Óskilabarn 312

Þegar ég horfi út í gegnum rimlana og reyni að rifja upp gærkvöldið er allt í móðu ... smám saman raðast saman atburðir ...

Hvers vegna er ég ekki í Kópavoginum hjá Hildu? Hvers vegna er ég ekki heima hjá mér? Hvaða hundshár eru á buxunum  mínum? Hvaða kona talar á spænsku í símann á efri hæðinni? Skyldu tvíburarnir vita af þessu?

Sagan öll í bloggfærslu kvöldins ...

Er Gurrí fangelsi? Hvað gerðist eftir að hún fór út að borða á Silfri íklædd lörfum? Var Sigurjón Kjartansson á Borginni? Veit hann að gamla samstarfskonan er flutt á Skagann? 

Næsta færsla getur breytt sýn þinni á lífið!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björg K. Sigurðardóttir

Þetta er grafalvarlegt mál.

Kannski er Gurrí í stofufangelsi á spænsku hundahóteli en hefur rétt getað loggað sig inn á bloggið á meðan hóteleigandinn hefur farið út að viðra hundana...

Við bloggvinir Gurríar þurfum að hefja rannsókn á þessu máli hið snarasta....

Björg K. Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 11:33

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Oh my God...ég var einmitt að velta fyrir nmér hvað hefði komið fyrir Gurrí mína. Hun er svo óflink að djamma þessi kona og er svo einlæg og saklaus. Á bara ekkert að vera að þvælast svona í borginni um helgar þegar dimmt er orðið. Tommi og Kubbur verða örugglega brjálaðir þegar þeir frétta þetta með hudnahárið!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 11:37

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Úpps, ekki draga okkur á framhaldinu, þessi pistill þarfnast skýringa.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 17.3.2007 kl. 13:03

4 Smámynd: bara Maja...

???????

bara Maja..., 17.3.2007 kl. 13:17

5 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

þetta gæti orðið ágætis SVAKAmálaSAGA   

Eydís Rós Eyglóardóttir, 17.3.2007 kl. 13:19

6 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

he he

Kristín Katla Árnadóttir, 17.3.2007 kl. 13:27

7 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Eitthvað segir mér að þú hafir vaknað í morgun heima hjá Jóni Gnarr í barnarúmi (rimlarnir) sem þér var troðið í undir morgun til að húsráðendur næðu einhverjum svefni. Þá varstu búin að sitja lengi með heimilishundinn í fanginu og trúa honum fyrir ást þinni á Sigurjóni Kjartanssyni, áliti þínu á matseðlinum á Silfrinu og gráta yfir lörfunum sem þú neyddist til að klæðast í gærkvöldi. Hef grun um að þurft hafi að rota þig lauslega til að þú sofnaðir. En grínlaust, gaman væri að þú segðir frá þessu sjálf áður en við bloggvinir þínir bulla öllu meira

Vilborg Valgarðsdóttir, 17.3.2007 kl. 13:51

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég held að þú liggir í Hverfissteini, smá þunn og hafir djammað eins og sannur Íslendingur í gærkvöldi.  Þú heltir súpunni yfir leiðinlega manninn á næsta borði, tæmdir magann á gólfið milli rétta, kleipst í rassinn á þjóninum og hegðaðir þér að öllu leyti eðlilega mtt ísleskrar skilgreiningar á "night on the town".  Það var svo einhver þröngsýnn skemmti- eða veitingahúsaeigandi sem hringdi á löggnuna. Örgla vi. grænn eins og ég.  Ég sendi þér baráttukveðjur í Hverfissteininn.  Það tekur bara litla 28 daga til að áfengið hverfi algjörlega úr líkamanum að því tilskyldu að ekkert sé drukkið á tímabilinu.  Kva! eftir svona fjóra daga verður þú komin með heilsu til að mæta í vinnu

Smútsj ég bíð spennt eftir kvöldkrónikkunni.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 14:07

9 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí?????? Gurrí mín..ertu ekki örugglega bara í fínu formi??? HA?

Vildi bara segja takk fyrir Vikuna. Hún kom í morgun með myndarlega póstmanninum en hann stoppaði bara stutt því hann sá að bílinn var heima. Heyrumst!!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 14:44

10 identicon

hux hux .... í hvað hefur hún gurrí okkar komið sér núna? er í lagi með skísuna... og ojbara hundahár .. hvað er það að gera þarna hehe

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 16:31

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

áhugavert ! yndislegt sem nýr bloggari að sjá alla þessa umhyggju sem þú færð !

ljós héðan

steina

ertu ekki bara þunn ! 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 17.3.2007 kl. 17:04

12 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Úps, sagan er á leiðinni ... ekki samt svona svakalega spennandi ... hahahahahah

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 17:54

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Frú Guðríður!  Varstu að drekka Gammel Danskinn sem þú keyptir í apótekinu um daginn?  Sigurjón Kjartansson var nú bara óttalegur lúði hér í Gaggó Ís hér í gamla daga.  Það datt það engum í hug að hann ætti eftir að verða landsþekktur grínari

Sigríður Jósefsdóttir, 17.3.2007 kl. 19:41

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahhahaha! Mér finnst hann Sigurjón algjör snillingur! Honum fannst t.d. mjög kurteislega athyglisvert að ég væri flutt á Skagann!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 22:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 26
  • Sl. sólarhring: 29
  • Sl. viku: 163
  • Frá upphafi: 1534450

Annað

  • Innlit í dag: 19
  • Innlit sl. viku: 142
  • Gestir í dag: 19
  • IP-tölur í dag: 19

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laufey
  • Diego
  • Krummi og Mosi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband