9.3.2007 | 22:11
Skrýtinn dagur ... svikull sjór og spenna í X-Factor
Þetta var hinn skrýtnasti dagur ... ég kom t.d. tvisvar heim úr vinnunni! Ég kláraði grein heima í gærkvöldi og sendi mér hana með tölvupósti í vinnuna.
Þegar ég ætlaði svo að opna hana í morgun var bara hálf greinin í skjalinu, það sem ég skrifaði í gærkvöldi skilaði sér ekki. Samt vistaði ég skjalið (of kors) og las það yfir áður en ég sendi það. Nú voru góð ráð dýr. Ég hafði lagt heilmikla vinnu í þetta og punktarnir sem ég vann eftir lágu á skrifborðinu heima ... og blaðið í prentsmiðju eftir hádegið.
Sagði í gríni við elskuna hann Sigga: Ertu til í að skutla mér upp á Skaga? Mér til mikillar undrunar játti hann því en með því skilyrði að ég borgaði í göngin ... ekki málið! Fékk leyfi ritstjórans eftir að hafa útskýrt málið og svo brunuðum við Siggi upp á Skaga! Hann kom upp í himnaríki og var samstundis kaffærður af Tomma og Kubbi sem knúsuðu hann bak og fyrir.
Ég kveikti á tölvunni og sendi Hrund (ástinni minni úr síðustu færslu) skjalið eftir að ég var búin að sannfæra mig um að allt hefði vistast þar. Til öryggis sverti ég textann, gerði copy og paste, og sendi líka með ... sem reyndist vera snilld því að skjalið var jafnklikkað og það sem ég sendi í gærkvöldi. Þetta copy-paste dæmi bjargaði öllu. Þegar ég kom í vinnuna hálftíma seinna var búið að prófarkalesa textann og ég gat skilað greininni! Það hefði tekið mig mun lengri tíma að skrifa þallt upp á nýtt. Svo kostar bara 900 kall aðra leiðina í göngin! Vel sloppið.
... ég er svolítið móðguð út í sjóinn. Haldið að hann hafi ekki laumast til að vera geðveikislega flottur á vinnudegi, stórar Miðjarðarhafsöldur skullu niður á sandinn og allt í einu mundi ég skýrt og greinilega hvers vegna ég keypti himnaríki!
Smellti einni mynd af elsku Sigga við borðstofugluggann. Það sést aðeins út á sjóinn en kræst ... myndin getur engan veginn lýst fegurðinni (nema auðvitað fegurð Sigga).
Ætla ekki að sofa út í fyrramálið. Ég ætla að láta vekjaraklukkuna vekja mig klukkan tíu, setjast við skrifborðið mitt því að glugginn þar við hliðina er besti útsýnisgluggi himnaríkis eftir að ónothæfu svalirnar (the skrímsl) komu! Svo kemur biluð suðvestanáttum helgina og þá minnkar ekki fjörið.
X-Factor, fyrri hluti, búinn og flestir sem ég hef talað við í dag búast við að Inga eða Gylfi detti út ... Jógvan (Ég-vann) verður sífellt betri og Hara-stelpurnar líka. Ef eitthvað er að marka almannaróm ættu þau, ásamt Guðbjörgu, að vera í þremur efstu sætunum!
Ég hef svo mikla samúð með elsku Ellýju ... þetta er ekki vinsælasta starfið að þurfa að reka fólk heim! Hún er mjög einbeitt í því að halda inni fólki með X-Factorinn, heyrist mér á öllu, en fólkið sem á símana hérna úti stjórnar þessu auðvitað!
Mér var ekki nógu skemmt yfir elskunni honum Einari Bárðar, hann kyndir undir leiðindum út í Ellýju með því að segja að hún muni senda Jógvan heim ef hún gæti. Hef reyndar heyrt að dómararnir eigi að vera svona leiðinlegir hver við annan! Vona að þetta sé bara allt hluti af leikritinu því að mér finnst Einar alveg frábær, eins og hinir dómararnir.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 37
- Sl. sólarhring: 49
- Sl. viku: 864
- Frá upphafi: 1515959
Annað
- Innlit í dag: 21
- Innlit sl. viku: 721
- Gestir í dag: 18
- IP-tölur í dag: 17
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Bannað að móðgast hýra mey! 8 evrur þættu þokkalegt fyrir að keyra í gegn um tollinn .................. kostar innan við 2 að keyra á mill toll stöðva og maður kann trixin að sleppa við fjarlægðirnar..... allt í lófa lagt!
www.zordis.com, 9.3.2007 kl. 22:31
Mér finnst það, að sofa til 10, að sofa út!! En ég er sammála með X-Factor, dómararnir eru ekki öfundsverðir. Áfram Jógvan!!
Hugarfluga, 9.3.2007 kl. 22:37
Hmmm, já, hugarfluga, sérstaklega þar sem ég vakna upp úr sex alla virka daga. Óþekktast alltaf á föstudagskvöldum og vaki lengi, lengi, þannig get ég sofið mína átta eða tíu tíma! Vaknað algjörlega úthvíld ... ummmm, hlakka til að sofa til tíu.
Zordís, held að þetta sé eina tollstöðin á Íslandi, alla vega ein af mjög fáum. Sæi ekki tollstöð fyrir mér á Reykjanesbrautinni ... samt var rándýrt að tvöfalda hana (að hluta). Við myndum ekki samþykkja það. Vona að skattheimtan af göngunum heyri brátt sögunni til. Grrrrr
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:44
Anna mín, með því að nota lykil getur þú fengið ferðina á rúmlega 200 kall, þarft þó að kaupa 100 ferðir í einu, held ég! Annars hef ég almennt litlar áhyggjur af þessu, svona líka ánægð í strætó! Þú hefur nú skutlað mér á Skagann! Bara fljót að gleyma, greinilega! Hehehehhe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 9.3.2007 kl. 22:47
Ég gæti vel hugsað mér að hafa svona öldur í mínum glugga... þ.e.a.s. að útsýnið væri öldur. Mitt útsýni eikennist af sléttu vatni sem liggur styllt í 200 metra fjarlægð. Engin sjávarlykt af því og verandi hluta til uppalin á Hólmavík er ekkert eins æðislegt og lyktin af sænum.
Eydís Rós Eyglóardóttir, 9.3.2007 kl. 23:04
Ég er held með Jógvan hann er frábær
Kristín Katla Árnadóttir, 9.3.2007 kl. 23:32
Ég hef heldur aldrei séð X-factor.
Gerða Kristjáns, 9.3.2007 kl. 23:58
Gurrí mín...það þýðir ekkert að senda manni ástarbréf og segja svo öllum að það sé vinnuskjal...
Hrund (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 00:03
ahahahhahahaha, Hrund, takk fyrir að koma upp um mig
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 00:16
Til Gurríar.
Ég fann það aftur hafið. Ljóð eftir Elísabetur Þorgeirsdóttur.
Hafið mitt, blátt eins og eilífðin
ólgandi síkvikt
eins og blóðið í æðum mér.
Hvítar öldur þínar skvettast
upp á svartan sandinn
dragast síðan aftur út eilíflega.
Gult útsprungið melgresið
vagggar í síðustu geislum sólarinnar
og á sér svo djúpar rætur.
Í órafjarska er borgin
glitrandi..öskrandi
Í dag fann ég það aftur, hafið.
Ég sit í miðju öldugjálfrinu
vagga niðrí öldudalinn
borgin svo óralítil
og mér finnst sorgin asnaleg.
Sofðu vært öldustelpan mín.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 00:31
ég get ekki sofið út á morgunn, verð að vakna um hálf 11 bara til að fara í ræktina svo er meiri hreyfing eða dans í þrjá klukkutíma, fundur og matur og svo meiri dans í nokkra klukkutíma. Náði rétt bláendanum (úrslitunum) af x-factor þegar ég kom heim... hvað ætli skei þegar allir keppendur einhvers dómara eru dottnir út, ætli dómarinn detti úr keppni líka ??
Hulda (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 00:36
Gurrí þetta hlýtur að vera dásemdar útsýni hjá þér í himnaríki. Siggi er algjör DÚLLA
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 01:09
Að sofa út er afstætt. Verð að vinna um helgina, taka mínar vaktir við að passa bás-INNN á Tækni og vit (rosalega gaman í dag) og þegar við vorum að taka saman í kvöld sagði Óli Freyr vinnufélagi minn: Sjáumst í fyrramálið! og ég sem þekkti vaktaplanið sem Óli Freyr skrifaði sagði: Já, sjáumst kl. 12 í fyrramálið! Mjög góð skilgreining. En ég myndi vakna í brimið þitt og himnaríkisútsýnið, það er yndislegt.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.3.2007 kl. 02:59
Ísland er kröfuhörð þjóð .... tollpeningur verður bara falin einhversstaðar og þjóðin greiðir á endanum það sem ríkið heimtar! Kanski rangt en þessir vegatollar eru djöfullegir. Frakkland er öflugt í innheimtunni. Eigðu góðan dag
www.zordis.com, 10.3.2007 kl. 08:18
Áfram Ellý!!
Þekki þetta bévítans tölvuvesen.. Fyrstu gráu hárin hafa látið á sér kræla núna þökk sé henni en ekki ungunum mínum.. Sem hafa verið að æfa brosið fyrir frænku sína! Sniðug varstu að hafa ekki komist fyrr, þar sem nú færðu sólskinsbros sem skín allan hringinn.. Mikið skemmtilegra að koma núna þar sem þeir eru orðnir miklu meiri persónur..
Þetta var útséð af örlögunum segi ég nú bara.. Hlökkum til að sjá þig elsku frænka!
H. og Ú. og Í. og B.
Heiðdís frænka (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 10:43
Vá, Katrín, þetta ljóð er magnað!!! Takk fyrir að senda mér það! Hulda, ég spurði Ellýju og hún sagði að það yrði hálfgert sældarlíf hjá þeim dómara sem væri orðinn keppendalaus. Engin vinna við að æfa keppendur og mikið vald!
Jenný, þetta útsýni er yndislegt og okkur í vinnunni finnst öllum Siggi vera æði. Skemmtilegur og góður maður sem nennir sko ekki að hætta að vinna þótt hann geti vegna aldurs.
Hhehe, Anna, ég reif mig upp um 11 leytið og finnst það frekar snemmt, hefði alveg verið til í að sofa lengur og svo er ekki sjón að sjá öldurnar núna, þær eru svo litlar miðað við í gær.
Eigðu góðan dag, sömuleiðis, Zordís, og Heiðdís ... ég þori varla að hugsa um drengina ... þá hef ég dottið niður í brjálað kvef og leiðindi! Heheheh, en það tengist auðvitað ekkert, veit það. Sí jú sún! og ástarkveðja til allra!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 11:18
Það er þetta með Ellý í X faktornum, mér finnst hún ekki vera á sama level og hinir tveir dómararnir, á meðan þeir hafa ákveðnar skoðanir á hlutunum þá finnst mér alltaf eins og hún sé í keppni við þá og horfi framhjá hæfileikum keppandanna, semsagt hennar fólk inni þó aðrir séu betri, hún er hlutdrægur dómari og eins og þú veist ef þetta væri fótbolti fengi hún ekki að dæma fleiri leiki
Pétur Þór Jónsson, 10.3.2007 kl. 11:54
Pétur ... dómararnir eiga að gera þetta, halda með sínu fólki og ég hef heyrt þá verja þvílíkt falska keppendur sína, bæði Einar og Palla ... hahahah.
Ég dáist að Ellýju fyrir að treysta sér í þetta hlutverk með þaulvönum mönnum, eins og Palla og Einari. Þeir kunna á sjónvarpsvélar og þeir kunna á áhorfendur ... vefja orð sín oft inn í bómull til að særa engan en það finnst mér Ellý ekki gera og þess vegna fær hún fleiri upp á móti sér!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 12:54
Mig vantar svona sjó fyrir utan gluggann minn!
Heiða B. Heiðars, 10.3.2007 kl. 13:01
Ohhh ég var svo spennt á síðustu mínutunum að ég varð að setja teppið yfir hausinn... var svo hrædd um að Égvann og Gís yrðu neðst... Ég held einmitt að þetta dómara starf sé ferlega töff ! En þú ert með ótrúlega fallegt útsýni
bara Maja..., 10.3.2007 kl. 13:25
Stelpur, þið komið bara í afmælið mitt í ágúst, eins og sönnum bloggvinum sæmir. Ég skal sjá um að það verði brim! Eða ekki. Bara það sem þið viljið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 13:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.