Grænmeti í brjóstaskoru, metershár þröskuldur og fleira djúsí

DraumasvalirSnitsel í hádeginu, seríos á kvöldin .... tra la la ...Fékk upphringingu frá svaladyrakarlinum mínum: „Þeir brutu nú rangan vegg ... já, og það er svo hár steinkantur sem við þorum ekki að saga þannig að þú færð háan þröskuld, eiginlega mjög háan.“ Mín svo þakklát fyrir að komast út á svalir sagði bara: „Allt í lagi, allt í lagi!“ Enda þýðir ekkert annað. Sé fyrir mér að eróbikk í korter á þröskuldinum áður en ég fer út á svalir. Ekki slæmt. Maðurinn ætlar að redda mér múrara, jafnvel smiði líka! Þetta eru stórframkvæmdir!    

Kjaftasögur„Strákar slúðra þegar þeir hittast, stelpur tala um kynlíf!“ fullyrti Auðna í hádeginu.„Kynlíf, oj bara!“ sagði systir Guðríður. „Þegar ég hitti stelpurnar (er ekki í saumaklúbbi) tölum við bara um Evrópusambandið, fiskeldi og tónlist!“ „Sjúr!“ sagði Auðna og hélt áfram: „Eftir að ég fékk kattaofnæmi hefur félagslíf mitt rústast!“ „What?“ sagði Bryndís.„Já, allt skemmtilegasta fólkið á ketti og reykir!“ sagði Auðna. Bryndís var efins á svipinn þangað til ég argaði: „HALLÓ!!!“ Og þá fattaði hún að Auðna hafði rétt fyrir sér.  

  

Hold ... argggggFyrum ritstjóri B&B horfði grunsamlega mikið niður um hálsmálið á Bryndísi og þegar hann komst að sagði hann: „Það er eitthvað þarna!“ Við störðum á hann ... honum tókst að stynja því upp að grænmetisbiti lægi í brjóstaskoru Bryndísar. Vá, eins gott að hann horfði þangað!

Bryndís hló og sagði: „Ég sem hélt að þú værir kominn með svo yfir þig nóg af kvenmanns- og karlmannsholdi að þú værir að biðja mig um að hneppa upp í háls!“

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur fannberg

góð

Ólafur fannberg, 26.3.2007 kl. 12:48

2 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Small í gólf. Ég veit ekkert um hvort kattafólk er skemmtilegasta á fólkið en meðan að ég reyki þá er reykingarfólk og þá aðallega ég undursamlegt selskabsfólk.

Vantar einn svona þröskuld svo hún Jenny mín komist ekki út á svalirnar alein og taki til við að velta sér upp úr dótinu sem ég hef skutlað þangað í nokkrar mínútur bara.  Kannski að ég sleppi þröskuld og taki til á svölunum bara.

Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 13:14

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 13:32

4 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Gurrí þú ert svo ótrúlega líbó að það hálfa væri nóg. Ég gæti ekki bara brosað og verið sæt og góð með svo háan þr´öskuld út á svalirnar að þú kemst ekki ófeimin yfir þegar þú ert í pilsinu þínu...svalir sem skyggja á öldur og útsýni, svalir sem hafa enga undankomu leið fyrir vatn eða snjó og þú þarft að fara út að moka sköflunum uppúr og svo breiðu bili á hliðunum að börn og kettir geta bara húrrað fram af??? Hvers konar snillingar hönnuðu þetta fyrirbrigði af svölum spyr ég nú bara????? Meira að segja ég sem er ójarðbundin með meiru gæti hannað hentugri svalir..og ég er ekki að djóka. Eina góða við þær er að það er hægt að reykja úti á þeim.

Geðveikt flott að vera með grænmeti á milli brjóstanna..var þetta ekki örugglega brokkolistöngull?

Hvers konar h

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 13:33

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmm, katrín, ég fæ eitt þrep upp að þröskuldinum, stofumegin eitt og annað svalarmegin, þannig að ég þarf ekki að klofa yfir! Meira ruglið með þessar svalir, segi það með þér en samt er þetta fyndið. Ef ég get ekki gert eitthvað í einhverju þá nenni ég ekki að pirra mig ... greinilega steindauð úr öllum æðum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:30

6 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Buðust þeir ekki til að koma með tröppu?  Takk annars fyrir síðast gullið mitt, þetta var alveg frábær ferð þrátt fyrir rokið.  Næsti rúntur á Snæfellsnesið á morgun.  Ég kemst nú reyndar ekki með, strákarnir í vinnunni geta ekki án mín verið.  Sjáumst fljótlega,

Sigríður Jósefsdóttir, 26.3.2007 kl. 14:37

7 Smámynd: Saumakonan

Hva... var hún ekki bara að geyma afganginn eins og þegar maður biður um "doggy bag" á veitingastöðum?    Sumir hefu nú beðið um poka samt

Saumakonan, 26.3.2007 kl. 14:47

8 Smámynd: Guðný M

hahahhhaaaaa hhhhaaaa þú ert

Guðný M, 26.3.2007 kl. 15:55

9 identicon

Hæ skvís

En ertu búin að athuga hvernig gegnið var frá svölunum/svalahurðum hjá nágrönnum þínum? Kannski er ekkert mál að lækka þröskuldinn og gera alla aðkomu að svölunum elegant. Ég myndi tékka á því áður en ég samþykkti nokkuð annað. Þú þarft að vera ákveðin við iðnaðarmennina og ekki láta þá komast upp með einhverja vitleysu Það ert þú sem ætlar að búa í íbúðinni en ekki þeir, eða hvað

kikka (IP-tala skráð) 26.3.2007 kl. 15:59

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Þú ert frábær Gurrí

Kristín Katla Árnadóttir, 26.3.2007 kl. 16:42

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

...er ekki bara hægt að hafa þrepin svo breið að þau dekkið opin á hliðunum? Kannski ekkert eftir af svölunum þá?

Skiptir ekki máli, þú átt þó alltaf rólurnar

Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 16:55

12 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Að koma heim úr vinnu og lesa einn pistil frá Gurrí er orkusprauta fær mann til að hlægja brosa og drullast til að taka úr þvottavélinni!!! TAKK Gurrí!!!!!!!! 

Eydís Rós Eyglóardóttir, 26.3.2007 kl. 17:12

13 Smámynd: Hugarfluga

Æ, dúllan mín. Þá loksins þú færð svalirnar þarftu að hafa fyrir því að komast út á þær!?! Ekki biðja þessa sömu iðnaðarmenn að redda þér nýrri baðherbergishurð. Hún myndi eflaust bara opnast innanfrá og þá með lykli.

Hugarfluga, 26.3.2007 kl. 17:30

14 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Líst vel á það sem þeir gerðu ... þröskuldurinn varð ekki eins hár og óttast var, ég þarf engar tröppur núna ... ekkert pallapúl verður því í sumar, eins og ég var búin að lofa mér!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 18:05

15 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Kikka ... nágranninn er ekki kominn með hurð ... múahahahahahhaha! Nú hlær allur Skaginn að honum ... með stórar svalir og engar svaladyr ... arggggg hvað það var gott á hann ... nei, djók!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 18:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 49
  • Sl. viku: 850
  • Frá upphafi: 1514579

Annað

  • Innlit í dag: 21
  • Innlit sl. viku: 736
  • Gestir í dag: 21
  • IP-tölur í dag: 21

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Klippingin
  • Nýtt rúsínustríð
  • Klippingin

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband