Stóra blekkingin

VoriðFyndið hvað ég læt alltaf blekkjast, svona líka gáfuð, klár og greind stúlka, eins og mamma sagði alltaf og ættingjar úr Þingeyjarsýslunni ...

Trúi og treysti þeim upplýsingum sem fram koma og á alls ekki von á því að fá rothögg að morgni dags ... daginn eftir að VORIÐ KOM!

VeturinnHahhahha, það er hvít jörð núna og komið þriggja trefla veður aftur, sýnist mér, alla vega tveggja trefla. Eftir öll þessi ár sem ég hef lifað og vitneskuna um páskahret sem ætti að vera genunum á hverjum Íslendingi læt ég enn og aftur gabbast ...

Ýmislegt hefur þó orðið til að blekkja, ég viðurkenni það vel, t.d. glaðbeittir veðurfræðingar sem nota orðið vor óspart í sjónvarpinu, geitungur sem birtist á leikskóla í Reykjavík, já, og rosalega gott gott veður í gær.

Nú ætla ég bara að búa um mig í híði mínu og halda áfram að harka veturinn! Súpudósirnar eru komnar inn í búr og ég keypti nýjan vetrarklæðnað í morgun í stað þess sem ég fleygði áhyggjulaus í ruslið í gær!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Þess ber nú samt að geta að það voru 7 plús ° á Höfðabrautinni kl 7.30 í morgun!!  Svo smá vor er enn í lofti

SigrúnSveitó, 27.3.2007 kl. 10:43

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ó ... en það kemur eitthvað hvítt flögrandi niður úr loftinu hjá mér á Jaðarsbrautinni, Höfðabrautarmegin! Viltu koma í vetrarríkið mitt og sannreyna það? Múahhahah!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 10:49

3 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Sólin bræðir þetta hvíta ótt og títt á Geirsnefinu.  Þetta verður horfið fyrir hádegi.  Kveðjur á Skagann,

Sigríður Jósefsdóttir, 27.3.2007 kl. 10:57

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ekki sko reyna að hressa mig upp! C´mon, páskahretið á eftir að koma! Nei, ég sætti mig við veturinn ÞANGAÐ TIL VORIÐ KEMUR Í ALVÖRUNNI!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 11:02

5 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Enginn snjór á Akureyri, mín kæra.

Svala Jónsdóttir, 27.3.2007 kl. 11:17

6 Smámynd: Saumakonan

Enginn snjór í langtíburtistan!   Sól og blíða hér... EN... úffff á morgun (já eða bara seinnipartinn) verður örugglega komin grenjandi rigning og rok eins og venjulega *dæs*   Miðað við hvernig veðráttan er búin að vera þá er engin furða að kvefpestarpúkafjandinn flýi ekki land...   heitt/kalt/rigning/sól/frost/rok/slagveður/sól/rigning/frost/snjór/kalt/heitt..... FLEAHHHHHH!!!

Saumakonan, 27.3.2007 kl. 11:42

7 Smámynd: Hugarfluga

En finnst þér ekki merkilegt, Gurrí, hvernig við Íslendingar erum endalaust bjartsýnir að "nú sé vorið loksins komið"! Og svo erum við alltaf jafn hissa að það skuli snjóa í mars. Vorið á Íslandi kemur ekki fyrr en í fyrsta lagi í lok apríl!! Og sumarið kemur í júlí rétt áður en það byrjar að hausta í ágúst! En vá, hvað við megum vera stolt af þessari bjartsýni okkar!  hehehe

Hugarfluga, 27.3.2007 kl. 13:37

8 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Merkilegast er að við skulum öll (vér íslendingar) vera svona standandi hlessa á íslenskri veðráttu.  Við hvað erum við að miða.´

Gurrí mín, brenndi minn vetrarfatnað í gær (var að halda upp á sænska "Valborgsmässa" án þess að muna hvenær nákvæmlega almanaks hún er) og tendraði bálköst hér á stofugólfinu og brenndi ma vetrarfötin.  Þegar ég hef farið og verslað parkett (!) og haft sambandi við tryggingar mun ég kaupa mér nýjan loðfatnað.

Jenný Anna Baldursdóttir, 27.3.2007 kl. 14:00

9 Smámynd: Eydís Rós Eyglóardóttir

Gaman að segja frá því að maðurinn minn "hótaði" að skella sumardekkjunum undir í gær! Ég sagði við hann róleg og yfirveguð (að vanda) ; "Eigum við ekki að bíða framyfir páska? Það kemur alltaf páskahret" Hann stoppaði maðurinn guð sé lof þegar ég vaknaði í morgun og fór og skelli hlæja... benti á hann og sagði hí á þig.... Hann setti sumardekkinn undir "sinn bíl" Frúarbílinn er enn á nöglum!

Eydís Rós Eyglóardóttir, 27.3.2007 kl. 14:11

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Alltaf dettum við í þetta aftur og aftur! Það þarf ekki almanak til ... ég man eftir því að einhvern tímann á áttunda áratugnum kom sumarið á miðvikudegi eftir hádegi og því lauk um kvöldið! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 15:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 80
  • Sl. sólarhring: 131
  • Sl. viku: 922
  • Frá upphafi: 1514693

Annað

  • Innlit í dag: 65
  • Innlit sl. viku: 791
  • Gestir í dag: 64
  • IP-tölur í dag: 63

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sénsleysi
  • Sófinn
  • Góðar glasamottur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband