Stórir kassar á sjávarbakka ...

Hitti bloggvinkonu af gamla blogginu í Skrúðgarðinum áðan, hana Guðrúnu Völu. Hún býr í Borgarnesi en er samt ágæt, svipað og Keli og Agný, þau eru nú aldeilis fín!

Guðrún Vala og EllýVið úðuðum í okkur kaffi og tertum, allt fyrir línurnar, en samkvæmt Heitu og Köldu í Vikunni er ekki lengur kúl að pína sig til að vera mjór. Bara leyfa spikinu að njóta sín ... ég ætla að gera það!

Sigga og GurríTók mynd af Guðrúnu Völu og Ellýju og svo tók Ellý mynd af okkur Siggu söng sem er óperusöngkona hér á Skaganum. Ég reyndi að vera merkileg með mig á svipinn og það tókst hreint frábærlega.


 

Svalir með áföstu húsi

 

Öldurnar eru ægifagrar núna og ég skrapp niður fyrir hús til að skoða svaladýrðina og komast aðeins nær sjónum. ÖldurStúkusæti eru fín ... en stundum langar mann að komast nær.

Nema á Rammstein- tónleikunum komst ég ekki niður til alþýðunnar, það var troðið í salnum svo að ég þurfti að hunskast upp í stúku aftur!

Ég tók eftir því að húsið mitt er ekki lengur blokk ... heldur svalir með áfastri blokk. Sjá mynd. Maður syngur ekki lengur Litlir kassar á lækjarbakka ... núna er það Stórir kassar á sjávarbakka. Hmmm, beiskj, beiskj.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það er hún Sigga söng! Ef þú setur örina yfir myndina koma myndatextarnir! Lestu svo aðeins hægar, gamla mín!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 18:28

2 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Mér sýnist nú alveg vera pláss fyrir litlar sætar svalir á stóru svölunum..hehe. Ertu nokkuð búin að fá pakkann með leyndóinu?

Öldurnar bara geggjaðar!!!

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 18.3.2007 kl. 18:29

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Enginn pakki kominn! Bíð bara róleg ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 18:30

4 Smámynd: www.zordis.com

Rosalega geggjað þetta útsýni, litlar eða stórar svalir ............................. skitir ekki mál!  Mér finst öldugangurinn vera eins og einkafarvegir fyrir sjávar eðal borið fólk.  Inni öldunum má sjá ýmislegt ...

www.zordis.com, 18.3.2007 kl. 19:22

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, það verður ekki málið! Fattaði ekki fyrr en í dag hvað svalirnar eru svakalega stórar ... það verður notalegt að vera úti á þeim í sumar! Það er alla vega skjól á þeim!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 18.3.2007 kl. 20:33

6 Smámynd: Guðný Anna Arnþórsdóttir

Það veitir ekkert af stórum svölum miðað við sumarplön við Langasandinn 2007. Þú manst eftir pálmatrjánum, hengikojunum, barnum og sundlauginni. Ég er á leiðinni, alltaf á leiðinni....

Guðný Anna Arnþórsdóttir, 18.3.2007 kl. 22:57

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, og þyrlupallinum og kartöflugarðinum og hvaðeina ... seggggðu!!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 08:02

8 Smámynd: Ólafur fannberg

bara komin með þyrlupall  hahahaha eða á þetta kannski að vera svalir hehe

Ólafur fannberg, 19.3.2007 kl. 08:04

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þetta eru margnota svalir, Óli minn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 08:29

10 Smámynd: Hildigunnur Rúnarsdóttir

vá, þetta eru ekki smá hlussusvalir   Verð að viðurkenna að mér finnast þær nú ekki fara húsinu neitt sérlega vel.  En það ætti að vera pláss fyrir grillið og allt...

Hildigunnur Rúnarsdóttir, 19.3.2007 kl. 09:49

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Rétt, frú Hildigunnur. Hefði verið til í helmingi minni svalir og ögn smekklegri ... ekki bara lokaðan ljótan kassa. En þetta var ódýrt og eflaust gaman að vera þarna í sumar ... þótt ég eigi ekki grill og sé ekkert voðalega áhugasöm um grillun (þótt ég elski grillmat)! Já, þetta eru skrímsli ... svalir með áföstu húsi!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 10:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 58
  • Sl. sólarhring: 250
  • Sl. viku: 794
  • Frá upphafi: 1514480

Annað

  • Innlit í dag: 54
  • Innlit sl. viku: 676
  • Gestir í dag: 53
  • IP-tölur í dag: 53

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband