25.3.2007 | 14:16
Pælingar og spælingar ...
Gunnar, meintur ekkielskhugi minn og vinur erfðaprinsins, tók eftir svölunum í fyrsta skipti í gær. Kannski er langt síðan hann hefur komið eða að það fór ekki á milli mála að eitthvað stóð til. Öll húsgögnin komin út í horn og glugginn blasti ber við, ofninn farinn og allt!
Ég þarf að láta mér detta eitthvað snjallræði í hug varðandi bil sem myndast beggja megin við svalirnar, upp við húsvegginn, og veldur því að hvorki er óhætt að hleypa börnum né köttum út á svalirnar. Kannski snjallt að nota tækifærið og loka þessu ekki alveg, hafa þetta opið en öruggt. Þessar svalir eru nefnilega ótrúlega lokaðar, það þarf t.d. að moka snjónum upp úr þeim, það ekki nóg að ýta honum út um bil að svalargólfi, eitthvað sem er á flestum svölum! Þetta eru reyndar tiltölulega ódýrar svalir og það er vissulega dýrmætt líka.
Ég hef hallast að því að biðja einhvern Didda að smíða fyrir mig eldhúsinnréttingu. Hann er staðsettur á Skaganum og smíðaði geggjaða innréttingu fyrir systur mína og mág, kom með snjallar lausnir sjálfur og er víst mjög vandvirkur og sanngjarn í verðlagningu. Hjónin sem búa á æskuheimili mínu ætla að fá hann í eitthvað svona líka, sögðu þau í gær.
Ég var með hálfgerðan kvíðahnút í maganum yfir því að þurfa að láta flytja heila IKEA-eldhúsinnréttingu hingað og kannski láta skilja hana eftir fyrir utan húsið, eins og var gert við 100 kílóa fataskápinn sem ég keypti þar í fyrra. Hann kom reyndar í tveimur einingum ... en þótt ég reyndi að blanda saman andlegum og líkamlegum styr með smádassi af viljastyrk tókst mér ekki að bifa þessum hlössum.
Síðar þegar ég pantaði nokkra bókaskápa komu Flytjendagæarnir með þá alla leið upp í himnaríki. Þá var himnaríki fullt af sterkum gæum á borð við erfðaprinsinn, Davíð frænda og fleiri. Kannski hefur dyrabjallan verið biluð þessar sekúndur sem fataskápurinn kom í hlað.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.12.): 7
- Sl. sólarhring: 51
- Sl. viku: 1148
- Frá upphafi: 1513040
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 976
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Er þetta strönd sem ég sé þarna fyrir neðan svalirnar? Og hvítfyssandi öldur. Ef ég hefði þetta útsýni myndi ég hanga á svölunum eða í glugganum allan sólarhringinn. Þvílíkur draumur! Annars er gaman að geta sagt þér að við vorum einu sinni að vinna saman. Á Aðalstöðinni í gamla daga.
Jóna Á. Gísladóttir, 25.3.2007 kl. 15:38
humm.... mig vantar eldhúsinnréttingu! Erum mikið að spá í að smíða sjálf (hvenær sem tími verður í það) og láta svo búa til hurðirnar eftir máli... alveg déskoti fallegt og vel gert hjá Cego í kópavogi... dauðlangar að fá sérsmíðaða hjá þeim. Ég er nefnilega með svo "dýrar" hugmyndir um innréttingu... er svo spes að ég vil bara fulningahurðir og gler hehehe
Svalirnar.... setja bara grind eða eitthvað fyrir opið! loftar um og svo geturu bara strengt sóltjald fyrir ef þú vilt vera í friði í sólbaði í sumar
Saumakonan, 25.3.2007 kl. 15:42
Ójá, Jóna. Ég keypti útsýni og íbúð ... í þessari röð. Hef skrifborðið mitt við gluggann í einu herberginu og þarf rétt að hreyfa höfuðið til hægri og þá sé ég sjóinn, Rvík, Keflavík, Ameríku og hvaðeina. Ekkert sem skyggir á, well, svalirnar reyndar ... en ég hangi bara út á þeim og verð útitekin og sæt. Ætla að láta gera "barborð", kaupa barstóla svo að maður sjái útsýnið. Venjulegur sólstóll ... þá sér maður bara himininn! Gaman að "sjá! þig Jóna!!!
Góð hugmynd, Saumakona, akkúrat eitthvað svona var ég að hugsa um. Einu kröfurnar sem ég geri um eldhúsið mitt er að það sé sæmilega fallegt, gott að vinna í því og að ég komi öllu dótinu haganlega fyrir.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 15:48
Ikea sagan er einum of skandinavísk. Þegar ég bjó með annan fótinn í Danmörk fyrir nokkrum árum bjó ég á hóteli á sjöttu hæði á Vesturbrú og íslenskur þúsundþjalasmiður á hæðinni fyrir neðan (þessi sem Halldór heimsótti síðar). Hann hafði skemmtilega kenningu um Dani, þeir eru flinkir í að selja þér vöru en svo vilja þeir helst ekkert af henni vita. Hann keypti níðþungan ísskáp og fékk hann einmitt á tröppurnar, og lyftan sem tók 2-3 sálir og engan ísskáp var ekki til huggunar. Hann þurfti að dröslast með kvikindið upp ótal stiga og kunni góðu dönsku sölumönnunum litlar þakkir.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 25.3.2007 kl. 16:08
Alveg merkilegt!!! Hahahhaha! Held reyndar að flutningsmönnunum hér á landi (Flytjanda) sé uppálagt að koma með vörurnar upp að dyrum, ekki bara útidyrum niðri en eitthvað klikkuðu þeir á þessu hjá mér, ormarnir. Ég var í löngu flutningsfríi þarna og beið eftir skápnum ... fór ekki einu sinni út í búð!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 25.3.2007 kl. 16:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.