Hikandi vorkoma, geitungar á bið

Sumarið að komaHálfkaldranalegt að hafa enga Ástu í morgun til að klessa sér upp við í kuldanum. Henni var nær að samþykkja að láta ferma stelputryppið, ekkert nema peningaaustur og vesen.

Settist við hlið hlýlegs karls sem vinnur með Ástu. Það voru ekkert ógurlega slæm skipti ... hann varð að vísu hálfrhæddur þegar ég þrýsti mér að honum en ég sagði honum að við Ásta sætum alltaf svona þétt:

 „Eruð þið svona hræddar?“ spurði hann forvitnislega en ég greindi fordóma .... Hræddar í rútu? Er eitthvað að þessum manni? Ég sturlaðist úr reiði, enda trylltur megatöffari, en svaraði samt ofurblíðlega en hættulega seiðandi röddu: „Nei, okkur er kalt!“

Hann fattaði ekki hvað hann var í mikilli lífshættu rétt áður en við komum í göngin.

(Hmmm, sorrí ... engin reiði í morgun, bara missti mig aðeins í bulli)

Ég bað bílstjórann að hleypa mér út nokkrum metrum lengra en stoppistöðvarmerkið á Vesturlandsveginum og bætti við að fínar dömur hentu sér ekki niður vegkanta. Bílstjórinn flissaði, hefur kannski séð þetta fyrir sér í huganum. Rúllandi hefðardúlla í snjó ... já, flott!

Blóm ...

Ef Sigþóra hefði verið í morgun, daman á thunderskónum, hefði hún fetað niður kantinn af öryggi og yndisþokka. Hún hefur margra mánaða forskot á mig og á miklu betri vetrarskó ... og hlýja úlpu í þokkabót. Samt hefur hún rúllað niður kantinn nokkrum sinnum ...  

Ég þarf að læra að hlaupa niður aðreinina fyrir neðan Vesturlandsveg og svo brekkuna að Stórhöfða af meiri virðuleika en samt ekki kerlingalega. Fyrsta skrefið kannski að kaupa almennilega skó? Hmmm, gæti verið.

Nellí prófarkalesari var að skríða inn um útidyrnar þegar mig bar að. Gulla náttúrlega löngu komin. „Gott kvöldið, Gurrí!“ sagði Nellí kvikindislega og velti sér upp úr því að hafa komið 12 sekúndum á undan mér í hús. Hnuss, ég hefði ekki átt að byrja á að stríða Gullu svona, nú fæ ég þetta allt í hausinn sjálf ef strætó er oggulítið seinn.

 

Þetta verður annasamur en guðdómlegur dagur, ég finn það á mér! Hér koma nokkur blóm sem ylja þar til blessaðir geitungarnir fara að suða og boða þannig vorkomuna!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

hæhó það er að koma sumar

Ólafur fannberg, 16.3.2007 kl. 08:30

2 Smámynd: www.zordis.com

Það er komin vorhugur í virðulega frú!  Slepptu vetrarskónum og fáðu þér flotta sandala!  Númer hvað notaru af skóm ???    Töfrum eina skó, galdraskór sem búa yfir ýmsum uppákomum fyrir skemmtilegar konur........

www.zordis.com, 16.3.2007 kl. 08:33

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Svandís mín, það er miklu meira kúl að renna niður vegkantinn berfætt í sandölum númer 39 ... Á ég ekki að vera á bikiní líka, Zordís mín? Hvað gerir maður ekki fyrir bloggvinina! hahahahahahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2007 kl. 08:55

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Elsku Gurrí mín..alltaf gaman að kíkja við og sjá fyrir sér allar þessar bráðfyndnu myndir sem þú dregur upp af sem væri fyrir flestum bara dapur daglegur veruleiki og umbreytir í skínandi skemmtileg ævintýri.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 10:01

5 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Almáttugur minn, gleðilegt vor Gurrý mín. Hitastigið hér reis um þrjár gráður við lesturinn ...  ... skyndilega eru rútuferðir í morgunsárið einnig orðnar gríðarlega rómantískar. Mikið hefurðu smitandi hugarfar stelpa  

Klara Nótt Egilson, 16.3.2007 kl. 10:40

6 Smámynd: bara Maja...

Mmmm elska vorið...  algjört sumarskap smollið á hér í vinnunni, við erum allar í hvítum peysum/bolum og settum á okkur brúnkukrem í gær... allar eins og nýkomnar frá Spáni hehe

bara Maja..., 16.3.2007 kl. 10:54

7 identicon

....er að reyna að passa mig á að hleypa sumarfílinginum ekki of mikið að.... sé fyrir mér blöðrubólgu og leiðindi leyfi ég bjartsýninni að ná of miklum tökum á mér... enn þá northface úlpan og húfa á minni fatadagskrá

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 16.3.2007 kl. 13:21

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Kann að meta þessa jákvæðni.  Það brutust ekki út fagnaðarlæti þegar ég leit út um gluggann í morgun en vorið er örugglega á leiðinni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 16.3.2007 kl. 13:27

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Seint í gærkvöldi kom hundslappadrífa ... eða algjör jólasnjór. Það sást ekki út um glugga himnaríkis fyrir snjó sem lagðist á rúðurnar. Vá, hvað ég fór að hlakka til jólanna! Heheheheheheh!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2007 kl. 13:39

10 Smámynd: Ester Júlía

Kalt = hlýlegur karl ; þannig hlýlegur ?  

Skrýtið, það er komin vorfílingur í mig líka en samt er dúndrandi snjókoma? 

Ester Júlía, 16.3.2007 kl. 14:25

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

„Skreytum snjóinn (með) sætum körlum, tra la la ...“ Já, þannig hlýlegur! Í hlýjum jakka!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 16.3.2007 kl. 14:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 14
  • Sl. sólarhring: 21
  • Sl. viku: 151
  • Frá upphafi: 1534438

Annað

  • Innlit í dag: 12
  • Innlit sl. viku: 135
  • Gestir í dag: 12
  • IP-tölur í dag: 12

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laufey
  • Diego
  • Krummi og Mosi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband