24.3.2007 | 17:11
Ljúfur laugardagur ... hvernig hljómar DJ Gurrí?
Á stjórnmálafundinum hitti ég gamlan nágranna, Gunnar Ásgeir. Kynntist foreldrum hans vel á tímabili 2 (78-82) á Akranesi þar sem þeir bjuggu við hliðina á mér. Við skemmtum okkur vel á fundinum (í alvöru), fengum súpu og brauð og alles. Leist ágætlega á málflutninginn og þau svör sem komu þegar fyrirspurnir voru bornar fram!
Komst ekki í Einarsbúð fyrir helgi og á heimleiðinni bauðst Gunnar Ásgeir til að skutla mér út í búð. Fór í fyrsta skipti inn í Krónuna og keypti það allra, allra nauðsynlegasta, eins og t.d. páskaegg frá Nóa Síríus. Hugsaði til þess með söknuði að akkúrat núna þegar ég gæti svo sem alveg (á Vísa) keypt mér tíu stór páskaegg (eins og ég hét mér í æsku að gera þegar ég yrði stór) þá valdi ég mér hæversklega páskaegg númer FIMM ... Ég deildi þessum pælingum með afgreiðslustúlkunni sem brosti kurteislega ...
Gunnar Ásgeir gat ekki hugsað sér að láta mig bera pokana upp stigana (ekki þungir samt) og svo bara allt í einu var ég sest við tölvuna og farin að leyfa honum að hlusta á flotta tónlist, kynnti hann fyrir síðunni dásamlegu: http://radioblogclub.com/ þar sem ég tíndi til ýmis uppáhaldslög, gömul og ný. Nú veit ég hvaða lögum ég hleð inn í ipodinn minn ... ef ég eignast einhvern daginn slíkt tæki:
King Crimson Starless
Black Sabbath Solitude
Kansas Dust in the Wind
Pixies Where is my mind
Offspring Come out and play
Red hot chili p Road Trippin
Led Zeppelin Dyer Maker, Dazed and Confused, Going to California
Deep Purple Child in Time
Rolling Stones Angie
Radiohead Street Spirit, Creep
Enya Caribbian Blue
Queen of the Stone Age No one knows
Muse New Born
Nas You can hate me now
Eminem The way I am
Gunnar skemmti sér konunglega, held ég, lagðist upp í sófa, blaðaði í bókum, við spjölluðum um leið og við hlustum að róleg lög, tryllt lög og allt þar á milli ... bara frábær og afslappaður laugardagur! Ég held að ég sé efni í DJ!
Svo fór Gunnar með ruslið fyrir mig á leiðinni út. Aldrei of illa farið með góðan mann ... múahahhahahaha!
Mér þætti gaman að vita hvaða lög eru í uppáhaldi hjá bloggvinum mínum ... endilega kommentið!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 21
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 1270
- Frá upphafi: 1513008
Annað
- Innlit í dag: 15
- Innlit sl. viku: 1078
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 14
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Los Ramones
Emma Chaplin
Stuðmenn ..... eheeheh
Queen
Alaska og mun fleiri héðan sko, Boney M ................ fullt af góðum lögum Snæfríður og sníparnir fluttu mörg skemmtileg írsk lögin, allar ítölsku ballöðurnar, spænsku ástarlögin og guð má vita hvað. Alæta eins og ég á eiginlega ekkert uppáhald eða ógisssslega mörg!
Spurning hvort Gunnar sé ekki nýtalegur í annað en skutl og pokaburð! Varstu ekki að tala um að enginn væri gæinn .... HUX
www.zordis.com, 24.3.2007 kl. 17:24
Zordís þó!!! Ég er vinkona mömmu hans! Og þegar ég var virðuleg húsmóðir á Akranesi með nýfætt barn var hann unglingurinn sem ég hjálpaði í stærðfræðinni! Slíka menn nýtir maður bara í skutl og ruslaferðir ... hehehhe, aðallega vináttu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:26
Ég missti eiginlega af Duran og því öllu, Hallur, var í uppreisn gegn þessu öllu ... hreifst helst af pönki ... hálfgerð synd að vera ekki opnari fyrir allri tónlist. Svo fór maður að meta sumt með aldrinum sem ekki var litið við áður!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 17:28
Gurrí! Skoðaðu málið í réttu samhengi. Hvað er í tísku í elskhugamálunum? Því yngri því betri , og ekki verra ef tengdó er gömul vinkona Það verður rosalega kúl hjá þér eftir helgi að segja teprunum frá öllu kynlífinu á sófanum.
"Gunnar skemmti sér konunglega, held ég, lagðist upp í sófa, blaðaði í bókum, við spjölluðum um leið og við hlustum að róleg lög, tryllt lög og allt þar á milli ... bara frábær og afslappaður laugardagur!"
Já einmitt Góða skemmtun áfram.
kikka (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 17:47
1000 Bítlalög, Wilde Horses með Stones, Working Man´s Blues af Modern Times með Dylan (maðurinn er snillingur) The Sensitive Kind með JJ Cale og músik mannsins míns sem er numero uno. Annars eru mín bestu lög svo mörg að þú verður að bíða eftir ævisögunni.
Fín lög sem þú telur upp þarna stelpa.
Jenný Anna Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 17:57
Kikka mín!! Má ekki eitthvað karlkyns (bara eitthvað sem hreyfist) koma í heimsókn í himnaríki án þess að ég þurfi að huga að notagildi þess?
Jenný ... mannsins þíns, hvað snilldartónskáld er það?
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 18:06
Úps, ég er enn að hlæja að kommentinu hennar Kikku ... auðvitað segi ég öllum í vinnunni að ég hafi verið að djöflast alla helgina og sé komin með kippu af nothæfum karlmönnum! Minnist ekki á tónlistarhlustun ...
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 18:08
Það eru svo mörg lög. Núna er ég t.d. alltaf að hlusta á Eurovision lögin úr keppninni þetta árið. Búlgarska lagið, gríska lagið, finnska lagið, breska lagið ... þetta er allt í spilun hjá mér.
En önnur lög sem ég hef verið að spila mikið upp á síðkastið eru t.d.
"I love your smile" - Shanice
"Chasing cars" - Snow Patrol
"A different corner" - George Michael
"This is not real love" - George Michael/ Mutya
"I wish a I was a punk rocker" - Hara (úr X-Factor)
"Always something there to remind me" - Naked Eyes
"Another chance" - Roger Sanchez
"Celebrate youth" - Rick Springfield
"Queen of apology" - The Sounds
- Hafdis Huld ... allt með henni
- Peter Björn og John ... allt með þeim
"At last" - Etta James
"Forogj vilag" - NOX
"Grace Kelly" - Mika
"Orð" - Í svörtum fötum
"Segðu mér" - Jónsi
- Muse ... Black holes and revelations-platan öll
"Save me" - Remy Zero...
Best að hætta núna ... ég er alltaf hlustandi á lög
Knús og kossar á Akranesið!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 24.3.2007 kl. 19:36
Gott að þú skemmtir þér vel Gurrí mín, alveg hreint dásemdarsúpa hjá henni Maríu. Og ekki skemmdi kaffið sem ég fékk hjá henni í nestið. Hópurinn var alveg yfir sig hrifinn af staðnum, móttökunum, og við tölum nú ekki um þessu frábæra fólki á Skaganum. Frábært hjá þér að ná í karl í kaupbætið. Þú sleppir honum ekkert út í bráðina, er það nokkuð? Allavega sögur fyrir Katrínu Kveðjur,
Sigríður Jósefsdóttir, 24.3.2007 kl. 19:53
Páskaegg troðfullt af nammi, Ómar Ragnarsson fyrsta poppstjarnarn mín, huggulegur karlmaður með vöðva haldandi á mat og seiðandi tónlist og útsýni sem kemur hvaða karli til . Og þá er ég ekki að tala út um gluggana . Ó nei. Svo les ég mér til í gegnum línur að ég fái bráðum einhverjar spennandi fréttir..hmmm. Guðríður er bara ævintýra prinsessa númer eitt. Það er alveg ljóst.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 24.3.2007 kl. 20:20
Svona svo að þið hafið eitthvað meira til að smjatta á, illskurnar mínar, ég meina elskurnar, þá fyllist himnaríki af karlmönnum á mánudaginn, troðfyllist alveg. Lofa ykkur því að ekki allir munu sleppa út í lok vinnudags! Hann Gunni minn fær sko frið fyrir mér, hann er eins og bróðir eða náfrændi! Heheheheheh! Er auk þess ágætur vinur erfðaprinsins! Þið verðið að vera ögn smekklegri í "vonlausri" leit að fórnarlambi handa mér! Verst að vottar Jehóva koma alltaf tveir saman ... og löggur líka (ef ég bryti nú af mér, gæti verið þess virði). Mér dettur eitthvað í hug!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 24.3.2007 kl. 20:32
Skemmtileg skrif hjá þér eins og alltaf Gurrý ..Minn tónlistarsmekkur er nú frekar í "heavy" kantinum.. En það verður sko að vera hægt að dansa við flest af því sem ég fíla...og er svo sem reyndar líka..Geri samt alltof lítið af því að hlusta á músik..nema þegar ég er ein þá set ég allt í botn..og þríf, skrúbba og bóna..nei kanski ekki alveg svo mikið.. við dúndrandi rokk.. ..Ég hef engar áhyggjur af þér og þínum karlamálum..sýnist nógar aðrar vera í að ráðleggja eða leggja á ráð í þeirri deildinni fyrir þig
Agný, 25.3.2007 kl. 00:34
Elsku Gurrý, ég er að reyna að hætta að hlæja svo að ég geti skrifað... þú ert frábær, ég sé þetta allt saman bara fyrir mér!!!! Ég er algjör R&B gella, finnst Mary J. Blige geðveik, fór á tónleika með henni í Ágúst og ég settist aldrei niður, heldur öskraði og söng (þangað til ég var vinsamlegast beðin um að halda kjafti, sem ég gerði ekki...).
Annars finnst mér Dave Matthews Band alltaf geðveikir, Beyonce er ókei, er að hlusta á Jay Z nýja diskinn hans, og svo soundtrack fyrir Dreamgirls. Svo elskar maðurinn minn Prince, þannig að í gær vorum við að hlýða á hann...
R&B gella, eins og ég sagði, en mér finnst alltaf rokk geðveikt líka
Bertha Sigmundsdóttir, 25.3.2007 kl. 16:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.