Hoppað í hyldýpið ... nei, ekki fínar dömur

Tók þá meðvituðu og skynsamlegu ákvörðun að mæta klukkutíma seinna í vinnuna en vanalega. Það var klókt hjá mér, orðið bjart og svona ... vöðvabólgan minni, enginn drungi, bara gleði!

Svo var ég heppin og hitti á André Backmann í Mosó, besta strætóbílstjórann, eins og Skagakonan frá Litháen (minnir mig) segir alltaf. Gaman að heyra hann kalla upp stjórnstöð til að tékka á leið 18 fyrir okkur kerlurnar. Bílstjórinn á 18 var greinilega útlenskur og samræður fóru fram á ensku. Það færist sífellt í vöxt að pólskir menn aki strætó og finnst mér það alveg dásamlegt að auka svona á úrval augnkonfekts fyrir okkur strætógellurnar. Ég ætla að læra að segja Góðan daginn á pólsku!

Vegabrúnin á VesturlandsvegiEini gallinn við annars skemmtilega farið frá Mosó að Vesturlandsvegi var að André stoppaði við stoppistöðina, beint við hliðina á hyldýpinu ... eða manndrápsbrekkunni, vegkantinum. Ég horfði tárvotum augum á hann og sagði beisklega að Skagabílstjórarnir stoppuðu alltaf nokkrum metrum lengra, þeir vissu nefnilega að fínar dömur hentu sér ekki niður brekkur ...

Hljóp fyrir brekkuhelvítið, síðan niður eftir, alveg í rusli en strætó var seinn og þetta reddaðist allt saman.

Heppnin elti mig því að ég hitti yfirmann þýðingadeildar Stöðvar 2 og eiginmann formanns ákveðins stjórnmálaflokks í strætó og tókst lymskulega að smygla mér inn í húsið Saga Film-megin með því að halda honum uppi á snakki um fólskulegar flugvélarsmíðar í Flórens.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hm, minnir að Góðan daginnDobraj Dehn á rússnesku (og Góðan morguninnDobraj Utrom á sama máli). Mæli samt með örlítilli rannsóknarvinnu áður en þessu er dembt á Pólverjana okkar .

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 10:20

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegt hvað það er æsandi atburðarrás í gangi þarna í Skagastrætó Gurrí

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 10:22

3 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Sorrý gleymdi þessu

Jenný Anna Baldursdóttir, 22.3.2007 kl. 10:22

4 Smámynd: Ingibjörg Gunnarsdóttir

Er ekki yfirmaður þýðingardeildar Stöðvar 2 líka augnakonfekt?  Spurning hvort hann ætti ekki að fara að keyra strætó..........

Ingibjörg Gunnarsdóttir, 22.3.2007 kl. 10:23

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ehehhehe, Ingibjörg, hann er voða sætur ... verst að ég lít aldrei á kvænta menn sem bráð ... óttalega gamaldags eitthvað ... Ég myndi alla vega sjá hann oftar ef hann æki strætó númer 18!

Já, jenný, þetta er allt mjög ÆSANDI!  og HOT! Hahahahahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2007 kl. 10:32

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Og takk, Guðmundur! Ætla að spyrja hana Guðrúnu Völu mína í Borgarnesi, hún talar heilmikla pólsku!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2007 kl. 10:41

7 Smámynd: Bragi Einarsson

Þú ert efni í njósnara þegar þér tekst að "smygla" þér svona inn!

Bragi Einarsson, 22.3.2007 kl. 11:22

8 identicon

Það er mikið augnakonfekt að skoða bloggið þitt, dúlla!

Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 22.3.2007 kl. 11:40

9 Smámynd: bara Maja...

Keyri fram hjá hyldýpinu þinu á leið í vinnu, og verður alltaf hugsað til þín  getum við bloggheimar ekki sameinast og mótmælt tröppuleysi hyldýpisins? byggjum tröppur í þágu Gurríar !!! gætum kallað það Guðríðarstígur ? eða er það til ? Gurríartröppur hljóma ekki eins fansí...himnastígi Gurríar ? Einhverjar hugmyndir ?

bara Maja..., 22.3.2007 kl. 16:09

10 Smámynd: Sverrir Einarsson

Prófaðu djin dobre á pólverja helv. hehe ekki þekki ég þessa pólverja á útlitinu ég umgengst bara um 100 stk. á hverri nóttu.....þeir eru að redda fbl í útburði.

Ekkert að því að hafa pólska bílstjóra....verst þegar þeir tala bara pólsku og rata bara "sinn rúnt" því ég rata voða lítið í strætó og þarf því að spyrjast fyrir hvort viðkomandi strætó stoppi þar eða hér og þeir skilja mig ekki því þeir tala bara pólsku og pólksa ensku sem enginn skilur nema pólverji eða rússi.

Þessi blessaða brekka gæti sem best verið löguð og kölluð niðurgangur Gurríar....eða er það ekki?

Held að það sé frekar mikil ferð á logninu uppá skaga núna.

Sverrir Einarsson, 22.3.2007 kl. 16:20

11 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

innlitakvitt !

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 22.3.2007 kl. 16:42

12 Smámynd: Ólafur fannberg

dobre

Ólafur fannberg, 22.3.2007 kl. 17:09

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Niðurgangur Gurríar ... hmmm, Sverrir! Mér líst ágætlega á að færa bara stoppistöðina nokkrum metrum nær Reykjavík ... Ég sá að útlenska konan var í algjörum fjallaskóm og fór því létt með að klifra niður brekkuna, þrátt fyrir hálku, en ég þarf að skreppa á skóútsöluna í Perlunni ... alveg búin að sjá það! Djin Dobre! Prófa það á Pólverjakrúttin mín! 

Rétt hjá þér, Sverrir, það er frekar mikil ferð á logninu núna, svipað og í Mosó ... næstum því logn á Kjalarnesi áðan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 22.3.2007 kl. 17:31

14 identicon

Guðríðargjá er þjált og gott - ekki ósvipað Almannagjá......

Jón Sigurðsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 40
  • Sl. sólarhring: 42
  • Sl. viku: 1289
  • Frá upphafi: 1513027

Annað

  • Innlit í dag: 32
  • Innlit sl. viku: 1095
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 29

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Straujárn
  • Stráksi
  • Hnetusmjör

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband