Að nálgast fullkomnun

StrætóLjúflingurinn hann Tommi, eða brosmildi bílstjórinn, sat undir stýri á strætó og við spjölluðum um þungarokk og fleira þar til kom að brottför. Hann spurði mig um mömmu hennar Ástu sem lenti í slysi á föstudaginn, keyrði út af í hálku við Grundartanga. Ásta fékk algjört sjokksímtal, þessi elska, þegar hún var nýkomin í vinnuna á Landspítalanum, vissi auðvitað ekkert um afdrif mömmu sinnar, og dreif sig í hvelli upp á Skaga. Mamman er sem betur fer ekki mikið slösuð. Þetta var greinilega skrýtinn föstudagur hjá fleirum ... eins og ég bloggaði um, sjálf kom ég tvisvar heim þann dag, í fyrra skiptið um tíuleytið til að senda mér vinnuskjal aftur. Þegar ég sagði Tomma það kom ekta Tommasvar: „Tvöföld ánægja,“ beljaði hann og hló.  

Ég fékk far með samstarfskonu upp í Mosó og var því komin svolítið fyrr og settist inn í vagninn. Þegar leið 15 kom og fólkið byrjaði að tínast inn í Skagavagninn hélt ég að röðin ætlaði engan endi að taka. Stóra rútan fylltist af fólki en allir fengu þó sæti.

AkranesSamvinna Strætó bs og Akranesbæjar hefur heldur betur slegið í gegn, sé það alltaf betur og betur. Heyri reyndar nöldur í sumum yfir því hvar stoppað er á Garðabrautinni þegar komið er úr Reykjavík, stoppistöðin þar er ein og við enda götunnar þannig að langflestir þurfa að labba spöl til baka. Næsta stoppistöð er svo steinsnar frá, eða hjá Hróa hetti. Kannski verður þessu breytt ef kemur í ljós að fleira fólk vill fara út, t.d. beint á móti stoppistöðinni sem flestir standa við á leið út úr bænum. Mér er persónulega alveg sama, ekki svo langt fyrir mig að fara.

Þetta strætódæmi er við það að nálgast fullkomnun eftir að endastöðin var færð frá Skútunni og aukabíllinn á morgnana bættist við. Fólk frétti fljótt að „hraðferðin“, sem mörgum var tíðrætt um, væri ekki hraðferð, heldur aukabíll og þá þagnaði allt nöldrið ... líka í mér. Hahhaha!

Heyri á bílstjórunum að þá langi til að leggja fyrr af stað í fyrstu ferð dagsins, margir farþegar ná ekki alltaf vögnunum sínum í Ártúni. Samt bíður reyndar heill strætó nr. 6 eftir hópnum þar. Einn farþeginn missti mætingabónus af því að hann kom korteri of seint og leið 6 fer ekki nálægt vinnunni hans. Bílstjórarnir okkar hugsa fyrst og fremst um að koma okkur öruggum á leiðarenda og taka enga sénsa, þessi krútt!  InLove


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

frábært að strætó er að virka einhvers satðar, maður heyrir ekki góða hluti um strætó hér í borginni

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 12.3.2007 kl. 19:30

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann virkar sko hér! Tilkoma hans varð til þess að ég flutti á Skagann! Er alsæl með hann. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 19:37

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það hefur örugglega mikið að segja ef vel er hugsað um starfsfólkið (bílstjórana), þeir hugsa þá vel um okkur ... Vona að þeir séu á góðum launum, þetta er örugglega ekki auðvelt starf þótt sumir haldi það!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 21:17

4 Smámynd: bara Maja...

Það væri frábært að geta tekið strætó í vinnuna, getað slakað á og látið einhvern annan um stressið...

bara Maja..., 12.3.2007 kl. 22:06

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

Enginn strætó á Blönduósi haha

Gerða Kristjáns, 12.3.2007 kl. 23:52

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æææææ! Gerða mín. Prófaðu að hoppa um borð í Norðurleið og þá líður þér eins og mér ... heheheh! Það veitir ekki af stórri rútu undir allt þetta fólk þannig að ferðalagið á milli er ansi þægilegt! Sjúkk!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 12.3.2007 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.1.): 56
  • Sl. sólarhring: 58
  • Sl. viku: 883
  • Frá upphafi: 1515978

Annað

  • Innlit í dag: 37
  • Innlit sl. viku: 737
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband