10.3.2007 | 13:01
Elskan hann Davíð (ekki Oddsson)
Sl. haust tók ég eftir því að hávaxinn myndarpiltur elti mig út úr strætó, áfram eftir Vesturlandsveginum, til hægri yfir mýrar og móa og þar til við komumst á bílastæðið þar sem vinnan mín stóð við og Tækniháskólinn hans.
Á gamla blogginu talaði ég um hann sem skólastrákinn minn sem gæti verið að nálgast þrítugt og fannst ekki verra að fá félagsskap í öræfunum þarna. Ef ég hefði dottið og rotast myndu rútur frá Pétri Tyrfingssyni koma í veg fyrir að ég sæist úr vinnunni en mögulega gætu þó hasshundar sem mæta í Tollpósthúsið þarna rétt hjá haft af mér veður. Ég veit það ekki, ég datt aldrei.
Með tímanum kom í ljós að skólastrákurinn minn reyndist vera á svipuðum aldri og ég og kvæntur gamalli skólasystur af Skaganum. Hvort hann er svona unglegur eða gleraugun mín ekki nógu sterk eða ég horfi ekki nóg á strákana ... veit ég ekki ... hann segist vera svona unglegur og konan hans er alveg sammála. Hahhaha. Þau eiga dóttur sem heitir María og í huga fjölskyldu minnar er hún engill í mannsmynd. Hún vinnur á skurðdeild Barnaspítala Hringsins og hefur verið svo góð við hann Davíð í öllu lungnaveseninu. Við vissum auðvitað ekkert um skyldleika Maríu við skólastrákinn lengi vel.
Davíð og Björn Bjarnason (líka lungnavesen) útskrifuðust báðir um svipað leyti nú á dögunum ... en nú er elskan hann Davíð kominn aftur inn á spítala.
María tók á móti Davíð sínum í gær, steinhissa á þessu. Læknar hika eðlilega við aðra stóra aðgerð (svona glenna sundur rifin-aðgerð) til að laga hitt lungað og tala nú um límmeðferð ... eða er það deyfingin?
Önnur æðisleg hjúkka heitir Björk, auðvitað vill svo undarlega til að ég þekki til hennar líka, en hún er systir Röggu í Kaffitári á Bankastræti. Vissulega eru flestir þarna æðislega góðir en Davíð tapar svolítið á því að vera ekki lítið krútt ... hann er líklega 1,90 á hæð og því stórt krútt. Einhver kenndi svefntruflunum hans síðast um að hann héngi í tölvunni á nóttunni ... en reyndin var sú að hann gat ekki sofið eina nóttina og fór í tölvuna eftir að hafa bylt sér hálfa nóttina. Það má ekki skammast í fólki á spítala og vera með svona stæla.
Hilda systir situr eins og gribba hjá honum og passar hann vel og hefur mömmu sér til aðstoðar. Mamma er sko hjúkka, nýkomin á eftirlaun. Guð hjálpi þeim starfsmönnum sem kyssa ekki Davíð og knúsa í hvert skipti sem þeir koma til að sprauta honum eða koma með bekken.
Ég var viðstödd þegar Davíð fæddist (1989) og hef dekrað við hann eins og versta amma ... ja, ég er nú ári eldri en móðir hans. Davíð hefur alveg húmor fyrir dekrinu. Einu sinni gisti ég heima hjá honum og vekjaraklukkan brást. Davíð var að verða of seinn í skólann og ég var send til að koma þessum svefnþunga eftirlætisprinsi mínum á fætur. Davíð, þú svafst yfir þig og mér finnst það bara flott hjá þér! sagði ég við hann. Mamma hans hefur kvartað yfir því að ég mæli allt upp í honum og ég vildi bara sanna það í eitt skipti fyrir öll. Davíð hló svo mikið að hann dreif sig á fætur. Meira að segja honum fannst þetta tú möts! Hehehhe!
Það er allt kattaofnæminu (vælinu) í honum að þakka að ég fékk Kubb, gamla köttinn hans og Ellenar.
Elsku Davíð er svo kvalinn að akkúrat núna er verið að gefa honum mænudeyfingu. Ég sendi mínar allra bestu bataóskir upp á Barnaspítala, og Davíð, hættu svo að klípa sætu hjúkkurnar og læknana! Þær eru manneskjur!
P.s. Eftir að hafa rifið mig upp fyrir allar aldir í morgun þá verð ég að lýsa yfir vonbrigðum mínum með öldurnar, þær eru fallegar en ansi litlar. Held reyndar að stefni í vitlaust veður á morgun þannig að þetta getur lagast!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 26
- Sl. sólarhring: 43
- Sl. viku: 853
- Frá upphafi: 1515948
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 715
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 13
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég sendi batakveðjur til ofurkrúttsins Davíðs!!
Leiðinlegt að veðrið skuli vera að eyðileggja fyrir þér útsýnið með því að haga sér svona vel. Smáöldur *hneyksl*. Rjúkandi brim væri nærri lagi.
Takk fyrir pistilinn. Klikkar aldrei.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 13:14
Já ég skal senda Davíð góðar hugsanir og ósk um skjótan bata.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.3.2007 kl. 13:14
Baráttukveðjur til hans Davíðs frænda þíns !!!
bara Maja..., 10.3.2007 kl. 13:26
Umm, takk elskurnar.
Og Jenný, held að það komi ólgandi brim á morgun! Jesssss! Sumir elska lygnan og spegilgljáandi sjó ... aðrir brjálað brim og læti ... ég er í seinni flokknum, auk þess sem sjónvarpið dettur út hjá mér ef hafið er of spegilgljáandi ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 13:28
Baráttu- og batakveðjur til frænda þíns
Björg K. Sigurðardóttir, 10.3.2007 kl. 14:55
Góðan bata, Davíð!!
Hugarfluga, 10.3.2007 kl. 15:42
Gurrí mín veit ekkert betra en rigningu, snjóstorma og vindgnauð. Það er svo hlýlegt eitthvað. Vil bara ekki að það valdi mannskaða.
Við Jennslubarn erum að baka pönnukökur. Myndi bjóða ykkur öllum ef það væri hægt svona netwise.
Jenný Anna Baldursdóttir, 10.3.2007 kl. 16:24
Heilsukveðjur til hans Davíðs, ömmubarnsins þíns. Vona að mænudeyfingin gangi vel og öldur muni rísa við Langasandinn, þér til ánægju og yndisauka.
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 10.3.2007 kl. 16:39
Mamma verður brjáluð ef ég stel ömmuhlutverkinu af henni ... ussss, ekki segja henni. Hehehhe. Nú er svo hvasst og ég vona að öldurnar tryllist skjótt!
Nú batnar Davíð skjótt ... eftir þessar bataóskir allar! Þið eruð æði!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 17:08
Baráttukveðjur og vonir um bata sendar til Davíðs
Gerða Kristjáns, 10.3.2007 kl. 19:31
Vona að Davíð gangi vel að losna út úr þessu, alveg ómögulegt að fara svona með svona góðan strák!
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 10.3.2007 kl. 20:02
Elsku Gurrí mín
Ástarkveðjur til Davíðs, Hildu og fjölskyldunnar, hugurinn okkar er hjá þeim. Love-Lalla
lalla (IP-tala skráð) 10.3.2007 kl. 21:38
Já, segðu, Anna mín! Þetta er búið að skemma ansi mikið fyrir honum í skólanum. Vona að hann haldi svo ótrauður áfram, þessi elskulegi tilvonandi tölvunörd.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 21:38
Takk, elsku Lalla mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 22:42
Það bjargar deginum að lesa svona hlýjar og góðar kveðjur. Kærar þakkir.
Hilda, Davíðsmamma!!
Hilda systir (IP-tala skráð) 11.3.2007 kl. 15:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.