27.3.2007 | 16:38
Bissí bæjarferð
Komst loks í langþráða nuddið og fór að sjá heiminn í lit aftur. Sigga Mæja er einstök nuddkona sem Skagamenn elska og dá. Hún er að vestan og það heyrist greinilega á henni hvað hún elskar Vestfirðina sína. Hoppaði svo upp í vel fullan strætó þrátt fyrir skipun Siggu Mæju um að fara beint heim í heitt bað og svo upp í rúm að slaka á ... skipti ávísun sem ég fékk frá Tryggingarfélaginu mínu (Sjóvá-dúllunum) í Landsbankanum þar sem ég heimsótti hann mág minn í leiðinni ... og fór svo í ... Verslunina Nínu!
Fyrst bæði Dorrit og Ellý í X-Factor kaupa föt hjá Nínu hlýt ég að geta það líka og keypti ljósgrænan og sumarlegan bol ... er ekki sumarið alveg að koma? Hummm.
Tók mynd á Akratorgi, miðbænum mínum, en stóra húsið er kallað Lesbókin ... til aðgreiningar frá Morgunblaðshöllinni. Þar býr Tommi, brosmildi strætóbílstjórinn. Í öllu húsinu sko ... hann er ríkur greifi sem ekur strætó sér til skemmtunar! Og bara til að hitta greint og glaðvært fólk sem fyllir venjulega Skagavagninn!
Kaffihúsið (blátt, næstlengst til vinstri) var næst á dagskrá og þar hitti ég nokkrar ljúfar skvísur, m.a. frænku krakkanna, Tótu, en hún er skyld Davíð mínum og Ellen í föðurætt. Hún hefur margoft reynt að heilsa mér á Skaganum síðustu mánuði en ég svona líka merkileg með mig!
Græddi hrikalega góða lífsreynslusögu fyrir Vikuna hjá einni sem var með henni. Sögu sem ég þarf ekki að breyta neitt, allt í lagi þótt allt þekkist! Múahahhahahaha! Vá, hvað allt verður brjálað í Kópavogi eftir að Vikan kemur út! Nei, grín. Ég er enn beisk út í Kópavog eftir martröðina í fyrrinótt!
Hitti Tomma bílstjóra sem sagði mér að ég missti alltaf af ævintýrunum á morgnana ... en í hríðinni og hálkunni í Ártúni í morgun keyrði annar strætó aftan á Skagavagninn, ekkert harkalega samt! Sjúkkidd! Nú kallast Skagavagninn víst alltaf Hagavagninn eftir að hann fauk út í haga á dögunum þarna á Kjalarnesinu í rokinu!
Góði maðurinn í Glerhöllinni sigaði á mig smiði sem kemur núna eftir klukkan fjögur til að kíkja á aðstæður ... loka þarf aukagatinu almennilega og gera snyrtilegt. Kisurnar þurfa líka gluggakistu svo að þær komist almennilega út um gluggann þegar þær verða gamlar og stirðar. Held að það verði langt í það ... þegar ég nota leiserbendilinn til að leika við þær hoppa þær margfalda hæð sína upp um alla veggi og súlur! Enginn ellibragur þar, frekar en hjá mér. Allir verkir og gamalmennagigt sem angraði mig fram til hádegis í dag hvarf í meðförum nuddarans míns!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (13.1.): 102
- Sl. sólarhring: 150
- Sl. viku: 944
- Frá upphafi: 1514715
Annað
- Innlit í dag: 86
- Innlit sl. viku: 812
- Gestir í dag: 84
- IP-tölur í dag: 83
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Nuddkona sem Skagamenn dýrka og dá...hvar er hún? Hvernig kemst ég til hennar og hvað þarf ég að borga henni fyrir greiðann? Mér er SVO illlllllt!
SigrúnSveitó, 27.3.2007 kl. 17:01
Er´etta nokkuð hún Sigga Maja, konan hans Idda og dóttir Gunnars Hólm og Gínu á Ísafirði? Ef svo, þá biður hún Sigga hennar Hrafnhildar að heilsa
Sigríður Jósefsdóttir, 27.3.2007 kl. 17:09
Skal spyrja hana um ættir og uppruna, frú Sigríður. Sigrún mín, hún heitir Sigríður María og býr við Háholt, aðeins lengra en bensínstöðin er rétt hjá stóra hringtorginu ... þú finnur hana í símaskra.is. Númerið hennar hefst á 456 ...., tók greinilega með sér Ísafjarðarnúmerið!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 17:35
Æ mikið áttu gott að fara í nudd Gurrí min
Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2007 kl. 17:38
Dísús .....er Tommi bróðir fluttur í allt húsið og orðinn greifi.....nú vil ég bara að hann nái sér í greifinju .....er búinn að bíða allt og lengi eftir mákonu.....eru ekki einhverjar efnilegar einhleypar sem ferðast með stætó ?....
Arafat í sparifötunm (systir hins brosmilda)
margrét (IP-tala skráð) 27.3.2007 kl. 19:43
Við erum fjölmargar efnilegar og sætar prinsessur og greifynjur sem ferðumst með strætó. Hver vill ekki búa í Lesbókinni? Hehehhehe! Reyndar er ég allt of ung til að binda mig. Kannski breytist það þegar ég verð 49 ára og desperat???
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 19:50
Fyrst var það að börnin voru með heimþráð ... síðan sagði litli tannlæknasonurinn að hann væri líka með svona tannþráð! Hahahhaha, þau voru svo miklar dúllur! Þetta voru svo skemmtileg ár að Reykjum!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 21:46
Þú ættir að kenna köttunum á leiserbendilinn. Þetta er fín leikfimi. Þá er katti á leiserbendlinum og þú hoppar eftir ljósinu og svo skiptiði á hálftíma fresti. Þetta virkar vel á köttinn minn. Ég læt hann hoppa og stökkva í hálftíma og svo skiptum við um hlutverk. Þrælskemmtilegt
Sigga (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:36
Snilld!!!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 01:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.