Súpa og stjórnmál ...

Íhugaði alvarlega að kíkja á frú Sigríði bloggvinkonu sem kemur á eftir upp á Skaga með framboðinu sínu ... hugaði svo nje ... of hvasst, blautt og kalt til að ganga ... brrrrrr.

SúpaHringir þá ekki frú Sigríður þegar ég var að hugsa um þetta. Ég sagði henni mínar strætófarir eigi sléttar, en Rvíkurstrætó má víst (held ég) ekki skutla Skagamönnum á milli staða hér þótt innanbæjarvagninn gangi aldrei um helgar og ekki á kvöldin. Annars er það ekkert á hreinu og ég treysti mér ekki til að láta reyna á það! Held að ekkert svo margar hræður myndu notfæra sér það ... og þó! Það væri kannski ekki galið að senda fyrirspurn til Stætó bs og komast að þessu. Er ekki alltaf gott að fá 280 krónur? Ég nenni ekki að kaupa mér bíl. 

Frú Sigríður ætlar bara að kippa mér með. Vonandi verður heit súpa í hádeginu í Skrúðgarðinum. Maður afplánar nú einn stjórnmálafund fyrir súpu. Svo hef ég skammarlega lítið kynnt mér það sem er í gangi í stjórnmálum, bíð bara róleg eftir bæklingum. Það er gaman að vera ópólitísk ... eða óflokksbundin ... maður er eitthvað svo frjáls.

omarragnarssonÓmar er æði, hef tekið viðtöl við hann í gegnum tíðina ... tók líka eitt sinn viðtal við konuna hans og sú er ástfangin af honum eftir öll þessi ár og barnafjölda. Mér hefur líka alltaf litist vel á Margréti Sverrisdóttur ... það er bara tilfinning, hef aldrei hitt hana. Jakob Frímann kallaði mig einu sinni (1986) ægifagurt sprund ... en þá var ég að deita vin hans. Mér hefur verið sæmilega hlýtt til hans síðan.

Mér finnst reyndar Geir Haarde æðislegur líka og Katrín Fjeldsted og Steingrímur J. Sigfússon, Helga Vala Helgadóttir ... og svo hefur elskan hún Helga Sigrún nokkrum sinnum bakað svívirðilega góðar kökur fyrir afmælið mitt en við unnum saman í útvarpi í gamla daga. Ætla þó ekki að gera úllen dúllen doff á kjördag, heldur taka upplýsta og afar greindarlega ákvörðun.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hugarfluga

Ætla einmitt líka að taka upplýsta ákvörðun á kjördag! Verði þér súpan að góðu og megi hún hlýja þér í hráslaganum

Hugarfluga, 24.3.2007 kl. 13:19

2 Smámynd: www.zordis.com

ÉG kýs ekki.  Væri til í þessa girnilegu súpu .....

www.zordis.com, 24.3.2007 kl. 14:05

3 identicon

Hvúaaa, er ekkert að frétta af hurðinni út á altan? Er nú annars svolítið skeptískur á útkomu summunnar: Iðnaðarmaður + föstudagur + leiðindaveður .  

Guðmundur G. Hreiðarsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 14:28

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðmundur, þú er klár ..... dyrnar koma á mánudaginn!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 14:57

5 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Sorgmædd sól   )-: Ég var að hugsa það sama.  Hvenær ferðu að geta notið sólarinnar og strandlífsins af svölunum?  Allt hurðarlaust ennþá?

Ágúst H Bjarnason, 24.3.2007 kl. 14:59

6 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Ég tek yfirvegaða og vel ígrundaða afstöðu þ. 12. maí nk. Vi. græn er minn flokkur. Ég vona að dagur verði þér unaðslegur og að þú fáir mikið af ullabjökkum og öðru góðgæti í Skrúðgarði

Hvernig er hægt að setja svona mynd inn á athugasemdir?

Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 15:50

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Mynd inn á athugasemdir ... því þarf snillingurinn og jafnvel kannski kjarneðlisfræðingurinn hann Ágúst minn að svara ... Þetta er algjör dýrðarmynd af sólinni þarna!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 15:59

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Maðurinn minn er strætóbílstjóri, ég skal bara biðja hann að pikka þig upp og keyra þig í vinnuna

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2007 kl. 16:31

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehehhe, takk Katla! Ég þigg það! Hvaða leið keyrir hann?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 16:35

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Hann keyrir margar leiðir Gurri mín ha ha

Kristín Katla Árnadóttir, 24.3.2007 kl. 16:41

11 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Held að þú hefðir skemmt þér vel ... framboðið hefði líka haft gott af því að fá spurningar frá þér ... þú liggur sjaldnast á skoðunum þínum, heillin! Sem er frábært!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.12.): 2
  • Sl. sólarhring: 50
  • Sl. viku: 1251
  • Frá upphafi: 1512989

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 1065
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • Straujárn
  • Stráksi
  • Hnetusmjör

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband