Einn róni, einn leigubíll, eitt kaffihús ...

Ég sleit öllu sambandi við umheiminn í dag og horfði grimmdarlega á símann svo að hann hringdi ekki. Jú, Formúlan var nefnilega endursýnd í hádeginu og ég vildi ekki vita úrslitin fyrirfram. Horfði á þetta í friði en var orðin svo föst í að vita engin úrslit fyrirfram að þegar mamma hringdi til að segja mér að Ísak tvíburi væri farinn að skellihlæja óttaðist ég eitt augnablik að hún ætlaði að blaðra úrslitunum í blaki, leik sem ég var að horfa á. Klárar stelpur þar á ferð! Ellý var að hringja og vill fara á kaffihúsið. S’iðast þegar við fórum heilsaði henni maður, eini róninn á Akranesi. Hann sagðist alltaf halda sér edrú á föstudagskvöldum til að horfa á X-Factor. Áfram Ellý, áfram Akranes, sagði þessi elska við hana.

Út að borðaFyndið með Akranes. Hér tölum við um kaffihúsið, leigubílinn, rónann ... eitt af hverju. Hver þarf að búa í borg þegar við höfum sýnishorn af öllu, bæði góðu og slæmu ... eiginlega bara góðu. Jamm.

Ákvað að láta fylgja með sætustu myndina frá föstudagskvöldinu. Þar sést líka elskan hún Magna auglýsingastjóri sem var farin þegar ég tók hina hópmyndina. Ef myndin prentast vel má sjá fagurt andlit mitt speglast á glasi ... not. Ég tók myndina og er myndafælin sjálf, vil ekki að hægt sé að nota eitthvað gegn mér þar sem ég gegni viðkvæmum njósnastörfum í frístundum.

Frá vinstri: Magna, Nína, Auðna, Bryndís, Hrund og Elín.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Nei Magna mín þarna, ég þekki hana vel.

Kristín Katla Árnadóttir, 18.3.2007 kl. 15:36

2 Smámynd: bara Maja...

Ein Gurrí

bara Maja..., 18.3.2007 kl. 16:21

3 Smámynd: Hólmgeir Karlsson

Ó hvað hefði verið ljúft að vera gestgjafinn við þennan borðenda, þvílík fegurð sem þú ert umvafin :) .. he he ... jafnvel meiri en sjávarútsýnið þitt .... Bið að heilsa henni Mögnu, sakna þess að spjalla við hana í síma, frá því hún barðist við að selja mér auglýsingasíður fyrir KEA-skyrið o.fl.

Hólmgeir Karlsson, 18.3.2007 kl. 16:22

4 identicon

Hvernig getur þetta verið sætasta myndin, þegar þig vantar á hana Gurrí?

Það hefði gaman að vera borðgestur þarna jú ...

 ... en er Akranes sem sagt svona sýnishornabær? Við Veiga vorum nefnilega að pæla í því að hafa Akranes til vara, ef Akureyri myndi ekki ganga upp hjá okkur

Knús og kossar að norðan, 

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 18.3.2007 kl. 16:33

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þessar stelpur mínar eru ekki bara fallegar, heldur ofboðslega skemmtilegar. Nína, sem er grafalvarleg á myndinni, hlær út í eitt ... skil ekki hvernig henni tókst að halda sér alvarlegri ...

Doddi, Skagamenn myndu taka vel á móti þér og Veigu þinni ... stöku matarboð hjá mér auðvitað og svona ... alltaf afmælisboð á hverju ári ... Ég vona auðvitað að Akureyri reynist ykkur vel og allt það ... en það er ógissssslega gaman að búa á Skaganum!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 16:44

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 83
  • Sl. sólarhring: 232
  • Sl. viku: 819
  • Frá upphafi: 1514505

Annað

  • Innlit í dag: 76
  • Innlit sl. viku: 698
  • Gestir í dag: 74
  • IP-tölur í dag: 74

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband