Löðrandi í kynþokka og karlmennsku ...

Eiríkur HaukssonÉg steingleymdi aðalatriðinu í síðustu færslu. Horfði á Eirík flytja Evróvisjónlagið rétt áður en ég fór að sofa og dreymdi ekkert nema sæta karla í nótt. Myndbandið er löðrandi í kynþokka og karlmennsku. Mér finnst það ÆÐI! Hafði bara heyrt lagið sjálft einu sinni eða tvisvar og varð ekki vör við mikinn mun eftir breytingar. Ef „æstar“ konur í Evrópu gefa þessu lagi ekki 12 stig verð ég illa svikin. Hehehehhehe! Mikið eigum við nú sæta menn hérna á Íslandi!

Skrapp niður í bæ, 101 Akranes, og fór á kaffihúsið. Ætlaði síðan að hitta konu og taka stutt viðtal við hana en hún svarar ekki í símann í augnablikinu. Hefði kannski átt að hringja oftar eða finna heimasímann. Ekki heyri ég næstum því alltaf í gemsanum mínum.

Strætó að komaHafði nú samt gott af bæði strætóferð og göngutúr og ætla að halda áfram að vinna. Bíð bara eftir því að stúlkan/konan bregðist við 3 missed calls! Sá í fyrsta skiptið leigubílinn á Akranesi, þennan eina. Hann brunaði fram hjá mér þegar ég beið eftir strætó heim.

Ljúfi, góði innanbæjarbílstjórinn minn ók mér heim og ég gat þakkað honum fyrir kaffibollan og múffuna um daginn. Þessir litlu hlutir gefa lífinu gildi og gleðja svo mikið. Ég hótaði honum hefndum, eða að splæsa á hann næst, en hann sagði mér að vera ekkert að stressa mig á því. Bíði hann samt bara. Kom við í Bónusvídeói til að kaupa strætósígarettur. Ég hef megnustu andstyggð á reykingum ... en í gegnum árin hef ég komist að því að ekkert flýtir komu strætó jafnmikið og það að kveikja sér í! Jamm! Eða þannig. Ég þakkaði manninum í búðinni fyrir að vera svona duglegur alltaf hreint við að selja Vikuna! Þorir ekki annað fyrst gamla skólasystirin hans er ein gribban þar, eða ég hugsa það.

Jæja, síminn minn var að hringja og það var viðmælandinn sem ekki hafði heyrt í gemsanum sínum. Best að fara að drífa sig í viðtalið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svava S. Steinars

Búin að týnast algerlega í flutningsveseni, bý í kössum og er ekki nettengd !!! Því ekki séð þitt ástkæra blogg í langan tíma !!! Íííík !  Kem með söguna af þessu næstu daga ef ég næ einhverntímann sambandi við btnet til að flytja netið mitt.  FNYS  Missti af Eiríki en skilst að hann sé orðinn dökkhærður.  Eyðileggur það ekki sjarmann ?

Svava S. Steinars, 13.3.2007 kl. 15:35

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það var viðtal við hann Eirík á Bylgjunni hann sagði að þetta hefði verið missheppnað, hann vonast til að fá hárið aftur rautt þegar hann fer í keppnina.

Kristín Katla Árnadóttir, 13.3.2007 kl. 17:16

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð nú meiri kynþokkahatararnir ... hehehehehe, nema Svava!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 17:36

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

ég segi nú bara eins og ónefnd persóna: "Eiríkur er alltaf flottur, væri jafnvel flottur að syngja jólalög á norsku!"

 hehe

Hrönn Sigurðardóttir, 13.3.2007 kl. 17:48

5 identicon

Meira að segja ég verð að játa að það er eitthvað við hann Eirík. Hann er alvöru töffari. Alveg sama hvað hann gerir, hann er alltaf töff

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:02

6 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Mér finnst að hárið eigi bara að fá að vera rautt... grrrr alíslenkst. Myndbandi fannst mér flott engu að síður

Eydís Rós Eyglóardóttir, 13.3.2007 kl. 19:15

7 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Eiríkur er hetja, finnst hann flottur og svo syngur hann líka bara "fjári" vel. Viss um að hann fær góðar viðtökur á norðurlöndum, því hann hefur verið svo skemmtilegur líka í "Euro þáttunum" sem ég man ekki hvað heita. Nordmen elsker han også og det hjelper, ikke tvil :) Heia Eiríkur, en já ... hann á að vera rauðhærður

Hólmgeir Karlsson, 13.3.2007 kl. 23:08

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hann VERÐUR að vera rauðhærður, annað er svindl! Skilst að hárlitun hafi klikkað en öllu verður kippt í lag fyrir 12. maí ... ætla alla vega rétt að vona það!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 23:19

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér finnst hann meiriháttar eðaltöffari sem vekur upp kenndir hjá konu um....

Ehemmm...og já endilega rauðhærður!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 00:17

10 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hvar get ég nálgast myndbandið með honum Eiríki? Ég er svo útúr Eurovision, ekki búin að sjá það í meira en 10 ár, en sakna þess svo. Ég man samt sem áður eftir Eiríki, var hann ekki í fyrstu keppninni sem að Ísland keppti í einhverntíman 1980 eitthvað?

Alltaf jafn gaman að lesa pistlana þína, og takk fyrir að fylgjast með mínu litla lífi

Bertha Sigmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 05:50

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Bertha mín. Farðu inn á ruv.is, þetta var sýnt í Kastljósi 12. mars sl. Þar sá ég þetta og slefaði einhver ósköp. Heheheheh!

Ég hef bara einstaklega gaman af því að heimsækja þig á síðuna þína og finnst þú mikil merkismanneskja elskan mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 11:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 72
  • Sl. viku: 550
  • Frá upphafi: 1530837

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 359
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband