Vinstrivarúð, hægrihætta, miðjumartröð?

VeturFór úr köldu vori á Skaganum í vetrarríkið Reykjavík ... alla vega er hvít jörð hérna uppi í fjöllum (Lynghálsi). Sjórinn heima var hvítur svo langt sem augað eygði, frussaðist og freyddi. Algjört æði. Hefði alveg verið til í að vera heima í dag og horfa.

Lenti í skrýtnu bæði í gærkvöldi og í morgun ... ef ég sneri höfðinu til hægri svimaði mig, veit ekki hvort hér er um að ræða vöðvabólgu eða kommadraug. Er þetta viðvörun um að kjósa kommaskrattana frekar en íhaldsormana? Hvernig voru slagorðin aftur í gamla daga ... Varúð til vinstri. Hætta til hægri! (Nýyrði: Martröð fyrir miðju?) 

SumarTók ekki strætó fyrr en undir 10 í morgun vegna svimans ... ég sver að ég er ekki ólétt.

Það var virkilega gaman að ferðast í björtu sem minnir á að vorið er á næsta leiti og það styttist í að maður vakni í björtu! Jibbí!!!  

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

.....hlakka svo til að fá birtuna og hlýjuna...

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 12:32

2 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Var þessi svimatýpa í nokkra mánuði - nú er það farið - kannski er Pilates að hjálpa eitthvað...... allavega - er ekki málið bara að halda höfði, gerast verkfræðingur (rörsýn) og taka staðfasta ákvörðun áður en þú ferð framúr - svona til þess að þurfa ekki að líta til hliðar - þann daginn!!

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 14.3.2007 kl. 15:11

3 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð hvað ég hlakka til vorsins og allt verður bjart.

Kristín Katla Árnadóttir, 14.3.2007 kl. 15:14

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bara að kíkja.

ljós héðan frá lejre

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 14.3.2007 kl. 15:27

5 Smámynd: Bertha Sigmundsdóttir

Hér kvarta ég bara undan hita, vorið komið og nú þegar orðið allt of heitt að mínu mati. Dóttir mín segir við mig í gærkveldi að það sé óréttlátt að það snjói ekki hér í San Jose, Norður Kaliforníu. Ég sagði við hana að kannski ef við verðum heppnar, þá sjáum við smá snjó í fjöllunum á Íslandi í sumar (að vona að það verði smá eftir svo að hún verði ánægð, greyið)

Mér finnst alltaf æðislegt að líta hér inn og sjá fallegu myndirnar hjá þér, sérstaklega af sjónum, ég sakna hans sko mikið, það tekur mig 50 mínútur að keyra að sjónum hér.

Sendi smá hlýju til þín, vona að hún ylji þér í þessum kulda á Fróni

Bertha Sigmundsdóttir, 14.3.2007 kl. 15:55

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk fyrir hlýjuna Bertha mín og ég vona að það verði snjór í fjöllum þegar þið komið. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 17:16

7 identicon

Greinilega búið að vera kaldur vetur og oft frost, búin að sjá einstaklega mikið af norðurljósamyndum undanfarið, snjórinn alltaf svo fallegur og veitir birtu en vorið hlýtur að vera á næsta leiti

gurrygudfinns (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 19:23

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það ætla ég að vona, nafna mín, en veturinn hefur samt alltaf sinn sjarma.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 19:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.8.): 15
  • Sl. sólarhring: 71
  • Sl. viku: 561
  • Frá upphafi: 1530848

Annað

  • Innlit í dag: 15
  • Innlit sl. viku: 370
  • Gestir í dag: 15
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband