Sætuskvísustoppistöðin ...

StoppistöðHeld að ég geti kallað stoppistöðina mína á Garðabrautinni sannkallaða sætukarlastoppistöð, þeir bera af karlarnir mínir ...

Við erum reyndar stundum tvær konurnar sem bíðum með þeim, önnur úr blokkinni minni, og þá fyrst kann ég við að nota orðið sætuskvísustoppistöð .. eiginlega ekki þegar ég er bara ein! Ég er svo rosalega hógvær.

Við keyrðum þögul fram hjá staðnum á Kjalarnesinu sem strætó ók út af í gær. Held að umferðarmerkið „Spennið beltin“ hafi bjargað miklu því að strætó dúndraði því skilti niður á leið sinni út í móa og það dró jafnvel úr hraðanum ... Þetta gat ekki verið betri staður ... eiginlega bara algjör jafnslétta.

Sami rólegi bílstjórinn og ók út af í gær var undir stýri í morgun og svo kom auðvitað Sigþóra, hetja dagsins! Á leiðinni niður götuna og undir brúna sagði hún mér hvað gerðist. Vindurinn hvein tryllingslega og vagninn hristist og skalf. Sigþóra var dauðhrædd. Hún setti á sig húfuna, reimaði hettuna fasta, hélt sér ... og beið. Þegar hún var hálfnuð með faðirvorið keyrði strætó út af.

Nú eru 20 mínútur í að morgunverður verði framreiddur ... jesssss!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég ætla sko pottþétt á þessa stoppistöð líka. En bara af því að ég er svo mikil skvísa...............

Hrönn Sigurðardóttir, 21.3.2007 kl. 08:59

2 identicon

Æ Gurrí þú ert algjör snild, ég vakna og hugsa strax skildi "strætóferðarlýsingin" hennar Gurríar vera komin inn, það er svo gaman að lesa um þessar ferðir þínar. Held ég taki barasta strætó á Skagann einhvern daginn !! Eigðu góðan dag mín kæra.

Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 09:31

3 Smámynd: Klara Nótt Egilson

Þegar ég verð stór ætla ég pottþétt að flytjast frá höfuðborginni, ferðast með æsispennandi strætisvagni og horfa á kynþokkafullar spennumyndir í Hvalfjarðargöngunum.

Klara Nótt Egilson, 21.3.2007 kl. 11:53

4 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Rosalega spennuþrungið líf þarna á Skaganum..... og á leiðinni þangað nottla.

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 13:40

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Óxla spennnnnandi! Hlakka ekkert smá til að fara heim kl. 15.50 og fara beint á kaffihúsið. Á æsispennandi stefnumót þar, reyndar við konu ... en langtíma einsemd kennir manni vissulega að slaka á kröfum.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 14:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 13
  • Sl. sólarhring: 392
  • Sl. viku: 749
  • Frá upphafi: 1514435

Annað

  • Innlit í dag: 11
  • Innlit sl. viku: 633
  • Gestir í dag: 11
  • IP-tölur í dag: 11

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband