Bissí bæjarferð

Sigþór mágurFullur innanbæjarstrætóKomst loks í langþráða nuddið og fór að sjá heiminn í lit aftur. Sigga Mæja er einstök nuddkona sem Skagamenn elska og dá. Hún er að vestan og það heyrist greinilega á henni hvað hún elskar Vestfirðina sína. Hoppaði svo upp í vel fullan strætó þrátt fyrir skipun Siggu Mæju um að fara beint heim í heitt bað og svo upp í rúm að slaka á ... skipti ávísun sem ég fékk frá Tryggingarfélaginu mínu (Sjóvá-dúllunum) í Landsbankanum þar sem ég heimsótti hann mág minn í leiðinni ... og fór svo í ... Verslunina Nínu! 


 

AkratorgFyrst bæði Dorrit og Ellý í X-Factor kaupa föt hjá Nínu hlýt ég að geta það líka og keypti ljósgrænan og sumarlegan bol ... er ekki sumarið alveg að koma? Hummm.

Tók mynd á Akratorgi, miðbænum mínum, en stóra húsið er kallað Lesbókin ... til aðgreiningar frá Morgunblaðshöllinni. Þar býr Tommi, brosmildi strætóbílstjórinn. Í öllu húsinu sko ... hann er ríkur greifi sem ekur strætó sér til skemmtunar! Og bara til að hitta greint og glaðvært fólk sem fyllir venjulega Skagavagninn!

 

Kaffihúsið (blátt, næstlengst til vinstri) var næst á dagskrá og þar hitti ég nokkrar ljúfar skvísur, m.a. „frænku krakkanna“, Tótu, en hún er skyld Davíð mínum og Ellen í föðurætt. Hún hefur margoft reynt að heilsa mér á Skaganum síðustu mánuði en ég svona líka merkileg með mig!

Tóta á SkrúðgarðinumGræddi hrikalega góða lífsreynslusögu fyrir Vikuna hjá einni sem var með henni. Sögu sem ég þarf ekki að breyta neitt, allt í lagi þótt allt þekkist! Múahahhahahaha! Vá, hvað allt verður brjálað í Kópavogi eftir að Vikan kemur út! Nei, grín. Ég er enn beisk út í Kópavog eftir martröðina í fyrrinótt!

Hitti Tomma bílstjóra sem sagði mér að ég missti alltaf af ævintýrunum á morgnana ... en í hríðinni og hálkunni í Ártúni í morgun keyrði annar strætó aftan á Skagavagninn, ekkert harkalega samt! Sjúkkidd! Nú kallast Skagavagninn víst alltaf Hagavagninn eftir að hann fauk út í haga á dögunum þarna á Kjalarnesinu í rokinu!  

Góði maðurinn í Glerhöllinni sigaði á mig smiði sem kemur núna eftir klukkan fjögur til að kíkja á aðstæður ... loka þarf aukagatinu almennilega og gera snyrtilegt. Kisurnar þurfa líka gluggakistu svo að þær komist almennilega út um gluggann þegar þær verða gamlar og stirðar. Held að það verði langt í það ... þegar ég nota leiserbendilinn til að leika við þær hoppa þær margfalda hæð sína upp um alla veggi og súlur! Enginn ellibragur þar, frekar en hjá mér. Allir verkir og gamalmennagigt sem angraði mig fram til hádegis í dag hvarf í meðförum nuddarans míns! 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: SigrúnSveitó

Nuddkona sem Skagamenn dýrka og dá...hvar er hún?  Hvernig kemst ég til hennar og hvað þarf ég að borga henni fyrir greiðann?  Mér er SVO illlllllt!

SigrúnSveitó, 27.3.2007 kl. 17:01

2 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er´etta nokkuð hún Sigga Maja, konan hans Idda og dóttir Gunnars Hólm og Gínu á Ísafirði?  Ef svo, þá biður hún Sigga hennar Hrafnhildar að heilsa

Sigríður Jósefsdóttir, 27.3.2007 kl. 17:09

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Skal spyrja hana um ættir og uppruna, frú Sigríður. Sigrún mín, hún heitir Sigríður María og býr við Háholt, aðeins lengra en bensínstöðin er rétt hjá stóra hringtorginu ... þú finnur hana í símaskra.is. Númerið hennar hefst á 456 ...., tók greinilega með sér Ísafjarðarnúmerið! 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 17:35

4 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Æ mikið áttu gott að fara í nudd Gurrí min

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2007 kl. 17:38

5 identicon

Dísús .....er Tommi bróðir fluttur í allt húsið og orðinn greifi.....nú vil ég bara að hann nái sér í greifinju .....er búinn að bíða allt og lengi eftir mákonu.....eru ekki einhverjar efnilegar einhleypar sem ferðast með stætó ?....

 Arafat í sparifötunm (systir hins brosmilda)

margrét (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:43

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Við erum fjölmargar efnilegar og sætar prinsessur og greifynjur sem ferðumst með strætó. Hver vill ekki búa í Lesbókinni? Hehehhehe! Reyndar er ég allt of ung til að binda mig. Kannski breytist það þegar ég verð 49 ára og desperat???

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 19:50

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Fyrst var það að börnin voru með heimþráð ... síðan sagði litli tannlæknasonurinn að hann væri líka með svona tannþráð! Hahahhaha, þau voru svo miklar dúllur! Þetta voru svo skemmtileg ár að Reykjum!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:46

8 identicon

Þú ættir að kenna köttunum á leiserbendilinn.  Þetta er fín leikfimi. Þá er katti á leiserbendlinum og þú hoppar eftir ljósinu og svo skiptiði á hálftíma fresti.  Þetta virkar vel á köttinn minn.  Ég læt hann hoppa og stökkva í hálftíma og svo skiptum við um hlutverk.  Þrælskemmtilegt

Sigga (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:36

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snilld!!!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 01:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (13.1.): 102
  • Sl. sólarhring: 150
  • Sl. viku: 944
  • Frá upphafi: 1514715

Annað

  • Innlit í dag: 86
  • Innlit sl. viku: 812
  • Gestir í dag: 84
  • IP-tölur í dag: 83

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sénsleysi
  • Sófinn
  • Góðar glasamottur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband