26.3.2007 | 08:13
Flutt í Kópavoginn ... nauðug ... algjör martröð
Vorið kom í morgun. Svanahjónin voru mætt á tjörnina sína rétt hjá Miðgarði, samkomuhúsi fyrir utan Skagann (Skagfirðingar eru ekki einir um Miðgarðshallir). „Sérðu svanahjónin, þau eru bara komin!“ sagði Ásta, sumarglöð í röddu. „Svo var næstum orðið bjart þegar ég lagði af stað út úr dyrunum!“ sagði ég. „Það er komið vor!“ sagði Ásta væmnislega.„Hvað ertu þá að gera með vettlinga og trefil?“ spurði ég. „Segðu,“ sagði Ásta og hjúfraði sig betur upp að mér til að fá hlýju. Ég var bara með einn trefil sjálf í stað þriggja, og það voru mistök. Það er ekkert að marka almanakið, svani eða birtustig!
Tommi hressi með yfirvaraskeggið, eða brosmildi bílstjórinn, sat undir stýri og við hlustuðum á dásamlega tónlist á Rás 2. Litli tónlistarmaðurinn hljómaði þegar við keyrðum áleiðis að göngunum. Lagið Í stuði hljómaði á Kjalarnesi ...
....... og svo var ljómandi gaman að heyra í Guðrúnu Gunnarsdóttur með honum Gesti Einari. Sjúklega gott að hlusta á þau á morgnana. - - - - - - - - - - - - - - -Er enn að jafna mig eftir skelfilega martröð ... mig dreymdi í nótt að ég hefði flutt í Kópavoginn of oll pleisis. Veit ekki ástæðuna en þetta var gert í hasti og blessaðir kettirnir gleymdust meira að segja á Skaganum. Ég var með nagandi samviskubit út af þeim ... og líka fannst mér skrýtið að vera að fara að kjósa í öðru kjördæmi! Kópavogsíbúðin var stórglæsileg, á jarðhæð, sýndist mér en tilfinningin var svo skrýtin ... eins og ég hafi flutt í fljótfærni eða hálfnauðug, samþykkt það í hita augnabliksins. Man líka eftir því frá því í nótt að hafa laumað góðum upplýsingum til rannsóknarlögreglunnar sem hefur án efa hjálpað þeim við lausn málins.
Það er ekki skrýtið þótt ég sé stundum þreytt á morgnana ef ég stend í flutningum á nóttunni og mati auk þess lögguna á ómetanlegum upplýsingum. Ég vil sofa!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (12.1.): 11
- Sl. sólarhring: 105
- Sl. viku: 839
- Frá upphafi: 1514568
Annað
- Innlit í dag: 11
- Innlit sl. viku: 726
- Gestir í dag: 11
- IP-tölur í dag: 11
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
hæ hó innlitskvitt
Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 08:17
Já, ég hef tekið eftir því að þegar mig dreymir mikið þá er ég miklu þreyttari á morgnana en ella. Ég stóð í stórræðum í nótt...og var gjörsamlega búin á því þegar ég vaknaði!!
SigrúnSveitó, 26.3.2007 kl. 08:21
Kópavog af öllum stöðum! Mér er sama hvað Gunnar Birgisson segir oft ;"það er gott að búa í Kópavogi"! Ég trúi því ekki enn og mun ekki gera það !
Sveitin er lang best að mínu mati.... Svanirnir eru löngu mættir á vatnið hjá mér.... samt er ekki enn komið vor... ja nema kannski svona smá forsýning á því.....
Eydís Rós Eyglóardóttir, 26.3.2007 kl. 08:24
það er gott a' búa í Kópavogi og verður mikið betra þegar Gunnar slóði fer á eftirlaun!
Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 26.3.2007 kl. 08:30
sko !! það er nógu erfitt að rata í kópavogi hvað þá að flytja þangað , ég er á því að kópavogsbúar séu Reykvíkingar sem villtust í Kópavogi og rötuðu ekki heim aftur heldur urðu að setjast að þar
Gunna-Polly, 26.3.2007 kl. 08:48
Hehehe, ég var aðallega að stríða Hildu systur með þessu Kópavogur of oll pleisis! Langar ekki fet að flytja af Skaganum, þess vegna var sjokkið. Bið alla Kópavogsbúa að fyrirgefa mér þetta spaug!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 08:55
Kópavogur er eitt flóknasta völundarhús sem ég veit hús ... þannig að ég skil þreytuna - ef þú þarft hins vegar hjálp við flutninga í svona draumum, smelltu þá bara hælunum þínum saman og ég birtist á einhyrningnum mínum
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 09:53
Ohhh, Doddi .. ég geri það! Takkkkkkkk
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 10:49
Vertu velkomin í Kópavoginn Gurrí mín. Bendi á að þar má sjá lygnan sjó og gott fólk.
Steingerður Steinarsdóttir, 26.3.2007 kl. 10:55
Hugsaði ekki til þín í nótt, Steingerður mín, annars hefði mér verið rórra!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 12:17
Ég, Vesturbæingurinn sjálfur, hélt ég myndi aldrei segja þetta, en það er best að búa í Kópavogi!! KR-svuntan og grillhanskarnir njóta sín líka einstaklega vel á svölunum á sumrin. Verð áreiðanlega skotin á færi einn góðan veðurdag.
Hugarfluga, 26.3.2007 kl. 12:41
Kópavogur er yndislegur bær. Þar er best að búa. :)
Svala Jónsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:56
Þú veist að kvennafangelsið er í Kópavogi eða Ópavogi eins og það var kallað fyrir ca 11 árum síðan........
Getur verið að þetta sé slæmur fyrirboði? Varstu nokkuð að gera eitthvað af þér?
Sigga sem les stundum bloggið þitt því þú ert fyndin (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.