20.3.2007 | 11:05
Vindhviður og afmælisbarn dagsins
Fegin er ég að vera heima núna í stað þess að berjast í rokinu. Var að hugsa um að fá mér frískt loft ... taka strætó í kaffihúsið og ná sama vagni til baka með kaffi í götumáli ... Ég opnaði annan stofugluggann og fauk fram á gang ... þannig að það er ekki víst að maður hitti á strætó í slíkum vindi. Hviðurnar fara upp í rúmlega 30 m/sek á Kjalarnesi, sá ég á Netinu, þannig að það er öruggara að drekka kaffið sitt bara heima. Það á víst að fara að rigna líka og þá kemur sér vel að vera tilbúin með handklæðin.
Matarsnillingurinn og ein/n þeirra sem fékk mig til að horfa á Formúluna, Nanna Rögnvaldardóttir, á stórafmæli í dag og er loks orðin löglega miðaldra, samkvæmt tímatali ættarinnar minnar. Innilega til hamingju, Nanna! Eins og ég hef líklega 100 sinnum sagt vinum og vandamönnum þá hjálpaði Nanna mér stundum að gera dönskustíla þegar ég var í landsprófi á Sauðárkróki (þegar hún kom heim í frí frá MA) og það kom kennaranum mínum mjög á óvart hvað ég var misgóð í dönskunni.
Hér er mynd úr afmælinu mínu ... Nanna situr í sófanum, ásamt Gerði Kristnýju og Kristjáni. Afmælin mín eru stranglega bönnuð börnum þannig að Kristján heldur á dúkku sem líkist fallega syni þeirra hjóna. (Hann var alla vega þægur eins og dúkka).
Glæsikvendið sem stendur fyrir aftan sófann er gömul samstarfskona, Íris Alma, sem rústaði Moggablogginu fyrir nokkrum vikum og náði með ljóshraða á toppinn! Í speglinum má sjá andlitið af Hildigunni tónskáldi ...
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 401
- Sl. sólarhring: 481
- Sl. viku: 763
- Frá upphafi: 1514406
Annað
- Innlit í dag: 356
- Innlit sl. viku: 642
- Gestir í dag: 343
- IP-tölur í dag: 338
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Takk, takk. En ég er reyndar búin að vera miðaldra árum saman ...
Svo má vitna í Mark Twain: ,,Age is an issue of mind over matter. If you don't mind, it doesn't matter.”
Sé þig á föstudaginn, er það ekki?
Nanna Rögnvaldardóttir, 20.3.2007 kl. 11:18
Flott dúkka. Mjög raunveruleg. Hvar ætli maður fái svona? Klikkað veður úti , ég þarf að fara út í búð en glætan að ég nenni því! Er sko í próflestrarfríi í vinnunni . Til hamingju með daginn Nanna
Ester Júlía, 20.3.2007 kl. 11:23
Auðvitað kem ég á föstudaginn Annars heyrði ég ágæta konu (55 ára) segja að fólk yrði miðaldra um 35 ára aldurinn! Þetta skeið stæði yfir til 67 ára og þá yrði maður gamall! Samkvæmt þessu mun ég eiga miðaldra barn eftir átta ár! Jibbí!
Já, Ester, dúkkan var bæði ofboðslega sæt og mjög raunveruleg.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 11:35
bara ad kvitta, kær kvedja
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 11:43
Samkvæmt lífeðlisfræðingnum mínum er fólk miðaldra í dag, 55 ára gamalt. Við erum nefnilega alltaf að verða eldri og eldri . ..
Ester Júlía, 20.3.2007 kl. 11:52
Til hamingju með vinkonu þína.
Arna P (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 11:56
Gott að heyra að þú ert bara heima í sús og dús eins og kötturinn í ævintýrinu, hafði áhyggjur af því að þú værir að þvælast í strætó á Kjalrnesinu !! Brjálað veður þar eins og svo oft áður. Minnist feða á milli Skagans og Rvk. í gamla daga. Hafðu það bara gott heima með þitt heimalagaða kaffi.
Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:10
Til hamingju með vinkonu þína. verst með kaffið þitt
Kristín Katla Árnadóttir, 20.3.2007 kl. 12:31
Rosalegt veðravíti þarna í himnaríki. Ég myndi slíta af mér handlegg til að fá að búa á svona stað.
Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 12:33
Nú misstir þú af ævintýri og drama Gurrý mín. Ég fór ekki suður fyrr en með 9.47 vagninum og viti menn vorum langt komin í Grundahverfið þegar strætó fauk útaf já Gurrý við lentum úti í móa ekki kannski veður til að vera í piknik akkúrat þarna en svona fór það. Þvílíkt drama sem betur fer fann ég eftir smá leit :) nothæft öryggisbelti þannig að ég hentist ekki til hahaha en það meiddist enginn sem betur fer allt fór vel. Hafþór kom svo á lítilli rútu og sótti okkur og LÖGGAN kom og allt. Svo keyrði elsku Hafþór okkur heim á Skaga og keyrði mig meira að segja alveg heim að dyrum hefur ekki treyst því að þessi miðaldra kona gæti fótað sig vel í rokinu. Jæja svo við erum báðar heima í dag og höfum það bara gott Sjáumst vonandi á morgun í STRÆTÓ
Sigþóra Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 12:41
Elsku Sigþóra mín!! Dúllan mín. Ég var að skrifa færslu um þetta ... vissi ekkert og sá síðan kommentið frá þér. Skellti því bara beint upp í færsluna ... nema ég breytti á tveimur stöðum Gurrý yfir í Gurrí!!! Hehehheeh. Hittumst kátar og hressar í fyrramálið, vona að þú jafnir þig fljótt á sjokkinu. P.s. Ég elska öryggisbelti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 13:08
haha, aldrei hefði ég tekið eftir mér nema af því þú sagðir þetta!
Hildigunnur Rúnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:49
Það þarf nú að stækka myndina til að það sjáist ... en þarna varstu heillin, falin í speglinum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.