14.3.2007 | 17:48
Sætir strákar, brjálað brim og ekki minna brjálað bold
Kaffihúsið var fullt af sætum strákum þegar ég kom þangað áðan. Hélt að ég hefði sagt að viðtalstímar væru á mánudögum ...
Var í fylgd með strætóvini (sem gæti verið sonur minn), gaf honum heitt súkkulaði, fékk mér latte sjálf og svo héldum við niður á Vesturgötu í brimskoðun. Þar var vitlaust brim, alveg kolgeggjað! Hann hélt sína leið, býr rétt hjá Bíóhöllinni, en ég fór út að sjó fyrir neðan sjúkrahúsið, stalst inn á lóð hjá fólki sem hefur eflaust orðið skíthrætt en ég reyndi að labba á landamærum tveggja lóða. Vá, þetta var stórkostlegt, margra metra háar öldur og sketturnar enn hærri! Viðurkenni það alveg þótt þetta sé Ellýjarmegin á Skaganum. Verst að myndavélin var ekki með í för. Hafði heilar tíu mínútur þarna áður en strætó kom. Brimið hérna megin var lágreistara og engin rif til að skella á. Samt flott!
Tók eina hvítfyssandi mynd.
Frétti að nú væri bannað að taka með sér kaffi í strætó, einhver hefur kannski hellt niður eða skilið tómt götumálið (pappaglasið) eftir á gólfinu. Algjör synd. Skil þetta með ís og börn en fullorðið fólk ætti að geta notað ruslafötur og passað að hella ekki niður. Ég hef fengið að taka kaffið með í Reykjavíkurstrætó í mörg ár. Kannski er ég svona gribbuleg á svipinn ...
Svo sagði bílstjórinn mér að þetta væri bara rugl með svona fáar stoppistöðvar á Garðabrautinni. Málið væri bara að það væri dýrt að setja skilti beggja vegna götunnar ... og ef þetta væri rétt ætti hann t.d. ekki að hleypa fólki út hjá Hróa hetti á leið frá Reykjavík, þar er ekkert skilti ... og þá er nú ansi langt í næstu stoppistöð.
BOLDIÐ:
Brooke er afar áhyggjufull ... velur Ridge hana eða Taylor, geðlækninn geðþekka með varirnar? Giska á að þetta verði dregið á langinn í nokkrar vikur ... æ æ. Nú er blaðamannafundur í gangi og Taylor kynnt til sögunnar sem risin upp frá dauðum.
Hvorri þeirra ertu giftur í alvörunni? spyr leiðindablaðasnápur.
Við vitum að Brooke er baksviðs, hvers vegna felur þú hana?
Brooke birtist.
Hvernig líður þér yfir því að eiginkona mannsins þíns sneri aftur?
Ridge ætlar að eyða degi með hvorri fyrir sig í strandhúsinu til að eiga betra með að velja ... djísús!
Þeir sem virkilega fylgjast með þessum þáttum ættu síðan ekki að lesa lengra ...
Í þáttunum í Ammríkunni eru Taylor og Nick farin að draga sig saman ... og Phobee (annar tvíburinn þeirra Ridge og Taylor) og Rick (hálfbróðir Ridge (ekki blóðskyldur) og sonur Brooke) líka farin að draga sig saman. Þegar Rick var í sambandi við Amber (þessa sem er horfin úr þáttunum) og eignaðist með henni barn þá voru tvíburarnir ungbörn. Á c.a. þremur eða fjórum árum urðu þær gjafvaxta. Snilldarþættir!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (5.8.): 29
- Sl. sólarhring: 71
- Sl. viku: 575
- Frá upphafi: 1530862
Annað
- Innlit í dag: 29
- Innlit sl. viku: 384
- Gestir í dag: 29
- IP-tölur í dag: 20
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
-
Katrín Snæhólm Baldursdóttir
-
Þröstur Unnar
-
Anna Ólafsdóttir Björnsson
-
Helga Magnúsdóttir
-
Fjóla Æ.
-
Sumarbúðirnar Ævintýraland
-
Jóna Á. Gísladóttir
-
Steingerður Steinarsdóttir
-
Bertha Sigmundsdóttir
-
Svava S. Steinars
-
Guðrún Jóhannesdóttir
-
Vésteinn Valgarðsson
-
Heiða B. Heiðars
-
Lára Hanna Einarsdóttir
-
Baldvin Jónsson
-
Jens Guð
-
www.zordis.com
-
Elín Arnar
-
Andrés.si
-
Vefritid
-
Kristín M. Jóhannsdóttir
-
Saumakonan
-
Laufey B Waage
-
Ingibjörg Gunnarsdóttir
-
krossgata
-
Kristján B. Jónasson
-
percy B. Stefánsson
-
Ólafur fannberg
-
gua
-
Anna Gísladóttir
-
Hlynur Jón Michelsen
-
Jón Svavarsson
-
Brynjar Svansson
-
Gyða Dröfn Tryggvadóttir
-
Gunna-Polly
-
Hólmgeir Karlsson
-
Sigríður Jósefsdóttir
-
Svala Jónsdóttir
-
Katrín Anna Guðmundsdóttir
-
Eva Þorsteinsdóttir
-
Hrönn Sigurðardóttir
-
halkatla
-
Guðný M
-
Einar Vignir Einarsson
-
Ingibjörg Stefánsdóttir
-
Kristín Björg Þorsteinsdóttir
-
Vilborg Valgarðsdóttir
-
Þóra Guðmundsdóttir
-
Inga Dagný Eydal
-
Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
-
Helga Guðrún Eiríksdóttir
-
Kristín Katla Árnadóttir
-
Birna Mjöll Atladóttir
-
Ingibjörg R Þengilsdóttir
-
Hrólfur Guðmundsson
-
Halla Rut
-
Brynja Hjaltadóttir
-
Eyþór Árnason
-
Guðrún Vala Elísdóttir
-
The baristas
-
Helgi Már Barðason
-
Eydís Rós Eyglóardóttir
-
Guðný Jóhannesdóttir
-
Ásta Kristín Norrman
-
Anna Sigríður Guðmundsdóttir
-
Kolgrima
-
Huld S. Ringsted
-
Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
-
HAKMO
-
Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
-
Bradshaw
-
Kolbrún Baldursdóttir
-
Ásta Björk Solis
-
Margrét Guðjónsdóttir
-
María Anna P Kristjánsdóttir
-
Rebbý
-
Kjartan Pétur Sigurðsson
-
Markús frá Djúpalæk
-
Bogi Jónsson
-
Alheimurinn
-
Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
-
Svala Erlendsdóttir
-
Kokkurinn Ógurlegi
-
Binnan
-
Daníel Halldór
-
Linda Linnet Hilmarsdóttir
-
Linda Lea Bogadóttir
-
Erna Friðriksdóttir
-
Kristín Erla Kristjánsdóttir
-
Katrín Ósk Adamsdóttir
-
Fiðrildi
-
Valgeir Ómar Jónsson
-
lady
-
Toby
-
Vera Knútsdóttir
-
Ragnar Páll Ólafsson
-
Sverrir Stormsker
-
Valdís Rán Samúelsdóttir
-
Kej
-
Ingigerður Friðgeirsdóttir
-
Sigvarður Hans Ísleifsson
-
Alexander Már Benediktsson
-
Alfreð Símonarson
-
Birna Dís
-
Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
-
Janus
-
Tinna Gunnarsdóttir Gígja
-
Eyrún Inga Þórólfsdóttir
-
Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
-
Elsa Rut Jóhönnudóttir
-
Þóra Sigurðardóttir
-
gudni.is
-
Ásgeir Rúnar Helgason
-
Sigurður Axel Hannesson
-
Inga Helgadóttir
-
Kjartan Pálmarsson
-
Hlynur Hallsson
-
Herdís Sigurjónsdóttir
-
Ása Hildur Guðjónsdóttir
-
Steingrímur Helgason
-
Sæþór Helgi Jensson
-
Sif Traustadóttir
-
Maddý
-
Turetta Stefanía Tuborg
-
Gúrkan
-
Gunnlaugur Stefán Gíslason
-
Ólöf María Brynjarsdóttir
-
Tiger
-
Hdora
-
Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
-
Brynja skordal
-
Edda Agnarsdóttir
-
Helga skjol
-
Mummi Guð
-
Kristín Einarsdóttir
-
Guðbjörg Ottósdóttir
-
Sæmundur Bjarnason
-
Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
-
Linda
-
Gylfi Guðmundsson
-
Handtöskuserían
-
Agnes Ólöf Thorarensen
-
Júdas
-
Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
-
Sigurbrandur Jakobsson
-
TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
-
Álfheiður Sverrisdóttir
-
Kjartan Magnússon
-
Bylgja Hafþórsdóttir
-
Vertu með á nótunum
-
Marilyn
-
Anna Mae Cathcart-Jones
-
Söngfuglinn
-
Dísa Gunnlaugsdóttir
-
Ónefnd
-
Ásta
-
leyla
-
Þórður Helgi Þórðarson
-
Jónína Rós Guðmundsdóttir
-
Anna Ragna Alexandersdóttir
-
Laufey Ólafsdóttir
-
Einar Indriðason
-
Gísli Tryggvason
-
Lilja G. Bolladóttir
-
Þorsteinn Briem
-
Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
-
Ragnheiður Ástvaldsdóttir
-
Eygló Sara
-
I. Hulda T. Markhus
-
Himmalingur
-
Íbúasamtökin Betra Breiðholt
-
Hildur Helga Sigurðardóttir
-
Aprílrós
-
Bókaútgáfan Salka ehf
-
Svetlana
-
Sigríður Guðnadóttir
-
Andrea
-
Jón Þór Bjarnason
-
Inga Sig
-
Sigríður Inga Sigurðardóttir
-
Einar Örn Einarsson
-
Heiður Helgadóttir
-
Guðrún Ágústa Einarsdóttir
-
Stella Jórunn A Levy
-
Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
-
Perla
-
Ingi Thor Jónsson
-
Sigríður Þórarinsdóttir
-
Vinir Tíbets
-
Pálmi Guðmundsson
-
cakedecoideas
-
Bwahahaha...
-
Bullukolla
-
Jónas Sen
-
Hildigunnur Rúnarsdóttir
-
Renata
-
Mamma
-
Bergljót Hreinsdóttir
-
Hrannar Baldursson
-
Letilufsa
-
Sigrún Jónsdóttir
-
Adolf Friðriksson
-
Björgvin R. Leifsson
-
Brúðurin
-
Guðrún Eggertsdóttir
-
Kristín Bjarnadóttir
-
Margrét Birna Auðunsdóttir
-
Methúsalem Þórisson
-
Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí ertu í alvörunni í Boldinu og hvað með bloggsápuna sem ég átti að vera í?
Jenný Anna Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 17:55
Tek undir með síðasta kvitti, hvað með bloggsápuna???
Sigríður Jósefsdóttir, 14.3.2007 kl. 17:58
Blogg and the bjútífúl ... um helgina. Persónurnar jafnmargar og fólkið í símaskránni, alla vega bloggvinirnir!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 18:20
ertu alveg búin að henda mér út á gaddinn? ég sem ætlaði að lofa þér að fá pólverja og svoleiðis....
Guðrún Vala (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 18:39
Já, Guðmundur ... þetta er alveg hryllilegt!!! Ég sendi líka innilegar samúðarkveðjur vestur!
Og Guðrún Vala, ég kíkti á þig í gær en var á hraðferð. Veit um nýju heimilishjálpina og svona ... Skal verða duglegri að kommenta hjá þér héðan í frá!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 18:49
Jenný ... ég sá hluta úr þætti einu sinni og bloggaði um það. EInhver heimtaði meira og ég leyfi þættinum að lulla á í sjónvarpinu. Finnst reyndar gaman að horfa á Nágranna en er aðallega að bíða eftir fréttunum. Við Gunna Pollý leitum að Amber ... en hún hvarf úr þáttunum eftir að hafa fundið Ridge minnislausan en klikkuð kona hafði rænt honum. Rauðhærð ... auðvitað!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 19:03
Brim OG sætir strákar! Greinilega gott að búa á Akranesi
Heiða B. Heiðars, 14.3.2007 kl. 19:09
Jammm!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 19:17
Sá Boldið fyrir svona 3-4.árum það er bara eins og maður hafi ekki misst af neinu ! Brooke og Taylor enn að berjast um Ridge
Karolina , 14.3.2007 kl. 19:32
Þetta eru bráðfyndnir þættir ... þú ert ekki að missa af miklu. Nýtt fólk kemur og er til skrauts í bili, börnin stækka með ljóshraða og demba sér í dramað! Eini kosturinn við þessa þætti er sá að kerlingarnar sem berjast um plasthönkið hljóta að vera komnar yfir fertugt (Brooke varð hálfgerð amma og þykja samt algjör kyntákn. Hér á Íslandi er okkur fleygt um fertugt ... nema af smekklegum alvörukörlum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 19:43
Mér finnst Taylor fallegri en Brooke ... en er þetta ekki orðið svolítið fram og aftur og fram og aftur og til baka og áfram til hægri og vinstri og aftur og fram dæmi með Ridge-Taylor-Brooke ... ?
Hlýtur að vera spennandi að vinna við svona þætti ...
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 14.3.2007 kl. 19:48
Já og geta alltaf notað næstum sama handritið aftur og aftur í áratugi....bara eins og Öldurnar hennar Gurríar sem hætta aldrei að koma að landi. Bara ekki hægt að losna við neinn...koma alltaf aftur og aftur..hehe.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 14.3.2007 kl. 19:51
Þetta er eins og lýsing á sönnum draumaprinsi ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 20:17
Hann getur verið flottur já, en mikið vildi ég óska að hann tæki ekki tollinn
Gerða Kristjáns, 14.3.2007 kl. 20:46
Hafið er það afl sem er hvað styrkast, aðdráttaraflið er tvímælalaust. Virkilega smart að sjá frissið!
www.zordis.com, 14.3.2007 kl. 20:49
Dæs "djúpt andvarp" geturu ekki smyglað með þér kaffi, haft það innanklæða og langt rör ?
Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 20:56
Jæja elskan, hvora heldurðu svo að Ridge velji, er þetta ekki búið að taka þrjár vikur, hann ætti kannski að gerast Múslimi og eiga þær báðar.
Pétur Þór Jónsson, 14.3.2007 kl. 21:18
Welll, drekk nú alltaf mitt kogarakaffi (með spritti út í) áður en ég yfirgef himnaríki á morgnana. Hefði ekkert á móti góðum latte frá Skrúðgarðinum ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:18
Ég öfunda þig af frábæra útsýninu. Það hlýtur líka að vera notalegt að heyra brimhljóðið. Jafnvel sofna við það...
Ég skrapp í Reykjanesvirkjun sama dag og þú tókst myndina af briminu. Ég hef aldrei séð eins mikið brim þar á ströndinni, og þó er ég búinn aka þessa leið út í virkjun hátt í hundrað sinnum.
Ágúst H Bjarnason, 16.3.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.