Glæpir og njósnir í borg óttans

María og DavíðStarfsdeginum í gær lauk óvenjufljótt og kom njósnari 003, dulnefni: Hilda systir, og sótti mig um fimmleytið. Þessi tímasetning var engin tilviljun.

Einbeittar á svip ókum við sem leið lá á Barnaspítala Hringsins þar sem ungnjósnari 008, dulnefni: Davíð frændi, var falinn eftir að hafa slasast í mikilli hættuför um undirheima Kópavogs.

María, okkar kvendi á staðnum, dulbúin sem hjúkka, var á verði og hafði nýlega kveikt á segulbandstæki til að ungbarnsgrátur hljómaði frá einkastofu Davíðs. Það ætti að tefja Kópavogsterroristana, sagði hún um leið og hún hleypti okkur inn á stofuna.

Faðir hennar, dulnefni: skólastrákurinn, átti hugmyndina og ekkert skrýtið þótt honum hafi verið treyst fyrir Akranesdeildinni öll þessi ár þar til María á Skrúðgarðinum, dulnefni: latte, tók við.

Hrund, Nína, Elín, Bryndís, Auðna.Við gengum úr skugga um að Davíð hefði það bærilegt og síðan ók njósnari 003 mér niður á Silfrið á Hótel Borg þar sem fyrir lá hættulegt verkefni.

Í ljós kom að grunur njósnadeildarinnar var á rökum reistur; maturinn var glæpsamlega góður! Og ekki nóg með það, heldur voru gestir þarna mjög grunsamlegir!!!

Auðna ... og SigurjónSigurjón Kjartansson gekk m.a. í hús með glæpahyski sínu og mér tókst að ná mynd af honum með litlu njósnamyndavélinni þegar hann hélt að ég væri að mynda Auðnu.

Njósnari 005, dulnefni: Laufey vinkona, kom og sótti mig um tíuleytið og sat njósnaeiginmaðurinn undir stýri og njósnahundurinn lá þögull aftur í. Eftir snöggt samtal á njósnamállýsku kom í ljós að ekki þótti óhætt að aka upp á Akranes um kvöldið vegna glæpamennsku í veðri og lá leiðin út á Seltjarnarnes þar sem horft var á póker og síðan House lækni í leit að dularfullum skilaboðum.

TínaTíkin Tína er þessi þögla, dularfulla týpa sem vildi ekkert með mig hafa í bílnum en eftir smá slagsmál (til að halda henni í formi) fór hún að elska mig aftur og dularfull njósnarahundshár þöktu buxurnar mínar. Hún lagðist til svefns við herbergisdyrnar hjá mér og gætti þess að ekkert hyski raskaði ró minni um nóttina. Fyrir gluggum voru rimlagluggatjöld. (rimla ...)

Í dag var tekið frí frá njósnum og sætustu tvíburar landsins heimsóttir. Þeir sofnuðu áður en mér hugkvæmdist að taka mynd ...  

Framhald síðar ...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Það er mun meira fjör í hugarheimum en í mannheimum.  Rosalega spennandi fólk en hvers vegna mundirðu svona lítið?  Hví sástu allt í móðu?  Er blaðakonan með of háan blóðþrýsting.  OMG þetta kallar á fleiri spurningar.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 20:35

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorry ég hélt að þú hefðir verið látin í klefa með fíkniefnahundinum! Svo lítið pláss hjá þeim á Hótel Hverfissteini.

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 20:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég man eins og gerst hefði í gær

... auðvitað man ég hvert örlítið smáatriði!!! Það hefði verið rosalega flott að gista fangageymslur með hasshundinn sem félagsskap!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 21:35

4 identicon

Þessi saga um larfa, fínt veitingahús og landsfrægan mann...minnir óneitanlega á söguna um Öskubusku......

frænkubeib (IP-tala skráð) 17.3.2007 kl. 21:52

5 Smámynd: Gerða Kristjáns

hahaha þér tekst að klæða allt í spennandi búning

Gerða Kristjáns, 17.3.2007 kl. 21:59

6 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Mikið létti mér við að lesa um það hvað raunverulega hafði farið fram.  Mér varð hreint ekki um sel þegar ég las blogg frú Guðríðar í Himnaríki á sama tíma og ég las fréttir Moggans um ástandið utan við Hótel Borg síðastliðna nótt. Sjá hér

Ágúst H Bjarnason, 17.3.2007 kl. 22:05

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Eins gott að hafa verið komin snemma "heim". Vissi ekki einu sinni af þessum látum. Best að hringja í vinnufélagana!!! Og Sigurjón Kjartansson!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 22:23

8 identicon

Blessuð frú Guðríður, Sigríður hér.  Mér sýnist á öllu að þessi myndarlega stúlka hún María sé Skagamær, hvað annað ?  Ef mér missýnis ekki þá er hún dóttir hennar Klöru Hreggviðs ef þú mannst eftir henni.  Ég hitti hana Maríu Bergmann síðast útí Barcelona vorið 2004 þegar við nýbökuð hjónin vorum þar í brúðkaupsferð.  Það er bara gott og fallegt sem kemur héðan af Skaganum, við erum bara  æpandi dæmi um það Gurrí mín. 

Sigga G. (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 02:15

9 identicon

Æi var ég fain heim og engin mynd af auglýsingatjóranum

Magna (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 03:33

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, Sigga, þetta er hún María frá Akranesi! Hehheeh, Magna, ég geymdi það flottasta þar til síðast!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 18:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (8.10.): 28
  • Sl. sólarhring: 28
  • Sl. viku: 165
  • Frá upphafi: 1534452

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 144
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Okt. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Laufey
  • Diego
  • Krummi og Mosi

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband