Morgunfúlir matarbrandarar ...

Ljúfu og yndislegu stelpurnar hérna við hliðina á okkur hata matinn í mötuneytinu, ég komst að því í morgun. Matseðillinn barst okkur með tölvupósti áðan og þá heyrðist oj, oj af næsta borði! Mér finnst maturinn aftur á móti ágætur, svona yfirleitt.

Í stað þess að taka fyrir eyrun af því að ég er svo áhrifagjörn þá reyndi ég að slá á létta strengi. Það hefði ég ekki átt að gera (og mund ekki gera aftur), enda var þetta án efa hallærislegur húmor hjá mér. Maður hoppar líka fljótt í vörn sjálfur þegar hlutunum er tekið öfugt við það sem maður meinar.

Það voru líka mikil mistök að minnast á matvendni, reyndar voru það mismæli hjá mér.

Kattaslagur„ÉG ER EKKI MATVÖND! Mér finnst bara maturinn vondur hérna!“

„Það sýnir bara góðan smekk að borða ekki allt sem að kjafti kemur,“ sagði ég til að reyna að sætla þessa óvæntu reiði. (Ég er t.d. kölluð matvönd af sumum af því að ég hata hnetur og nota þessa setningu þá til að svara fyrir mig.)

„Fólk á bara ekki að skipta sér af matarvenjum annarra!“ var hvæst.

„Það heyrist allt yfir á borðið til okkar, var bara að leggja orð í belg, vissi ekki að þetta væru einkasamræður, geri þetta ekki aftur,“ sagði ég og góða skapið var horfið út í veður og vind í bili.

Hélt að flestir hér vissu að ég ræðst frekar á fólk FYRIR að ráðast á fólk vegna matarvenja.

Líklega fattast ekki að við heyrum hvert einasta orð hingað yfir þótt við kvörtum ekki eða sendum augnaráð ... Svona geta nú orð meint í meinleysi leitt af sér leiðindi og það algjörlega óvart!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Iss...sendi bara sumargolu og sælgæti yfir til ykkar þarna. Sá einmitt góða skapið þitt fljúga fram hjá glugganum..og sendi það snarlega til baka. Þurfti bara smá "ekki of hlýtt" sólskin. Sumt fólk er bara styggara en annað og tekur hlutum afskaplega skringilega svo ekki sé nú meira sagt.... í bili!!! Smjúts

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 12.3.2007 kl. 12:23

2 identicon

Hm... erfitt að ráða í þessa mynd - eru kettirnir að fá sér snúning undir flutningi Gogga Mækol, eða er þetta heimilisofbeldi?

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 12:26

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vinnustaðaofbeldi!!! heheheheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 12:30

4 identicon

Æjá, maður er alveg að týna sér í þessum "táknmyndum" núorðið...

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 16:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.10.): 0
  • Sl. sólarhring: 25
  • Sl. viku: 132
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 117
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laufey
  • Diego
  • Krummi og Mosi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband