23.3.2007 | 08:25
Rokkuð rjómabyrjun á góðum degi!
Allar klukkur heimilisins plús síminn hringdu frá klukkan 6.15 í morgun. Það tók mig hálftíma að vakna og þegar ég var komin til meðvitundar hristi ég gáfulegt höfuðið ögn eftir að hafa spurt sjálfa mig hvort ég næði strætó eftir fimm mínútur. Þótt ég sé fremur viðhaldsfrí manneskja og eyði ekki löngum tíma í kremakjaftæði og málningarstúss þá þurfti að skipta um handklæði í öllum gluggum líka.
Sofnaði þó frekar snemma í gærkvöldi ... eða fór upp í um 11 leytið. Stormurinn hélt fyrir mér vöku eitthvað fram yfir miðnætti en heitt bað og góð hvíld ætti að koma í staðinn fyrir einhvern svefn, hélt ég ...Kemur þá ekki SMS frá Ástu, eða öllu heldur ein snögg hringing ... hún hafði sent SMS-ið fyrir korteri en ég ekkert heyrt.
Kettirnir fuku svo um alt himnaríki þegar ég gerði mig klára á mettíma og Ásta tók andköf af hrifningu þegar ég kom blaðskellandi út í bíl með kaffi í báðum. Af hrifningu yfir fallegu útliti mínu þrátt fyrir nauman snyrtitíma. Þetta segir mér að nú sé kominn tími á klippinu! Ef hárið á mér verður bara flott ef ég sofna með það blautt ... þá er eitthvað ekki alveg rétt í gangi!
Ásta, svolítið hvekkt yfir vanþakklæti mínu síðast þegar hún var með George Michael veinandi í græjunum, prófaði að setja Joe Cooker á og við talsverða gleði mína ... en það var ekki fyrr en Led Zeppelin kom á sem allt varð vitlaust.
Á Vesturlandsveginum, á milli Mosó og Rvk gat ég ekki hamið mig heldur tók töffaralega kippi í takt við tónlistina (Dazed and Confused, skiljið) næstum svona luftguitar ... og Ásta dó úr hlátri ... ekki yfir því að ég hafi verið hlægileg, almáttugur nei, heldur svipnum á konunni í bílnum við hliðina. Hún sneri sig víst úr hálsliði við að sjá þessa fögru og kúl sýn ... sem er víst of fáséð kl. 7.20 á morgnana.
Konan var án efa að dást að taktföstum rykkjunum í mér og öfundast út í örugglega guðdómlega tónlistina sem við hlytum að vera með í græjunum.
Við Ásta töluðum fallega um Shady Owens á leiðinni en ég sagði henni frá því að þegar við vorum börn að aldri hafi Led Zeppelin komið til Íslands, spilað á tónleikum við góðar undirtektir og farið síðan í Glaumbæ einna um kvöldið. Þar hafi Shady Owens m.a. tekið lagið Babe, I´m gonna leave you og gert það svo vel að það hafi verið hálfvandræðalegt fyrir aumingja Zeppelinana!
Ég hef örugglega sagt frá því áður ... en þegar ég var 15 ára að vinna í fiski í Vestmannaeyjum var hún að vinna með mér. Mér fannst svo mikill heiður að fá að fara út í sjoppu fyrir hana .... arggggg! Þarna fattaði égað frægð og ríkidæmi eiga ekki alltaf samleið. Shady þurfti að vinna í fiski til að eiga fyrir flugmiða "heim" til London. Íslenskt tónlistarlíf hefur ekki verið samt eftir brottför hennar. SHADY HEIM!
Megi dagurinn í dag verða öllum rokkurum guðdómlegur ... og hinum líka!!!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 21
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 1270
- Frá upphafi: 1513008
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1078
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Gurrí, þú ert mín fyrirmynd í dag. Ég ætla að ROKKA FEITT í allan dag og njóta hverrar mínútu! Orkubúst á góðum föstudegi!
www.zordis.com, 23.3.2007 kl. 08:35
Takk fyrir skemmtilega færslu, alltaf fjör í kringum þig
SigrúnSveitó, 23.3.2007 kl. 09:33
Við sem fórum á Zeppilintónleikana 1970 erum öfunduð enn í dag. Við munum verða öfunduð að eilfíu. Bara svo þú vitir hvað þú ert merkileg.
Jenný Anna Baldursdóttir, 23.3.2007 kl. 12:19
kveðja
Adda bloggar, 23.3.2007 kl. 12:28
En Jenný, ég fékk ekki að fara!!!! Þannig að ég er ekkert merkileg. Tvær sem vinna með mér, frænkur, bara ári eldri en ég, fengu að fara. Nú fær móðir mín aldeilis að heyra það næst þegar við hittumst!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2007 kl. 12:38
Ohhh, mér finnst æðislegt að þið viljið vera bloggvinkonur mínar þótt ég hafi ekki fengið að fara ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 23.3.2007 kl. 21:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.