20.3.2007 | 12:54
Skagastrætó fauk út af!!!
Skagavagninn fauk út af á Kjalarnesinu í morgun! Ekki hefði ég viljað vera í sporum elsku farþeganna og bílstjórans þegar þetta gerðist, ég er nógu oft smeyk þarna í roki.
Bílstjórarnir hreyfa ekki bílana þegar komið er uppfyrir 32 metra á sekúndu (í hálku) en svo geta komið enn sterkari hviður eftir að vagninn er kominn upp á Kjalarnes. Það hefur eflaust gerst í morgun.
Ég hef farið með strætó í miklu hvassviðri, meira að segja 34 m/sek en þá var ekki hálka. Hann Hafþór var þá undir stýri og hef ég dáð hann sem bílstjóra síðan. Við ókum hægt og komumst þetta á seiglunni! Það hafði verið ófært allt síðdegið og þetta var síðasta ferð heim, kl. 22.30 og aðeins örfáir farþegar um borð. Hafþór var öryggið uppmálað og það róaði okkur farþegana mikið. Það var gott að þurfa ekki að gista í bænum með kettina sísvanga og svolítið veðurhrædda.
Sá fréttina um þetta á ruv.is, skrýtið að fleiri fréttastofur minnist ekki á þetta. Segi bara eins og aðrar landsbyggðartúttur ... það er ekkert fréttnæmt nema það gerist í bænum ... hehehhe, nei, nei, kannski ekki alveg!
Hilda systir hringdi rétt áðan en Ellý vinkona var nýkomin til hennar og hafði séð strætóinn út af! Hann var þó ekki á hliðinni eða neitt.
Viðbót frá Sigþóru, elsku dúllunni minni sem var um borð:
Nú misstir þú af ævintýri og drama Gurrí mín. Ég fór ekki suður fyrr en með 9.47 vagninum og viti menn, við vorum langt komin í Grundahverfið þegar strætó fauk útaf já Gurrí, við lentum úti í móa ekki kannski veður til að vera í piknik akkúrat þarna en svona fór það.
Þvílíkt drama sem betur fer fann ég eftir smá leit :) nothæft öryggisbelti þannig að ég hentist ekki til hahaha en það meiddist enginn sem betur fer allt fór vel. Hafþór kom svo á lítilli rútu og sótti okkur og LÖGGAN kom og allt. Svo keyrði elsku Hafþór okkur heim á Skaga og keyrði mig meira að segja alveg heim að dyrum, hefur ekki treyst því að þessi miðaldra kona gæti fótað sig vel í rokinu. Jæja svo við erum báðar heima í dag og höfum það bara gott Sjáumst vonandi á morgun í STRÆTÓ
Ekkert ferðaveður á Sandskeiði, Kjalarnesi eða undir Hafnarfjalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (10.1.): 357
- Sl. sólarhring: 476
- Sl. viku: 719
- Frá upphafi: 1514362
Annað
- Innlit í dag: 318
- Innlit sl. viku: 604
- Gestir í dag: 308
- IP-tölur í dag: 303
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
gott þó að allir sluppu með skrekkinn. Hefði ekki viljað vera í vagninum núna..........
Ábyggilega flottar öldur hjá þér núna
Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 12:57
Var að bæta við færsluna mína lífsreynslusögu frá farþega ... henni Sigþóru minni.
Öldurnar eru ekki stórar eða flottar núna ... sjórinn er bara úfinn og langt í burtu, enda er fjara núna. Bíð spennt eftir háflóði um sjö, átta í kvöld!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 12:58
Mér heyrist á öllu að Sigþóra þessi sé þó ótrúlega jákvæð manneskja, þegar hún strax talaði um að það væri kannski ekki veður til að fara í piknikk ... ég dýrka fólk sem getur tekið svona á hlutunum.
Knús að norðan til þín og auðvitað Sigþóru líka!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 13:00
Já, hún er ótrúlega jákvæð og skemmtileg manneskja! Knús norður til þín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 13:03
Það liggur við að maður skammist sín að flissa yfir viðbótinni - en það var bara svo fyndið að sjá hana fyrir sér í pikknikk með hárið út í allar áttir í rokinu........
flissssssssssssssss
Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 13:33
hvað er svona jákvætt við að geta ekki farið í pikknikk í smá golu?
Heiða B. Heiðars, 20.3.2007 kl. 13:39
Ég vil frekar hafa þig heima hjá kisunum - en fjúkandi um í strætisvögnum- og hana nú!
Ingibjörg Gunnarsdóttir, 20.3.2007 kl. 13:48
Gott að heyra að allt fór vel !! Þetta er eitthvað sem ég hef alltaf verið dauðhrædd við að upplifa. Hún Sigþóra vinkona þín tók þessu frábærlega, vildi bara ekki fara í pikknikk þennan daginn, en örugglega einhvertíma seinna !! Hafið það báðar gott í dag
Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 13:52
Já, hlæið bara að pikknikkferðinni hennar Sigþóru ... heheheh! Hún hlær reyndar allra hæst sjálf og lenti þó út af!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 13:56
bara fjör alltaf missi ég af svona
Ólafur fannberg, 20.3.2007 kl. 14:23
Heyrðu mig nú Fannberg!!! Hver er alltaf að kafa í kringum krókódíla og svona? Og tengdapabbinn með lífverði í bunkum? Hehehhehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 14:30
Fjúff að enginn slasaðist já skemmtileg frásögnin hennar Sigþóru. Létt á þessu konan snilld.
bara Maja..., 20.3.2007 kl. 14:44
kæra vinkona, góða viku.mér er farið að þykja ansi vænt um þig
Adda bloggar, 20.3.2007 kl. 14:51
Já, frábært að enginn slasaðist! Sigþóra er snilld! Góða viku, sömuleiðis, elsku Laugatúnskrúsídúllan mín!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:02
hédddddna, geturðu kannski sent fallega strætóbílstjórann eftir mér, svo ég geti horft á öldurnar með þér úr hásætinu í himnaríki?
Heldurðu að hann væri ekki alveg til í það?
Fyrst yfir Kjalarnesið - svo yfir heiðina.......
tíhí
Hrönn Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 15:03
Ekki spurning ... ætla samt að velja betra veður fyrir þig ... því að öldurnar eru ekkert sérstakar núna.
Skal henda inn einni mynd af þeim á eftir. Vindurinn heldur þeim niðri, ormurinn! Þær lagast kannski þegar þær komast nær landi, nær mér ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 15:17
já ég skil ekkert í því að fólk vilji yfir höfuð búa á kjalarnesi miðað við svona veður... auðvitað allt í lagi að búa allstaðar ef það er sól og blíða eða frost snjór og stillt. En maður heppinn að losna við svona veður, fór einmitt uppá skaga í gærkvöldi og það var enginn vindur en kalt og fallegt og bjart veður. Ég sem var einmitt að spá í að sækja um vinnu hjá Speli en um daginn þegar ég fór um kjalarnesið í roki (kannski ekki eins miklu og núna) þá ákvað ég að ég vil ekki vera að standa í að keyra í svona veðri... er nógu stressuð þegar ég fer útúr bænum þó svo að veðrið sé ekki að skipta sér að.
Hulda (IP-tala skráð) 20.3.2007 kl. 16:30
Úff...þetta eru sko alvöru íslensk veðurævintýri. Gott að þú ert bara heima Gurran mín...
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 16:43
Úff, gott að allir eru heilir á húfi. Og ég er eiginlega alveg hress á því að þú skulir hafa misst af þessu.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 20.3.2007 kl. 19:53
Já, ég er bæði hress með það og ekki hress ... if you know what I mean ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 19:59
Jedúdda mía, það er sko gott að enginn slasaðist og gott að vera með jákvæðnina í fyrirrúmi. Það er rosa gaman að hafa bara pikník inni hjá sér þegar svona vont veður gengur yfir. Ég geri það oft með börnunum mínum og við flissum og flissum og þykjumst sjá maura og köngulær.
Það er alltaf jafn gaman að lesa bloggið þitt, þú kemur mér alltaf í rosa gott skap. Jæja, þarf að fara að elda ofan í liðið, það svelta bara allir hér á meðan ég er á fullu að blogga, verð að fara að kokka
Bertha Sigmundsdóttir, 20.3.2007 kl. 23:49
32 metrar á sekúndu er nú enginn smá vindur. Þetta er 115 kílómetrar á klukkustund.
Birgir Þór Bragason, 21.3.2007 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.