Skánandi veður, alla vega hér ... og funheitt bold

Sjórinn 20/3 07Veðrið hefur lagast, kannski er það bara lognið á undan storminum aftur, en það er ansi blautt úti. Æ, vona að allur snjór verði farinn í fyrramálið ... Tók mynd af sjónum sem er hvorki ljótur né fallegur núna, hann bara er. Svo mikil rigning er að það virðist sem myndin sé tekin innan úr himnaríki ... en svo er ekki, ég laumaði vélinni út. 

The Bold:
Ridge gerði alveg rétt með því að hlaupa skrækjandi út úr sturtunni  undan ólöglegri eiginkonu sinni. Henni tókst samt að skella honum á bakið í rúminu og fikta við handklæðið sem hann notaði til að hylja ættargersemarnar. Til að sleppa úr örmum hennar sagðist Ridge ætla að finna eitthvað gott að borða handa þeim, þetta væri svo ósanngjarnt gagnvart Taylor. Brooke hvíslaði þá daðurslega: „Mér finnast ostrur góðar!“ Nú er hún að opna kampavínsflösku á meðan hún lætur karlinn finna mat. Jafnrétti. Nú er bankað.

Stefanía tengdó„Opnaðu, dækjan þín,“ hvæsir tengdó. Dækjan dregur fyrir en Stefanía er með lykla.

Nick og Bridget eru blindfull í Vegas og ætla að giftast. Í kapellunni er eitt par á undan og þau þurfa að bíða. Parið á undan ... er Tómas, bróðir tvíburanna og frumburður Ridge og Taylor, og vinkona hans sem þarf landvistarleyfi. Þau eru nú pínku skotin samt.

„Eiginkonu ber að vera með manni sínum,“ heldur Brooke áfram.

„Þinn tími er ekki fyrr en á morgun,“ segir Stefanía.

Frú Guðríður skellir upp úr.

Skyndiheyrnarleysi hefur gripið Ridge, hann ætti að heyra í móður sinni nöldra í ólöglegu eiginkonunni í pínulitla strandhúsinu.   


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

köfunarhæfur sjór þarna heheheh

Ólafur fannberg, 20.3.2007 kl. 18:12

2 Smámynd: Hugarfluga

Eins og mér finnst lítið gaman að horfa á Fallega og Feita fólkið, þá fylgist ég spennt með útdráttunum þínum. Lesturinn virkar jafnvel enn betur ef ég set Richard Clayderman ofan á geislann og hef hann lágt í bakgrunninum.

Hugarfluga, 20.3.2007 kl. 19:21

3 Smámynd: Hugarfluga

Fallega og sköllótta fólkið, meinti ég! duh

Hugarfluga, 20.3.2007 kl. 19:22

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Clyderman hlýtur að hljóma dásamlega með ... hahahahhahahaha, passar fáránlega við efni þáttanna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 19:25

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Horfði á boldið í morgun , Já stebba er nú meiri grippan he he.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.3.2007 kl. 19:58

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú mátt endilega leiðrétta mig ef ég hef ekki fylgst nógu vel með eða mistúlkað eitthvað, frú Kristín Katla!!! Flott að hafa okkur tvær í þessu ... heheheh

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 20:10

7 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Já gurrí mín ég geri það he he he.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.3.2007 kl. 20:25

8 Smámynd: Karolina

gott að geta fengið update á Boldinu hérna hjá þér Gurry mín

Karolina , 20.3.2007 kl. 21:08

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

smá innlitakvitt.

ljós frá mér

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 20.3.2007 kl. 22:00

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Þú neyðist til að horfa á Neyðarljós, Anna mín. Þessi dýrðardásemd, eða boldið, er á Stöð 2 ... kl. 9 á morgnana og síðan endursýnt undir kvöldmat. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 22:50

11 Smámynd: Gunna-Polly

iss er hætt að horfa þar til Amber kemur aftur og giftist eric gamla 

Gunna-Polly, 20.3.2007 kl. 22:54

12 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

sá þetta einhverntíman fyrir xx árum.   Er litla strandhúsið enn við líði?

Jenný Anna Baldursdóttir, 20.3.2007 kl. 23:01

13 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Frú Guðríður (sem skellihlær jafnan) ég vill að þú vitir að ég fylgist með daglegum útdráttum þínum, lömuð af spenningi. Að öllu jöfnu góni ég reyndar hljóðlát á skjáinn, en ég ræð ekki við gleði mína lengur. Komment á konuna! Og ekki EINUNGIS hefur þér tekist að endurvekja áhuga minn á Sköllótta og Fagra fólkinu, heldur talar þú svo fjálglega um rútuferðir að mér er skapi næst að fara niður á BSÍ og kaupa mér farmiða út á land. Hið snarasta. Þú ert yndisleg!!!

Klara Nótt Egilson, 20.3.2007 kl. 23:01

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, Jenný, litla strandhýsið er sko enn þarna ...

Og Klara mín, krúttmolinn minn, það nægir að taka 2 X 280 krónur og fara fram og tilbaka á Skagann. Það kostar sama og í strætó. Endastöðin á Skaganum er við yndislega kaffihúsið Skrúðgarðinn sem allir eru farnir að elska, enda frábært kaffi þar og kökur. Það er meira að segja hægt að fá heita súpu þar í hádeginu núna!

Ég heimta samt að þú komir líka til mín í einn kaffibolla (eða fleiri) ef þú heimsækir mitt fagra Akranes!!! Finndu sjóinn og Langasandinn ... svalir með áföstu húsi ... og þá ertu búin að finna mig! Ég er alltaf úti í glugga með kaffibolla í annarri og kött í hinni ... alveg eins og galdranorn ... múahahahhahah! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 20.3.2007 kl. 23:14

15 Smámynd: Vilborg Valgarðsdóttir

Sá hluta af Boldinu í gær og verð að segja að ef yfirleitt fyrirfinnst meiri aumingji en þessi blessaður Ridge þá vinsamlegast bendið mér á hann!

Vilborg Valgarðsdóttir, 21.3.2007 kl. 14:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (10.1.): 401
  • Sl. sólarhring: 476
  • Sl. viku: 763
  • Frá upphafi: 1514406

Annað

  • Innlit í dag: 356
  • Innlit sl. viku: 642
  • Gestir í dag: 343
  • IP-tölur í dag: 338

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband