Óvænt lúxuslíf á heimleið

G.I. JaneGuli Skagastrætó í Mosfellsbænum sem beið okkar leit út eins og hver önnur rúta eða langferðabifreið ... þar til við gengum um borð. Inni í honum var stjórnlaus lúxus og þeir farþegar sem voru komnir og búnir að fá sér sæti sátu gapandi og horfðu á ... sjónvarpið! Myndin G.I. Jane stytti okkur stundirnar og það var dásamlegt að sjá Jane pyntaða og lagða í einelti í hernum þar til vagninn staðnæmdist fyrir utan Skrúðgarðinn. Allir gleymdu að fara út úr vagninum, líka Kjalarnesingar. Snjallt bragð til að halda okkur farþegunum á mottunni!

 

Well, þetta var alla vega afar þægileg rúta og fannst okkur farþegum engu líkara en við værum í flugvél. Vantaði bara kappklædda flugþjóna með kælda drykki sem veittu smá axlanudd. Sjónvarpssjúklingurinn sem sat við hliðina á mér horfði stjarfur. „Ohhh, núna kemur þetta atriði þar sem nemarnir lenda í yfirmönnunum sem pynta þá, þetta atriði er tú möts, finnst mér!“ Jamm, við kunnum bæði myndina utan að.

Bruce Willis

 

Næst vona ég að myndin Hvalfjarðargöngin (eins og ég þýddi hana), man ekki hvað hún heitir, kannski með Bruce Willis í aðalhlutverki, verði sýnd. Þetta er stórslysamynd sem gerist ofan í göngum þar sem olíubíll springur eða eitthvað, rosa hasar. Fín mynd í strætó!
 

 Það er nú heilmikill hjónasvipur með Demi og Bruce á þessum myndum. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var það kannski John Travolta?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 17:59

2 Smámynd: Ólafur fannberg

ha Jón Travolta?

Ólafur fannberg, 19.3.2007 kl. 18:06

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Segðu, Elena!

Mr. Fannberg, ég er að reyna að rifja upp stórmynd um fólk sem festist inni í svona hvalfjarðargöngum þegar olíubíll springur. Það var einhver hetja í henni ... Travolta, Willis eða einhver slíkur! Get ómögulega munað hvaða mynd þetta var!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 18:19

4 Smámynd: www.zordis.com

Bruce er algjör ofurtöffari svo er Demo flott í mörgum myndum!  Lúxusinn er greinilega á réttum stað!

www.zordis.com, 19.3.2007 kl. 19:09

5 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Láttu mig einhvern tíma segja þér frá því hvernig Dússa (Ragnhildur Vigfúsdóttir) gerði rútuferð að flugferð og talaði eins og flugfreyja nokkurn veginn alla leið á milli Akureyrar og Reykjavíkur. ,,Og hér sjáið þið Teppaland, Dúkaland ...."

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.3.2007 kl. 22:02

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Heheh, já, það væri gaman að heyra!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 19.3.2007 kl. 22:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 1514435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 633
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband