður síðasta bitanum yrði maðurinn minn og ég myndi elska hann til æviloka.

Hnuss, lélegir galdrar. Ég vitlaus í Hrund, samstarfskonu mína. Það er samt ögn skárra en ef mér hefði verið litið á Eirík Jónsson, hann kannski að slugsast fram í kaffi og ég bara farið að elska hann ...

Eiríkur er nefnilega á föstu.

  

Öll dýrin í skóginumHrund tekur þessu merkilega vel þótt hún hafi hafnað mér og fékk þá frábæru viðskiptahugmynd að fjöldaframleiða ástarmúffur ... þetta yrði nú flott hrekkjagjöf! Hættan væri þó sú að ef þetta færi út böndunum myndi skilnuðum fjölga til muna en á móti kæmi að ýmsar gjár myndu hverfa. Þá myndi ekkert vera til lengur sem heitir samkynhneigð eða gagnkynhneigð og margir stressa sig svo yfir. Bara alkynheigð. Skemmtileg tilviljun ef það fæðast svo börn í nýju ástarsamböndunum og þegar barnið fær fyrstu múffuna sína passa pabbi og mamma að rétt barn fái fyrsta áhorfið ... Allir myndu ganga út og upplifa rómantík, lika þybbnar konur. Hugsanlega yrðu þó morð framin í kapphlaupinu við að verða fyrst/ur til að byrla George Clooney múffu .. 

 Jamm, best að fara að elta Hrund í kringum skrifborðið!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét Annie Guðbergsdóttir

Sko ef ég væri ekki gift og ráðsett kona þá væri ég pottþétt til í að reyna  svona ástarmúffur á Georgie baby.

Margrét Annie Guðbergsdóttir, 9.3.2007 kl. 17:57

2 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Ástarmúffur, þessi markaðstetning ætti vel rétt á sér um 14 feb ár hvert (Valentínusardag). Hins vegar væri ég til í eitt stk svona ástarmúffur EF hún myndi skila árangri á Clooney, hver gæti neitað sér um eitt stk Clooney???

Eydís Rós Eyglóardóttir, 9.3.2007 kl. 19:06

3 Smámynd: Ólafur fannberg

múffa namminamm

Ólafur fannberg, 9.3.2007 kl. 19:21

4 Smámynd: Hugarfluga

Hahahahahha, Gurrí!! Eiríkur Jónsson af öllum mönnum!!! Jedúdamía!

Hugarfluga, 9.3.2007 kl. 19:31

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Múffur eru sko góðar namm

Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2007 kl. 20:10

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hugarfluga, hann labbar framhjá mér nokkrum sinnum á dag! Örlög okkar virðast vera samtvinnuð, þetta er fjórði vinnustaðurinn sem við vinnum saman á! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 20:34

7 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Gangi þér vel með eltingarleikinn, heillin mín. Vona að þú náir góðu skrensi á endunum.......Hrund og Gurrí, ekki galið. Eiríkur og Gurrí er hinsvegar af og frá, sérstaklega af.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 9.3.2007 kl. 20:37

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

HAHHAHAAH! Æ, ég legg hann Eirík í einelti með þessu  ...  hann er fínn samstarfsmaður.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 20:47

9 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Það gleyma allir aðalatriðinu! Hvernig múffa er þessi múffa? Súkkulaði? Vegna þess að ég veit fyrir víst að alvöru ástarmúffa er úr súkkulaði. Hinar eru bara platástarmúffur

Heiða B. Heiðars, 9.3.2007 kl. 20:57

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta var reyndar plat-ástarmúffa. Hvít ... tákn vináttu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 21:00

11 Smámynd: www.zordis.com

Sonur minn er ad blogga med mérog segir ad plásturin hans sé á blogginu þínu ..... Ahhh.... Bangsimon plástur!  Múffur ........... nehhhh dietið mitt leyfir það ekki nema kanski verðlaunin!  alkynhneigð finst mér flott!

www.zordis.com, 9.3.2007 kl. 21:47

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert greinilega búin að borða þína ástarmúffu fyrst þú fannst fjallið góða.

Innilegar kveðjur til sonarins, við höfum greinilega svipaðan smekk. Ég ætla að kaupa mér svona plástur!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 21:50

13 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Eru til svona múffur í Ameríku?

Guðrún Eggertsdóttir, 9.3.2007 kl. 21:52

14 Smámynd: Pétur Þór Jónsson

Ég tek enga sénsa, sleppi múffunum og held áfram að elska konur, þær eru allar svo fallegar.

Pétur Þór Jónsson, 9.3.2007 kl. 21:54

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Guðrún. Þær heita Muffins þarna í Ameríkunni og þú skalt borða þær fyrir framan flottan gæa og gættu þess að hann fái bita líka.

Pétur, þú ert greinilega eðalgæi! Við elskum þig líka allar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:13

16 identicon

Hahahahahhahahah......."byrla e-m múffu". Fast orðatiltæki í mínum orðaforða hérðan í frá, það er nokkuð ljóst. Notist til dæmis ef vinkona verður skotin,dæmi: "Nú nú, var þér byrluð múffa?" :p

Get ekki skrifað meira...svo móð af öllum hlaupunum í kringum skrifborðið;)

Hrund

Hrund (IP-tala skráð) 9.3.2007 kl. 23:54

17 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Vonandi hefur Hrund vit á að fara varlega í að byrla múffur. Þarf að koma sér upp betra þoli fyrst..aldrei að vita nema hún þurfi að spretta úr spori. Maður veit nefnilega aldrei hver fengi sér bita....

Heiða B. Heiðars, 10.3.2007 kl. 12:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.8.): 55
  • Sl. sólarhring: 70
  • Sl. viku: 504
  • Frá upphafi: 1530747

Annað

  • Innlit í dag: 52
  • Innlit sl. viku: 311
  • Gestir í dag: 51
  • IP-tölur í dag: 31

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband