13.3.2007 | 12:23
Frændur í uppáhaldi og handklæðin bíða spennt
Jæja, hádegishlé. Engin strætóferð í morgun, ekkert fjör, bara stöku mjá. Vinn oft heima á þriðjudögum og verður vel úr verki.
Ég bíð nú spennt með straujuð, ilmandi handklæði í bunkum til að setja í gluggana, á ekki að koma svo vitlaust rok í kvöld með rigningu? Alltaf spennandi í himnaríki! Ég fæ að njóta lekra glugga fram á sumarið en þá verður gert við. Held að ég bíði með að láta setja nýja gluggakistu þar til það er búið. En draumurinn um stóra gluggakistu með púðum og kósíheitum er fallinn um sjálfan sig þar sem svalirnar skyggja á helming útsýnis. Það er víst ekki hægt að bæði halda og halda, myndi fólkið segja sem segir alltaf: Svona er lífið!
Það stendur til að kíkja loksins á tvíburana, nýjustu ættargimsteinana, núna á laugardaginn ef það hentar vel, held að Hilda sé búin að boða komu okkar.
Alltaf þegar ég hef ætlað að fara fæ ég kvef og verð þar með óhæf til að heimsækja litla, viðkvæma gullmola.
Þeir fara í aðra aðgerðina sína núna 2. maí, daginn fyrir 25 ára afmæli móðurinnar. Þá verða þeir enn sætari ... ef það er hægt. Mér finnst þeir algjört æði.
Ísak er vinstra megin og Úlfur til hægri.
Davíð er enn á spítalanum, búinn að fá tvær af fjórum límsprautum í gegnum drenið (Björn Bjarnason mun skilja þetta læknamál). Bara morfín og læti! Eins gott að þetta gangi upp fyrir 28. mars en þá verður Davíð 18 ára og fullorðinn! Þann dag hætta læknarnir að gefa honum sleikjó fyrir að vera duglegur og hjúkkurnar sprauta hann án nokkurrar miskunnar. Þannig er að verða fullorðinn. Harkan sex.
Davíð las það sem ég skrifaði um hann um daginn og var rosalega ánægður með allar kveðjurnar frá fullkomnu bloggvinum mínum ... og Hilda sagðist hafa lesið þetta nokkrum sinnum ... og sagði að sér liði svo vel þegar hún læsi bataóskirnar og -kveðjurnar. Vildi bara að þið vissuð að fallegu orðin komust á leiðarenda og unnu gott verk.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.1.): 26
- Sl. sólarhring: 116
- Sl. viku: 689
- Frá upphafi: 1516039
Annað
- Innlit í dag: 26
- Innlit sl. viku: 567
- Gestir í dag: 26
- IP-tölur í dag: 25
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
tilvonandi prakkarar,hehe tek að mér þjálfun i prakkaraskap hehehe
Ólafur fannberg, 13.3.2007 kl. 12:29
Þeir verða sendir til þín í þjálfun strax sex ára!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 12:31
Fallegt af þér að nefna Hildu og Davíð ætlaði einmitt að fara að spyrja þig hvað væri að frétta og hvernig gengi í líminu Bestu batnaðaróskir til ykkar
Magga (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:09
Æi litlu krúttin!! En það verður víst að laga allt... ekki má fólk vera öðruvísi í þessum fullkomna heimi
Heiða B. Heiðars, 13.3.2007 kl. 13:17
Þeir eru algjör krútt og vonandi gengur þeim vel í aðgerðinni. Það er heldur ekki leiðinlegt að komast að því að Davíð á sama afmælisdag og ég. Skilaðu kveðju til hans í límið en ég á líka litla frænku á Akureyri sem verður líka 18 ára þennan dag. Greinilega einn besti dagur ársins
kikka (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:31
Elsku litlu krúttin með stóru augun sín. Ummm langar að knúsa þá og halda á þeim og finna babylyktina. Æi á að fara að meiða þá? Ég sendi mömmunni og allri fjölskyldunni kveðjur um að allt muni fara á besta veg, sem ég er ekki í vafa um. Þvílíkir litlir regndropar.
Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 13:54
Heiða, þetta er sko ekki bara fegrunaraðgerð, þeir eru líka með klofinn góm. Það hefur t.d. verið mjög erfitt að gefa þeim að drekka, þeir hafa þurft að vera sitjandi við það. Mér finnst sætt af þeim að vera samstiga í þessu, eins og öðru, þeir eru tvíeggja og hreint ekkert líkir. Mér finnst Úlfur mjög líkur í mína ætt og Ísak líkist föðurættinni sinni. Ég get ekki beðið eftir að hitta þessar elskur með stóru augun! Þeir eru farnir að hlæja út í eitt ... Ohhhhh, hvenær kemur laugardagurinn?
Mun skila öllum bataóskum til Davíðs jafnóðum! Hann kíkir á bloggið mitt reglulega, þessi elska. Og mamma Úlfs og Ísaks líka. Svona fallegar kveðjur hlýja alltaf um hjartarætur, líka gömlum frænkum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:17
vonandi gengur allt í sögu hjá þessum litlu englum. mundi samt huxa það aðeins betur hvort hann ólafur okkar er rétti maðurinn í prakkarakennsluna... hann er að fara að synda með krókódílum mannstu
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 14:21
Ójá, takk Kleópatra fyrir þessa viðvörun. Læt drengina bíða alla vega til sjö ára aldurs með krókódílasundið. Eða jafnvel 17 ára ... Eða leyfi foreldrunum að ráða. Hmmm, sorrí Fannberg.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:28
Litlu englarnir, megi þetta ganga vel hjá þeim .... algjörir ljónsungar
www.zordis.com, 13.3.2007 kl. 21:41
Alltaf þarf Kléó að.......
Ólafur fannberg, 14.3.2007 kl. 08:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.