Fermingarstress og gagnlegur pilsner í vetrarríki!

KjalarnesAnsi vetrarlegt í dag og allir héldu að vorið væri að koma. Sannkallað vetrarríki var á Kjalarnesinu á heimleið og gekk á með éljum. Fékk aftur far með Ástu sem er að fríka út yfir fermingunni.

Komumst að því okkur til mikils svekkelsis (ég er svo meðvirk) að ekki fæst súkkulaðiskraut á kransakökur í Mosfellsbakaríi ... að öðru leyti fullkomið bakarí!!!  

Ég spurði eins og asni: „Ertu ekki ánægð að þetta skuli vera síðasta fermingarbarnið þitt?“ Ásta urraði, gelti og sagði svo: „Spurðu mig á sunnudagskvöldið!“ Svo hló hún geðveikislega.

Ég ákvað að róa hana niður og dró hana inn á Skrúðgarðinn ... ekki til að fá kaffi, heldur pilsner! Eftir hálfan var hún farin að slaka á og fann fyrir gífurlegri þreytu ... 

Við VesturgötunaÁ heimleið eftir pilsnerinn ókum við Vesturgötuna og þar var því miður lítið brim í dag.

Þarf greinilega að fara að ganga með myndavélina.

Smellti þó af einni mynd af staðnum þar sem ég stalst inn á lóðina í gær. Rosalega hefði það orðið flott mynd þá ...

Koma veður, kemur brim.

Hægt að klikka á myndirnar til að stækka og klikka aftur til að stækka enn meira ...  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Afsakið..en var það ekki örugglega hér á þessari síðu hjá Gurrísem var uppskrift af kjúlla sætum kartöflum fetaosti og spínati? Er með allt hráefnið tilbúið en man ekki hvernig maður átti að gera og finn þetta ekki aftur??? Hjálp!!!

Já voða fínar myndir sem ég skoða betur meðan ég bíð.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 18:31

2 identicon

<>Gurrí mín. Svo væri gaman ef þú gætir verið svolítið móðins og tekið sjálfsmynd með annarri (Einari) hendi. Það er víst í tísku. Annars bið ég bara að heilsa þér. Þú ert frábær, eins og alltaf (e. like always). Jiii, ég er svo fyndin!

Kv, Inga kLára (og grínið heldur áfram) 

Inga Lára (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 18:34

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Frú Katrín ríka! Uppskriftin ætti að vera komin í athugasemdadálkinn á síðunni þinni.

Hæ, elsku Inga Lára! Til hamingju með litlu frænku!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 18:40

4 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Ehm... sjá sem sagt allir myndir nema ég?

Gurrí mín.. viltu kíkja í heimsókn til mín og gera eins og ég segi þér Smá herferð í gangi á minni síðu sko og ég vil fá þig með í hana

Heiða B. Heiðars, 15.3.2007 kl. 18:49

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

OK, ég var á leiðinni í að kíkka á öll krúttin mín ... skal byrja hjá þér!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 18:56

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Komstu til mín? Ég sá þig ekki

Jenný Anna Baldursdóttir, 15.3.2007 kl. 20:01

7 Smámynd: Gunna-Polly

hey ég sá amber í smáralind í dag hún var að kaupa nammi

Gunna-Polly, 15.3.2007 kl. 21:18

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Mikið skil ég vinkonu þína, það var ferming hjá mér í fyrra ég var svo hryllilega stressuð samt er ég er búinn að ferma 3 dætur enn það var langt síðan.

Kristín Katla Árnadóttir, 15.3.2007 kl. 21:24

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... takk Elena! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:13

10 Smámynd: www.zordis.com

Ég ætlaði einmitt að spyrja hvort þú værir alltaf með myndavélina á þér   Ég er oftast með mína!  Á meðan að hitinn lifnar við kólnar hjá þér.  Ég er bín að ferma mína dúllu og á að ferma drenginn e. 2 eða 3 ár!  Var ekkert stressuð og var í bleikri drakt .............. Ekki að grínast!  Verð að blogga um bleiku draktina

www.zordis.com, 15.3.2007 kl. 22:18

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, hahahah, bloggaðu um bleiku dragtina ... hlakka til, elskan. Hefði ég verið með myndavélina á mér í gær ... vá, vá, vá!!! Sjórinn var stokkbólginn og alveg trylltur. Mér er sagt að afi minn heitinn frá Flatey á Skjálfanda (Jónas) hafi verið svona sjúkur í brim eins og við Hilda systir ... og við afi eigum það sameiginlegt líka að fúlsa við hnetum, möndlum, döðlum og rúsínum! Hugsa sér, þetta var sælgætið í eldgamla daga!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:27

12 Smámynd: Hugarfluga

Algjör snilld hvernig þú tekur myndir af hinu og þessu sem fyrir augu þín ber frá degi til dags. Gerir frásagnir þínar svo lifandi! 

Hugarfluga, 15.3.2007 kl. 22:50

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég gúggla nú líka helling ... hef t.d. ekki komist í færi við Madonnu til að mynda hana ... en bíði hún bara! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 15.3.2007 kl. 22:57

14 identicon

Vá, ég var að koma úr miðnæturgöngu núna áðan (tja... klukkan var orðin rúmlega eitt) og það var yndislegt veður. Að sjá Kjalarnesið var svolítið scary ... en samt svolítið heillandi. Er ég skrítinn?

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 01:39

15 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

Myndirnar eru Ísland um vetur fyrir mér, man þetta svo vel. Er hérna í yndislegu vori ! Er bara ánægð með það. 

Ljós frá Lejre

Steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 06:41

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú ert sko ekki klikkaður Doddi ... Hver árstíð hefur sína töfra og það var mjög ljúft að keyra í gegnum Kjalarnesið í gær, eins og venjulega.

Steina ... það er víst vor um alla Evrópu. Skil ekki hvernig þeim dettur í hug að bjóða okkur inngöngu í Evrópusambandið. Við eigum heima með Ísfólkinu! heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2007 kl. 07:50

17 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

vohó hvað þetta er flott rólustæði! Getur maður hoppað beint út í sjó? Enginn smá forréttindi að róla sér þarna!

Viltu koma að leika?

tíhí

Hrönn Sigurðardóttir, 16.3.2007 kl. 13:54

18 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég skal koma að leika ... held því miður að ekki sé hægt að hoppa út í sjó frá rólunni, svolítið blekkjandi. Tók myndina frá götunni, Ásta var á hraðferð ... hún er að fara að ferma, eins og komið hefur fram nokkrum sinnum

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2007 kl. 13:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.8.): 4
  • Sl. sólarhring: 54
  • Sl. viku: 424
  • Frá upphafi: 1530971

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 401
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Ágúst 2025
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • Desember 2018
  • Einarsstaðir
  • Ég er rík

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband