26.3.2007 | 18:51
Smáralindarstellingin prófuð ... vonbrigði!
Ætla að bíða eftir boldinu ... kíkja eftir Amber fyrir Gunnu-Pollýju og ráðast svo í tiltekt og þrif. Held að mesta subberíið sé búið þegar veggsögunin er frá. Ég verð að viðurkenna að þetta eru ekki subbulegir iðnaðarmenn, hef séð það verra, miklu verra. T.d. þegar ég tók Hringbrautaríbúðina í gegn, þá var sko drasl.
Þori ekki að hleypa kisunum út á svalir, er hrædd um að þær reyni að laumast á þakið og renni svo niður, þar er engin fótfesta.
Held að það verði sniðugt að setja bara net á hliðarnar, ekki alveg gaddavír, heldur þétt net sem hægt er að kíkja út um en ekki sleppa í gegn nema maður sé fluga.
Þá geta kisurnar kíkt og séð lífið í hnotskurn þegar þær fara út á svalir. Lét opnanlega gluggann vera svona neðarlega svo að þær gætu komist auðveldlega út, litlu feitabollurnar mínar.
Aumingja Kubbur, þessi líka töffari, er samt svo hrædd við ryksugur og iðnaðarmannalæti. Hún tróð sér inn í skrifborðið og beið það versta af sér þar. Tommi er frekar spenntur fyrir ryksugum þótt hann sé með lítið hjarta og láti Kubbsu kúga sig.
Stefanía fékk hjartaáfall og Ridge er á sjúkrahúsinu. Hann biður Taylor að koma en bannar Brooke að mæta. Brooke er frekar beisk og lítur á þetta sem nýjasta útspil Stefaníu í baráttunni um Ridge. Ætli sé hægt að fá hjartaáfall af stjórnsemi?
Klukkan 13.00 á morgun fer ég í nudd til Siggu Mæju, loksins, það er örugglega komið hálft ár síðan ég fór síðast!!! Mikið hlakka ég til. Best að vinna svolítið í kvöld til að nuddast með góðri samvisku!
Þar má m.a. sjá Kubb í skrifborðsskúffunni, svalirnar innan frá, utan frá, útsýnið af svölunum og svalir aumingja nágrannans míns í hinni risíbúðinni sem kemst ekki út á svalirnar sínar.
P.s. Ég byrjaði að taka til á meðan Pólverjarnir tóku dótið sitt saman og fór m.a. í Smáralindarstellinguna. Hún virkar ekki!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 39
- Sl. sólarhring: 91
- Sl. viku: 881
- Frá upphafi: 1514652
Annað
- Innlit í dag: 28
- Innlit sl. viku: 754
- Gestir í dag: 28
- IP-tölur í dag: 27
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Anna mín þú ert nú í hálfgerðri Smáralindarstellingu á myndinni þinni
Gurrí fyrirgefðu en svalirnar hanga utan á húsinu. Þetta er ekki fyrir börn. Þarf að láta sig renna niður slakkan til að komast út á þær? Sorrý en þær eru "ugly" á myndinni en það skiptir nottla engu ef hægt er að sitja þar og njóta veðurs og útsýnis.
Jenný Anna Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 19:18
Nei, nei, Jenný, ekkert að renna sér, þetta eru bara hliðarnar og þeim verður lokað og þær gerðar barn- og kattheldar! Ég fæ myndarlegan þröskuld, ekki jafnháan og ég hélt í dag ... en sæmilega þó. Skelli annarri mynd inn fljótlega sem sýnir útganginn betur. Svalirnar voru hannaðar fyrir notagildi, ekki fegurðarskyn
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 19:25
....varstu ekki bara að klikka á bangsanum?
Hrönn Sigurðardóttir, 26.3.2007 kl. 19:28
Jú, klikka á honum á morgun!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 19:34
Ó, loksins búin að fatta þetta með Smáralindarstellinguna. Þú hefur sem sagt verið dugleg að taka til draslið eftir smiðina á gólfinu, en heyrðu, var ekki Pólverji að ryksuga???
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 26.3.2007 kl. 19:47
Þetta er æðis-sæðislegt hjá þér Gurrí mín
gua, 26.3.2007 kl. 19:52
Til lukku með útgang á svalirnar, njóttu!
Eydís Rós Eyglóardóttir, 26.3.2007 kl. 20:03
Jú, Anna, hann ryksugaði bara það helsta. Ég tók til, var að klára að ryksuga alla íbúðina, ætla ekki að þurrka almennilega af og skúra fyrr en þetta er búið!
Og TAKK, allir ... þetta eru ekki fegurstu svalir í heimi ... en þær verða það! Just you wait ... múahhahahahah! Fullar af fólki, komið barborð, pálmatré, matjurtagarður og þyrlupallurinn góði ... þetta verður æði!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 20:10
Moi not að kveikja á þessari smáralindarstellingu...er þetta eitthvað lókal jók á íslandi????
Gurrí þetta eru fínar svalir..ég get komið og málað á þær öldur og sólarlag og stökkvandi höfrunga...ok? Og ósyndar hafmeyjar. Þú vilt ekkert neina rosalega samkepnni um pólverjana er það?
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 26.3.2007 kl. 21:15
Best að fara að taka fram sólbrillur, factor 40+ og bikinið með bláu röndunum (passar við þak-kantinn). Pálmatrén verða að vaxa hratt, það eru nokkrar vikur í sumar. Tillukku með þetta alltsaman!
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:01
Katrín, þigg öldur og sólarlag ... það væri æði!
Og takk, Guðný Anna ... er þegar byrjuð að rækta trén!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:09
fanstu amber? veit hún að stefanía fékk með hajrrtaáfall ( ,maður getur dáið af því ) og þá yrði eiríkur grái á lausu sko
Gunna-Polly, 26.3.2007 kl. 22:19
Bara smá vorstemning vegna nýju svalanna., þ.e. ef myndin prentast vel, eða þannig...
Til hamingju Guðríður!
Ágúst H Bjarnason, 26.3.2007 kl. 22:20
Takk fyrir myndina, hún er æði! Svona andrúmsloft, eins og á henni, verður akkúrat á svölunum í sumar!
Gunna-Pollý, engin Amber ... finnst þó varla trúlegt að hún fari hringferðir um karlana í Boldinu, eins og Brooke hefur gert!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 22:34
Guð hvað ég get verið mikill héri stundum :( ... ætlaði aldrei að fatta þetta með Smárahlíðarstellinguna. En ekki fást um það, passaðu köttinn, thats an order ..
Hólmgeir Karlsson, 26.3.2007 kl. 23:06
Hólmgeir ... SmáraLINDARstellinguna! Hehehehheeh
Anna, ég vil helst ekki LOKA hliðunum ... bara gera þær öruggar!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 26.3.2007 kl. 23:12
sorrý,.... lyklaborðs alsæmer,.... auðvitað lindar :)
Hólmgeir Karlsson, 26.3.2007 kl. 23:24
Mundu bara næst að vera á háum hælum og OPNA munninn, þá klikkar stellingin ekki
Jónsi (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 10:21
Tíhíhí ... Jónsi, ég geri það!
Helga Vala, held að við gætum orðið ríkar á því að koma með hugmyndir í B&B! Við erum betri en þetta lið þarna úti!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 10:42
Stefanía er að feika hjartaáfallið því hún er manipulative bitch og Ridge var svo hræddur um að hún dræpist að hann valdi Taylor til að bjarga lífi móður sinnar. En Brooke og Jackie eiga eftir að finna út að gamla frenjan mútaði lækninum til að koma þessu í kring. Þegar þetta kemur í ljós þá verður allt vitlaust...... En mér finnst Ridge vera innantómur hálfviti og Brooke er alltof góð fyrir hann og hún á bara að snúa sér að öðru....hún á líka eftir að hrista hressilega upp í mannskapnum. Ég hef lúmskt gaman af henni.
Sigga sem les stundum bloggið þitt því þú ert fyndin (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:27
Ég er miklu hrifnari af Brooke og skil ekki hvað hún sér við þennan mann sem hefur álíka útgeislun og harðfiskur ... með fullri virðingu fyrir harðfiski! Hehhehe
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 01:36
Þó harðfiskur sé góður þá lyktar hann og kannski að Ridge lykti eins og harðfiskur ??? En mér hefur hvort eð er aldrei fundist hann kynþokkafullur. Myndi ekki einu sinni koma við hann með töngum. En Thorne er flottur.......
Sigga einu sinni enn (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 00:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.