Næturlíf í stórkaupstaðnum ...

SubwayDreifbýlistúttan sjálf upplifði sig eins og í stórborg í kvöld. Ellý hringdi, barnlaus og svöng ... já, við fórum á Subway á Akranesi en þangað hef ég ekki komið fyrr. Fengum okkur bræðing og fórum svo ... á kaffihús(ið). Kurteisu stúlkurnar þar voru með pókersvip þegar þær afgreiddu mig með latte í þriðja skiptið í dag. María bannaði mér að borga, sagði að bráðum kæmu klippikort og ég væri fyrir löngu komin upp í „tíundi bollinn frír“.

Við fengum þá frábæru hugmynd að kaupa bland í poka, enda 50% afsláttur í einni sjoppunni í bænum. „Ég ætla að fá súkkulaðibland í poka ... fyrir barnið mitt,“ sagði ég þvingaðri og óeðlilegri röddu, enda finnst mér bæði erfitt og ljótt að ljúga. Svo talaði ég af mér og sagðist vilja þetta og hitt ... en fyrir rúman 100 kall fékk ég fáránlega mikið nammi. En það var ekki gott nammi. Mikið er lagt á börn þessa lands ef laugardagsnammið þeirra er svona vont. Kannski hef ég bara þróað með mér betri nammismekk með árunum, hver veit. Eða hef efni á að borga fyrir Pipp og Nóa-konfekt (um jólin), á meðan blessuð börnin fá bara 100 kall hjá pabba eða mömmu.

LaugardagsnammiðÉg heimtaði að við færum lengri leiðina heim, eða eftir Faxabrautinni, götunni fyrir neðan Sementsverksmiðjuna. Ég er svo mikill áhættufíkill og langaði í öldurskvettur yfir bílinn.  Brimenglarnir vernda greinilega bíl Ellýjar sem blotnar aldrei þegar við keyrum þarna, þrátt fyrir að flestir aðrir fái vænar gusur.

SnæfellsjökullEllý gerði lítið úr sjónum mínum og heilmikill rígur hófst um hvor okkar ætti stærri og flottari öldur.

Hún býr Vesturgötumegin á Skaganum og þarf að afplána Snæfellsjökul og rosalega ljótt brim í suðvestanátt, bara viðbjóð.

Hnusss, ég hef Reykjavík, Hafnarfjörð, álverið, Keflavík, Suðurnesin öll, Ameríku og fullt af dúllulegum fjöllum, m.a. Esjuna, Mount Blanc, Akrafjall, Baulu og Everest.

Ófært var á horninu við blokkina mína vegna hvassviðris. Ellý færði bílinn og þá tókst mér að komast út úr honum. Stofuglugginn fór að leka að vanda í suðlægri átt og rigninu. Svo er veðrið dottið niður en bara tvö handklæði féllu í valinn.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, já, líklega ... hmmm, og kannski á mánudaginn líka. Subway og kaffihús er djamm að mínu skapi ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 10.3.2007 kl. 23:46

2 Smámynd: www.zordis.com

Ohhhh .... djammað út í eitt!  Góða skemmtun og njóttu þess að vera til!

www.zordis.com, 10.3.2007 kl. 23:52

3 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Gurrí er varla kölluð Kaffi-Gurrí fyrir ekki neitt

Björg K. Sigurðardóttir, 10.3.2007 kl. 23:55

4 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

 gaman saman, kaffi, bræðingur, nammi, öldur, krúttleg fjöll, hvað getur verið betra? Nema ef væri sólbað og Margaríta..og það verður í sumar við sandinn langa

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 00:00

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það verður bar á svölunum mínum í sumar (ef ég kemst út á þær). Kaffibar. Barstólar og læti. Hægt að horfa út á sjóinn, yfir til Reykjavíkur og heim til þín, Guðný Anna. Læt ógegnsæa svalaveggi skemma neitt fyrir mér. Múahahahaha!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 00:17

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Leiðrétting: ... EKKI skemma neitt fyrir mér.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 00:18

7 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Subway var góð uppfinning. Nauðsynlegt að geta fengið sér þokkalega heilbrigðan skyndimat. Annars minnir mig að Subway á Íslandi hafi alltaf verið fáránlega dýr. Og ekkert nema gott að segja um þrjá latté. Það er góður drykkur. Þegar þið Guðný Anna eruð búnar að opna Starbuckshús uppi á Akranesi þá kem ég í heimsókn og við höldum bloggfund.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.3.2007 kl. 01:20

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, samþykkt!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 01:32

9 Smámynd: Kristín M. Jóhannsdóttir

Átt þú ekki annars að vera farin að sofa? Komið langt fram á nótt í sveitinni.

Kristín M. Jóhannsdóttir, 11.3.2007 kl. 01:46

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Humm, jú, en það er helgi! Þá er ég alltaf óþekk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 11.3.2007 kl. 01:49

11 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Þá er það ák-kveð-ið eins og Kardímommubæjarræningjarnir sögu: Starbuckskaffihús á Akranesi (samkeppni við þína elskuvini....æææ?) og koktkteila-bar á svölunum hjá Gurrí. Hvílík dýrð og dásemd. Hlakka til.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 11.3.2007 kl. 11:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 6
  • Sl. sólarhring: 35
  • Sl. viku: 833
  • Frá upphafi: 1515928

Annað

  • Innlit í dag: 6
  • Innlit sl. viku: 706
  • Gestir í dag: 6
  • IP-tölur í dag: 6

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Mikið labb
  • Draumar úr snjó
  • Engin tilviljun

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband