13.3.2007 | 18:14
Tveir kettlingar og "hefnd" strætisvagnafarþegans
Mikið var ég tryllingslega heppin. Tveir litlir kettlingar eiga heima þar sem ég tók viðtalið áðan. Strætó stoppaði svo við húsið og ég ákvað bara að taka hringinn með honum á leið heim, fínar dömur labba ekki langar leiðir í roki og rigningu. Hoppaði þó út við Skrúðgarðinn og keypti cappuccino og súkkulaðistykki fyrir ljúfa innanbæjarbílstjórann. Rétt svo náði honum uppi á horni sjö mínútum síðar.
Ef ég sofna ekki í kvöld veit ég að það er óverdós af kaffi að kenna.
Vissi að það yrðu ekki allir sammála mér með Evróvisjónlagið ... það verður bara að hafa það en ég hefndi mín með því að kalla þessar tvær sem mótmæltu kynþokkahatara. Ef lagið verður rokkað meira upp hugsa einhverjir með sér að það gangi ekki að láta rokklag sigra tvö ár í röð. Eða hvað? Þessi keppni er svo óútreiknanleg. Við höfum sent sannkölluð sigurlög í keppnina ár eftir ár og oftast gengið illa.
Brooke og Taylor keppa enn um hylli hönksins í boldinu. Hvor um sig fékk einkaviðtalstíma hjá honum í þættinum áðan þar sem þær lýstu ást sinni til hans og ástæðu þess að hann ætti að velja þær. Munur að vera svona eftirsóttur. Ætla að prófa að vera með svona viðtalstíma í Skrúðgarðinum á mánudögum milli 17 og 18. Skyldi einhver sætur karl mæta? Það væri nú gaman. Ef hönkið velur ljóshærðu konuna, Brooke, mun ég velja dökkhærða manninn og öfugt. Held að dökkhærðir menn um allt land þurfi að fara að pússa brúðkaupsskóna. Ja, hvað sagði aftur Anna frænka, miðillinn sem sá í gegnum holt og hæðir, ... tilvonandi minn verður víst ljóshærður og með ættarnafn.
Þar fór í verra. Jude Law er alls ekki mín týpa!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 8
- Sl. sólarhring: 72
- Sl. viku: 554
- Frá upphafi: 1530841
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 363
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 7
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Jude Law er svona augnakonfekt en einhvern veginn alltof kvenlegur til að verða eitthvað meira .. eða það finnst mér... leggjum höfuðið í bleyti og finnum einhvern hönk sem er alvöru karlmaður og með flott ættarnafn ....
Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 13.3.2007 kl. 18:26
Ég vil nú helst einhvern íslenskan, ég er sko enginn kynþokkahatari eins og sumar skvísur hér á blogginu sem dissuðu myndbandið með Eiríki Haukssyni.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 18:40
Clooney slær Jude við, spurning hvort að hann sé fánlegur til að breita um háralit.
Eydís Rós Eyglóardóttir, 13.3.2007 kl. 19:12
Goggi er líka nær mér í aldri en Jude, held ég. Brad Pitt er nú ljóshærður en hann er á föstu.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 19:16
Líst ekki á Judda, er fekar Georgie girl, mér líst samt vel á Eirík í Euróvisjón. Viss um að við komumst langt þetta árið, finn það á mér. Ég verð illa svikinn ef það rætist ekki.
Margrét Annie Guðbergsdóttir, 13.3.2007 kl. 21:27
æ ... hallast bara að þessum íslensku eftir að ég sá myndbandið með Eiríki ... vil frekar einn alvörunni en einhvern úr glyskenndum gerviheimi. Þarf þó að hugsa þetta betur ef mér byðist nú Goggi karlinn. Hann hefði gott af því að búa á Skaganum og vinna í Járnblendinu eða sem strætóbílstjóri!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 22:01
Ætli ég sé ein um að hafa ekki séð myndbandið með Eika bleika,,, verð bara að fara að skoða það til að vera viðræðuhæf á bloggheimum
bara Maja..., 13.3.2007 kl. 22:02
Ég verð að játa að ég hef heldur ekki séð umrætt myndband, sofnaði áður en Kastljósið var endursýnt í gærkvöldi. En ég hef það eftir MJÖG áræðanlegum heimildum að það er EKKI búið að lita hárið á okkar manni, það var birtan eða birtuleysið sem fór svona með rauða litinn.
Gurrí, ekki hugsa tvisvar um gaura eins og þennan sykurpúða (Judda). Hann mun víst vera heldur fjölþreyfinn fyrir svona penar eins-manns konur
. Svo er mér sagt að um leið og maður hættir að hugsa um að mann vanti mann - þá komi einmitt einhver sem smellpassar í hlutverkið sem maður var búin að gleyma að vantaði í!!
Vilborg Valgarðsdóttir, 13.3.2007 kl. 22:23
Þetta er nú meira bara í nösunum á mér. Ég sárvorkenni þeim vesalings manni sem myndi reyna að fara á fjörurnar við mig ... í alvöru. Það yrði strembið verkefni! Heheheh! Bloggvinirnir og kettirnir eru eins og besti eiginmaður!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 22:30
Að þeim degi sem hann birtist með selshreifa í munni og kastar sér skeljarnar ... með dobíu af ullar treflum sem móðir hans hannar og selur í kolaportinu um helgar! Mæ, God þvílíkt hönk! Þú kemur til með að ganga í uppbrettum sokkum með heimaprjónaða glæsitrefla .............
www.zordis.com, 13.3.2007 kl. 22:48
Zordís, ertu nokkuð spákona? Ég er svolítið veik fyrir treflum en þetta er kannski tú möts ...
Guðmundur, ef ég vaki mikið lengur þá vaki ég með þér ef þú vakir mikið lengur ... skilurðu þetta, heillin mín? Hehehhe, varla ég!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 23:12
Ég fer nú bara að verða mesta lumman af öllum hérna í bloggheimum.....ég drekk ekki kaffi (er hægt að fá heitt súkkulaði þarna í Skrúðgarðinum?), hef ekki séð eitt einasta lag af þessu Eurovision dóti og finn aldrei neitt sniðugt, töff og kúl til að kommenta með.......ég þarf að fara að dusta af sönglagabókinni og syngja fyrir þig eins og Guðmundur
Gerða Kristjáns, 13.3.2007 kl. 23:13
Þú ert sko engin lumma ... og já, það er hægt að fá heitt súkkulaði með rjóma! Hlakka til að hugsa um þig syngja fyrir mig. FLott að fá dúett með ykkur Guðmundi!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 13.3.2007 kl. 23:18
Þú lætur vita ef eitthvað kemur út úr þessum viðtalstímum hjá þér. Það er alltaf gott að kunna ýmsa hluti og kunna ýmsar leiðir - og ef árangurinn verður jákvæður ... þá er um að gera að dreifa gleðinni og láta aðra vita...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 01:32
Alltaf jafn skemmtilegt að lesa skrifin þín
en svei mér þá ég held ég ætti að fara að lesa þau á morgnana en ekki miðjar nætur...
...maður getur nú æsts upp við að lesa skrif um svona mikið af föngulegum karldýrum...
..kanski minn karl fái bara að njóta góðs af því.
Agný, 14.3.2007 kl. 01:33
...var að horfa á myndbandið með Eiríki, skil ekki alveg hvað er málið, það eru engir litir í því af hverju ætti hárið á honum að vera rautt þegar engir litir eru í umhverfinu heldur?
Svo er Eiríkur ALLTAF flottur, svakalega flottur, myndi skipta Georg út fyrir Eirík
Hrönn Sigurðardóttir, 14.3.2007 kl. 11:49
Woman you make my day
. Í orðsins örgustu.
Gurrí ætli við séum skyldar? Sá þig skrifa um "hertahandavinnupokaheilkennið". Sá frasi hefur reyndar fengið vængi. Eftir miðja síðustu öld í handavinnupokaskyldunáminu tók 13 ára systir mín, illa haldin af gelgju að kalla pabba þetta. Maðurinn átti það til að læsa veskinu sínu og henda lyklinum. Enda sjö ungar konur í mikilli fjárþörf á ferðinni.
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 11:52
Heheheh, Jenný ... ég sá fyrir mér svona herptan handavinnupoka ... sem líkist munnsvipnum á fólki sem er soldið leiðinlegt ... með fullri virðingu fyrir handavinnupokum. hehehehhe! Sjö ungar konur!!! VÁ, VÁ, VÁ!!! Heppin!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 12:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.