Frændur í uppáhaldi og handklæðin bíða spennt

Jæja, hádegishlé. Engin strætóferð í morgun, ekkert fjör, bara stöku mjá. Vinn oft heima á þriðjudögum og verður vel úr verki.

Ég bíð nú spennt með straujuð, ilmandi handklæði í bunkum til að setja í gluggana, á ekki að koma svo vitlaust rok í kvöld með rigningu? Alltaf spennandi í himnaríki! Ég fæ að njóta lekra glugga fram á sumarið en þá verður gert við. Held að ég bíði með að láta setja nýja gluggakistu þar til það er búið. En draumurinn um stóra gluggakistu með púðum og kósíheitum er fallinn um sjálfan sig þar sem svalirnar skyggja á helming útsýnis. Það er víst ekki hægt að bæði halda og halda, myndi fólkið segja sem segir alltaf: Svona er lífið!

Ísak og Úlfur 3 mánaðaÞað stendur til að kíkja loksins á tvíburana, nýjustu ættargimsteinana, núna á laugardaginn ef það hentar vel, held að Hilda sé búin að boða komu okkar.

Alltaf þegar ég hef ætlað að fara fæ ég kvef og verð þar með óhæf til að heimsækja litla, viðkvæma gullmola.

Þeir fara í aðra aðgerðina sína núna 2. maí, daginn fyrir 25 ára afmæli móðurinnar. Þá verða þeir enn sætari ... ef það er hægt. Mér finnst þeir algjört æði.

 
Ísak er vinstra megin og Úlfur til hægri.

 
Davíð er enn á spítalanum, búinn að fá tvær af fjórum límsprautum í gegnum drenið (Björn Bjarnason mun skilja þetta læknamál). Bara morfín og læti! Eins gott að þetta gangi upp fyrir 28. mars en þá verður Davíð 18 ára og fullorðinn! Þann dag hætta læknarnir að gefa honum sleikjó fyrir að vera duglegur og hjúkkurnar sprauta hann án nokkurrar miskunnar. Þannig er að verða fullorðinn. Harkan sex.

Davíð las það sem ég skrifaði um hann um daginn og var rosalega ánægður með allar kveðjurnar frá fullkomnu bloggvinum mínum ... og Hilda sagðist hafa lesið þetta nokkrum sinnum ... og sagði að sér liði svo vel þegar hún læsi bataóskirnar og -kveðjurnar. Vildi bara að þið vissuð að fallegu orðin komust á leiðarenda og unnu gott verk.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

tilvonandi prakkarar,hehe tek að mér þjálfun i prakkaraskap hehehe

Ólafur fannberg, 13.3.2007 kl. 12:29

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þeir verða sendir til þín í þjálfun strax sex ára!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 12:31

3 identicon

Fallegt af þér að nefna Hildu og Davíð ætlaði einmitt að fara að spyrja þig hvað væri að frétta og hvernig gengi í líminu Bestu batnaðaróskir til ykkar

Magga (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:09

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Æi litlu krúttin!! En það verður víst að laga allt... ekki má fólk vera öðruvísi í þessum fullkomna heimi

Heiða B. Heiðars, 13.3.2007 kl. 13:17

5 identicon

Þeir eru algjör krútt og vonandi gengur þeim vel í aðgerðinni. Það er heldur ekki leiðinlegt að komast að því að Davíð á sama afmælisdag og ég. Skilaðu kveðju til hans í límið en ég á líka litla frænku á Akureyri sem verður líka 18 ára þennan dag. Greinilega einn besti dagur ársins

kikka (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 13:31

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Elsku litlu krúttin með stóru augun sín.  Ummm langar að knúsa þá og halda á þeim og finna babylyktina.  Æi á að fara að meiða þá? Ég sendi mömmunni og allri fjölskyldunni kveðjur um að allt muni fara á besta veg, sem ég er ekki í vafa um.  Þvílíkir litlir regndropar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 13.3.2007 kl. 13:54

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heiða, þetta er sko ekki bara fegrunaraðgerð, þeir eru líka með klofinn góm. Það hefur t.d. verið mjög erfitt að gefa þeim að drekka, þeir hafa þurft að vera sitjandi við það. Mér finnst sætt af þeim að vera samstiga í þessu, eins og öðru, þeir eru tvíeggja og hreint ekkert líkir. Mér finnst Úlfur mjög líkur í mína ætt og Ísak líkist föðurættinni sinni. Ég get ekki beðið eftir að hitta þessar elskur með stóru augun! Þeir eru farnir að hlæja út í eitt ... Ohhhhh, hvenær kemur laugardagurinn? 

Mun skila öllum bataóskum til Davíðs jafnóðum! Hann kíkir á bloggið mitt reglulega, þessi elska. Og mamma Úlfs og Ísaks líka. Svona fallegar kveðjur hlýja alltaf um hjartarætur, líka gömlum frænkum ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:17

8 identicon

vonandi gengur allt í sögu hjá þessum litlu englum. mundi samt huxa það aðeins betur hvort hann ólafur okkar er rétti maðurinn í prakkarakennsluna... hann er að fara að synda með krókódílum mannstu

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 14:21

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ójá, takk Kleópatra fyrir þessa viðvörun. Læt drengina bíða alla vega til sjö ára aldurs með krókódílasundið. Eða jafnvel 17 ára ... Eða leyfi foreldrunum að ráða. Hmmm, sorrí Fannberg.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 14:28

10 Smámynd: www.zordis.com

Litlu englarnir, megi þetta ganga vel hjá þeim .... algjörir ljónsungar

www.zordis.com, 13.3.2007 kl. 21:41

11 Smámynd: Ólafur fannberg

Alltaf þarf Kléó að.......

Ólafur fannberg, 14.3.2007 kl. 08:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.1.): 26
  • Sl. sólarhring: 116
  • Sl. viku: 689
  • Frá upphafi: 1516039

Annað

  • Innlit í dag: 26
  • Innlit sl. viku: 567
  • Gestir í dag: 26
  • IP-tölur í dag: 25

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Einarsbúð
  • Þægilegt líf í 11 mín.
  • Í Ikea

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband