Skemmtileg heimsókn!

Halldóra og KubburGerðist óvænt barnfóstra í kvöld ... eða fékk unga dömu í heimsókn. Mamma hennar var beðin um að vera dómari í hljómsveitakeppni í Fjölbrautaskólanum. 

Eins og sjá má á myndinni skemmtu þær Halldóra og Kubbsa sér vel við að terrorisera mig, önnur með rauð augu og hin gribbusvip.

Mér verður breytt í frosk ef ég gef þeim ekki nammi og kattamat. Halldóra má fá kattamat en nammi á ég ekki til. Kvakk, kvakk! Galdrarnir bara byrjaðir að virka. 

 

 
Er að leggja síðustu hönd á djúsí lífsreynslusögu!!! Minni enn á netfangið mitt fyrir þá sem vilja segja skemmtilega, sorglega, dramatíska, spennandi eða bara væmna lífsreynslusögu ... ég sendi blaðið síðan til viðkomandi og steinheld munni! (gurri@mi.is)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ester Júlía

Gosh....... ég á eina ferlega djúsí lífsreynslusögu..ætti kannski að senda þér hana, þetta er svona ..kalt vatn á milli skinns og hörundsssaga.. ja eða nánast

Kvak kvak  

Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 21:20

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rosalega myndi ég dá þig til æviloka og dýrka líka! Vinir, ættingjar, fjarskyldir ættingjar, kunningjar, fólk úti í Einarsbúð og fleiri og fleiri eru orðnir svo þreyttir á mér ... Sögurnar verða að vera sannar. Þeim er breytt svolítið ef fólk vill til að enginn þekkist. Þú getur líka sent mér símanúmerið þitt og ég get hringt svo að þú þurfir sem minnst að hafa fyrir þessu nema heyra í mér óhljóðin!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:24

3 Smámynd: Ester Júlía

*hóst* held ég sendi þér þetta bara ...

nei djók , hefði svo sem ekkert á móti því að heyra kvakið í þér

Ætla að gefa mér tíma í að skrifa niður þessa sögu, hef svo hryllilega gaman af að skrifa.  

Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 21:27

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert æði, frú Ester Júlía almáttugur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 21:41

5 Smámynd: www.zordis.com

Mér finst svo sæt myndin af þér, svo full af þakklæti og gleði!  Ég ætla að lesa vikuna sem ég keypti um daginn (Nóni og móðir hans) og skoða þessar greinar!  Alltaf gaman að lesa um reysnlu annara! 

www.zordis.com, 14.3.2007 kl. 21:47

6 Smámynd: Ester Júlía

Gurrý, á þetta að birtast í Vikunni ?   Veistu' ég sendi einu sinni þessa lífsreynslusögu til vikunnar, það var eitthver keppni í gangi og ég man að þegar að úrslitin voru ljós þá var sagan mín nefnd en hún vann ekki.  Ég veit ekki til þess að hún hafi birst í vikunni, ég alla vega sá hana aldrei birta.  Er búin að skrifa tvær A4 blöð nú þegar og á heilmikið eftir

Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 22:37

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Vá, vá! Ekki gleyma að senda mér heimilisfangið þitt svo að ég geti sent þér blaðið með sögunni í. Yfirleitt er miðað við hámark 8.000 slög en ég get líka reynt að stytta svolítið. Mikið hlakka ég til.

Tvær manneskjur kalla mig Gurrí með Ý!!! Hvernig bregst maður við? Hmmmm! Hef samþykki Orðabókar Háskólans og aðdáun fyrir að nota ekki Ý! Bara svona láta vita!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 22:55

8 Smámynd: Björn Heiðdal

Ég borðaði nammi og kattamat, nei veislumat, og breyttist í 100 kg frosk.  Just like magic.

Björn Heiðdal, 14.3.2007 kl. 23:09

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheheheh! Örugglega sætur froskur eins og froskarnir mínir hérna fyrir ofan sem hafa kvakað með mér í kvöld!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 23:18

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, viltu ekki bara skella þér í kvakkórinn?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 14.3.2007 kl. 23:38

11 Smámynd: Ester Júlía

Ég er búin að senda þér söguna frú Gurrý

Ester Júlía, 14.3.2007 kl. 23:52

12 identicon

sögur já .... ég á ýmsar lífsreynslusögur að baki ... skal huxa þetta gæskan

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 00:15

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Takk, Kleópatra og takk, Ester Júlýa ... heheheh!

Og Helga Vala ... ég reyni að kíkja ... ópólitísk konan ...  alltaf gaman að hitta skemmtilegar stelpur!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 00:41

14 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Upplifi hverja lífsreynsluna á fætur annarri hér í Washington, kuldi og hiti á víxl, vinna og skemmtun, allra þjóða kvikindi með sín tungumál, alíslenskar frænkur og ég veit ekki hvað og hvað.  Er hægt að biðja um eitthvað betra?

Ps. sá ýmsar stærðir og gerðir af froskum í margskonar litum í Aquarium í Baltimore á sunnudaginn.  Sumir voru nú satt að segja kyssilegir, aðrir ekki og suma var beinlínis hættulegt að kyssa, þeir voru eitraðri en slöngur og köngulær!

Bestu kveðjur að westan.

Guðrún Eggertsdóttir, 15.3.2007 kl. 03:43

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

ég elska að lesa lífsreinslusögur, kaupi núna alt for damerne, og femina, þegar ég er í þannig stuði, hérna nær maður ekki í íslensk blöð. þegar ég kem heim til íslands, les ég þetta allt, og líka aftur í tímann.

ljós frá lejre

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 15.3.2007 kl. 06:35

16 Smámynd: Ólafur fannberg

innlitskveðja

Ólafur fannberg, 15.3.2007 kl. 08:22

17 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Váá er með eina og hún er EKKI fyndin

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 13:17

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jenný, hún þarf ekki að vera fyndin! Sumum finnst skemmtilegast að lesa sem mest drama!!!

Já, Keli! Það væri æði, gaman að vita hvernig allt breyttist til hins betra!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 13:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.8.): 2
  • Sl. sólarhring: 79
  • Sl. viku: 425
  • Frá upphafi: 1530917

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 400
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband