Gaman að vera tvíburi ...

Ágætar kjötbollur í hádeginu og þær runnu ljúflega niður í félagsskap mjög sætra manna sem ég sat ein að allt hádegið.

Umræðuefnin voru svolítið kerlingaleg í fyrstu, eða svona umræðuefni eins og sumir halda að konur tali bara um, eða þar til mér tókst að ná þeim á betra plan. Nenni ekki svona nöldrandi körlum yfir engu ... og þvílíkt áhugaleysi á Formúlunni ... skil bara ekki svona karla, en sætir voru þeir samt!

Ég hefði ekki þurft að drekka Pepsi Max til að falla í hópinn

Eineggja tvíburar í miðiðEinn við borðið er eineggja tvíburi. Þegar hann var nýbyrjaður með sinni heittelskuðu og þau bjuggu á Kjalarnesinu voru þau svo heppin að fá íbúð hins tvíburans (og kærustu hans) lánaða yfir helgi þar sem árshátíð stóð fyrir dyrum.

Hann fékk einstaklega kuldalegt augnaráð frá nágrannakonunni á sunnudeginum þegar hann dröslaðist þynnkulegur fram á gang, enn í ballfötunum því að það gleymdist að taka önnur með og með þessa líka flottu gellu með sér sem líktist ekki konunni á heimilinu nokkurn hlut!

Þegar bróðirinn kom síðan heim eftir að hafa lánað okkar manni íbúðina, sýndi nágrannakonan honum ómælda fyrirlitningu og þeim mun meira samúðaraugnaráð fékk vesalings sambýliskonan sem vissi greinilega ekki neitt ... Næsta dag fór sambýliskonan niður í þvottahús ... skömmu síðar mætti nágrannakonan ábúðarfull og sagðist ekki geta horft upp á þennan ósóma ... svo blaðraði hún öllu sem hún hafði orðið áskynja um helgina. Sambýliskonan fór að hlæja og sagði þetta bara eðlilegt, maðurinn hennar ætti eineggja tvíburabróður ... osfrv. Nágrannakonan hnussaði og trúði ekki einu orði. Þær eru stundum skrambi góðar þessar tvíburasögur!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ætli miðvikudagar séu kjötbolludagar hjá mötuneytum á Íslandi?  Sit með svoleiðis rétt úr mínu mötuneyti.....bara að spá....

frænkubeib (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 13:09

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Það skyldi þó ekki vera ... opinber mötuneytismatur miðvikudaganna skv. tilskipun!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 13:33

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Jenný Anna Baldursdóttir, 21.3.2007 kl. 13:39

4 identicon

innlitskvitt elsku gurrí

Kleópatra Mjöll Guðmundsdóttir (IP-tala skráð) 21.3.2007 kl. 14:13

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég á tengdarson sem er tvíburi og þeir eru alveg eins það er ekki hægt að þekkja þá í sundur, þess vegna finnst mér þessi saga svo fyndin.Ha Ha 

Kristín Katla Árnadóttir, 21.3.2007 kl. 17:36

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Nei, nei, bara grænmetisbaka hjá mér, og svo salatbarinn dásamlegi eins og alla aðra daga (hef áhyggjur af holdafarinu ef fram fer sem horfir).

Sigríður Jósefsdóttir, 21.3.2007 kl. 17:45

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mjög góðar vinkonur mínar úr æsku eru eineggja tvíburar en eftir að ég kynntist þeim betur sá ég að þær voru bara ansi ólíkar!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 21.3.2007 kl. 18:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (11.1.): 15
  • Sl. sólarhring: 376
  • Sl. viku: 751
  • Frá upphafi: 1514437

Annað

  • Innlit í dag: 13
  • Innlit sl. viku: 635
  • Gestir í dag: 13
  • IP-tölur í dag: 13

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband