To cook grey silver together ...

Sá síðustu tíu mínúturnar af sigurleik West Ham í kvöld og það var smá huggun því að ég missti af tímatökum í Formúlunni. Held að ég sé of syfjuð til að horfa á Formúluna í nótt, reyni bara að vakna fyrir allar aldir í hádeginu á morgun þegar hún verður endurtekin.

Mía og fíkusinnJamm, ég var í matarboði hjá Míu systur og Sigþóri mávi, þau hafa aðgang að Sky Sport og trilljón öðrum stöðvum. Maturinn var góður og spjallið þrælskemmtilegt. Smellti mynd af Míu en fyrir aftan hana er fíkus sem hefur verið í eigu hennar í 25 ár! Hún fékk afleggjara þegar hún var ólétt af tvíburamömmunni og sjá ... blómarækt er kannski ekki svo vonlaus!!!

Finnst notalegt að vera búin að finna nýtt uppáhaldslið eftir að Eiður Smári hætti hjá Chelsea. Þjáist af bullandi ættjarðarást og liðið verður að hafa tengingu við Ísland til að ég haldi með því. Ekki nóg að t.d. Jude Law, Iceland´s Ex Son in Law ..., haldi með því ... sú tenging er of langsótt sérstaklega ef hann er farinn að glotta flírulega framan í Lindsay Lohan og svíkja Höllu. Nema Halla hafi verið fyrri til og dömpað honum. Nema þetta hafi allt verið sviðsett með speglum. Hvað veit maður!  

Allir halda með West Ham„We used to cook grey silver together once!“ Sigþór minnti okkur á þessa dásamlegu setningu sem ekki fyrirfinnst í ensku tungumáli en Jón Páll Sigmarsson sagði eitt sinn um keppinaut sinn í viðtali.

Sigþór heldur með West Ham og vinir hans hlæja ekki lengur að honum, heldur flykkjast í lið með honum.

Nú tökum við ensku deildina! Eftir 2-1 sigurinn í dag er allt opið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

25 ára fíkus, það er væn umhyggja ... já, ég held með Barcelona þetta árið!  Skyldi það hafa eitthvað með glókollinn að gera?  No lo seeeeeee ...............

www.zordis.com, 17.3.2007 kl. 22:14

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég held líka með Barcelona í spænsku deildinni, ekki spurning!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 22:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Hljómar eins og kínverska þetta með fótboltann en ég er viss um að hann er skemmtilegur þrátt fyrir að ég ætli mér ekki að komast að því.  Váááá fíkusinn!!

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 22:25

4 Smámynd: Gunna-Polly

það er bara eitt lið stelpa og það er Arsenal

Gunna-Polly, 17.3.2007 kl. 23:13

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Spilar það lið líka í meistaradeild eins og West Ham?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 23:15

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Talandi um fótboltalið: mitt er Austri. Ef þið hafið ekki heyrt um það, verð ég sár, hrygg og beygð. Hef alltaf haft sögufræga óintressu yrir íþróttum, hvað þá heldur vangetu,  but I´m not fallen from the mountains og reyni að halda í mitt gamla lið.

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 17.3.2007 kl. 23:19

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Austri!!! Auðvitað vitum við öll um Austra og höldum með því liði! Besta liðið fyrir austan!! Hva ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 17.3.2007 kl. 23:41

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

I walked about a snowstorm on a studyspoon um fótbolta en var samt engu nær (hehe).

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 23:48

9 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

I walked about a snowstorm on a studyspoon um fótbolta en var samt engu nær (hehe). 

Jenný Anna Baldursdóttir, 17.3.2007 kl. 23:49

10 identicon

Mér var kennt að halda með Völsungi þegar ég var lítil

Sigga www.kvika.net (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 10:12

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

bara að kvitta, góðan sunnudag til þín !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 18.3.2007 kl. 10:38

12 identicon

úff ég næ varla að halda plöntum lifandi út vikuna... einstaklegt lag á að myrða þessi grey á mettíma... held ég hafi erft þann hæfileika frá múttu...

en WestHam gurrí.... sko ... Ég er viss um að ég geti fundið einhverja tengingu við ísland og liverpool... gemmér bara smá rannsóknartíma

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 13:20

13 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Ég er nú svo MIKIÐ inn í fótboltanum að þegar ég var/er spurð um; með hverjum helduru í ensku deildinni? 

Segi ég vísvitandi; REAL MADRID!!! Svo viðkomandi láti sér ekki detta í hug að spyrja mig aftur um nokkuð tengt fóltbolta!


Eydís Rós Eyglóardóttir, 18.3.2007 kl. 13:56

14 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 18.3.2007 kl. 14:22

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þið eruð alveg ótrúlega fyndin! Eydís ... segir þú ekki einu sinni Barcelona (Eiður Smári)? Mér finnst þetta svar reyndar alveg æðislegt!

Kleópatra, ég held reglulega með Liverpool eins og Davíð frændi!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 14:35

16 Smámynd: bara Maja...

Ekki spurja mig um uppáhaldslið... hef ekki einu sinni hugmyndaflug í að nefna eitthvað lið sem er örugglega hætt eða eitthvað svoleiðis, fallið úr öllum deildum og prjóna sokka núna...

bara Maja..., 18.3.2007 kl. 16:19

17 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

GAE heldur víst með Luton Town!!! Er það lið? 

("Ekta" fótbolta-bullur/bullarar gætu svarað! )

Eydís Rós Eyglóardóttir, 19.3.2007 kl. 22:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 101
  • Sl. sólarhring: 204
  • Sl. viku: 837
  • Frá upphafi: 1514523

Annað

  • Innlit í dag: 94
  • Innlit sl. viku: 716
  • Gestir í dag: 91
  • IP-tölur í dag: 91

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband