Eldvarnardyrnar ógurlegu

Smiðurinn mætti þegar Prison Break var að hefjast og kettirnir gjörsamlega biluðust af ást til hans. Ég er farin að halda að þeim finnist ég leiðinleg.

Það getur vel verið að biðji þennan ágæta mann að smíða allt fyrir mig ... hjálpa mér með eldhúsdæmið, baðið og bara allt saman. Hann segist vera til í að skreppa með mér í bæinn og kíkja á IKEA-innréttingar. Það er ódýrara en að láta sérsmíða fyrir sig! 

Öfug eldvarnarhurðÞað virtist allt vera svo lítið mál hjá honum ... nema að snúa eldvarnarhurðinni við, það sem ég hélt að væri fyrirhafnarminnst. Ég vil að dyrnar opnist þannig að fólk fari til vinstri þegar það kemur inn í himnaríki. Þær opnast í átt að svefnherberginu og ég þarf alltaf að hrinda gestum mínum (sem hafa ekki komið áður) hranalega í hina áttina, eða að eldhúsi og stofu. Hann segir að ég gæti þurft nýja hurð og karm. Kannski er bara ódýrara að fá sér grimman varðhund sem hræðir fólk frá því að fara til hægri. Hvað segja kettirnir þá! Kannski er hægt að þjálfa þá í eitthvað svona.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða  Þórðar

Ég sem hélt að svefniherbergið væri himnaríki

Heiða Þórðar, 27.3.2007 kl. 22:21

2 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Guð, Gurri varstu ekki pirruð þegar smiðurinn kom þegar Prison Break var. Kisurnar hafa greinilega ekki áhuga að horfa á prison break, hihi 

Kristín Katla Árnadóttir, 27.3.2007 kl. 22:36

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég var svo glöð að vera búin að fá smiðinn loksins (þótt hann komist ekki í verkið fyrr en í þarnæstu viku) að ég horfi bara á endursýninguna á Prison Break. 

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 22:42

4 Smámynd: Hugarfluga

Já, var þaggi! Tælandi gestina inn í hergibergi .... Gurrí þó!!

Hugarfluga, 27.3.2007 kl. 22:55

5 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég hrinti smiðnum EKKI inn í herbergið mitt ... í alvöru!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 23:12

6 Smámynd: Saumakonan

Dýrara að fá sér hund (nema það sé ódýr blendingur hehe)...   eldvarnarhurð kostar eitthvað á bilinu 40-60þús en hundur allt að 200þús!    Miklu ódýrara að fá sér skerm eða já bara spegil sem er stillt upp beint fyrir framan þegar gengið er inn þannig að það sjáist ekki inn í svefnherbergið en aftur á móti inn í eldhús/stofu hehehehe

Saumakonan, 27.3.2007 kl. 23:13

7 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Snilldarsaumakona!!! Er orðin þreytt á því að hrinda gestunum mínum til og frá!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 23:18

8 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Skemmtilegt að heimsækja fólk sem hrindir manni um húsið

Brynja Hjaltadóttir, 27.3.2007 kl. 23:27

9 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Já, segðu

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 27.3.2007 kl. 23:37

10 Smámynd: halkatla

alltaf að taka mark á köttunum, þeir þekkja góðu gæjana miklu betur en við þú gætir kannski leyft þeim að ala upp lítinn varðhundshvolp....

prison break!!! næstum of spennandi

halkatla, 28.3.2007 kl. 00:07

11 Smámynd: Svava S. Steinars

Kettirnir gætu ráðist á gesti og hreinlega nuddað sér upp við þá malandi þar til að þeir ná að mjaka liðinu inn í stofuna.  Svo er alltaf hægt að fá sér stórt neonskilti með ör og orðunum ÞESSA LEIÐ EÐA ÞIÐ HAFIÐ VERRA AF

Svava S. Steinars, 28.3.2007 kl. 00:58

12 Smámynd: Ólafur fannberg

maður mætir bara í ruby galla tilbúinn í hrindingar og frákast hehehe

Ólafur fannberg, 28.3.2007 kl. 02:42

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hahahahahahah!  

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 07:49

14 identicon

Fáðu þér þá dobermann og fóðraðu hann bara á hráu kjöti, þá verður hann verulega grimmur og enginn þorir inn í svefnherbergið þitt.......

En þú verður þá sennilega að kenna honum að borða ekki litla sæta ketti eða loka hann inni einhversstaðar þar sem hann kemst ekki í kettina 

Sigga (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 10:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (14.1.): 22
  • Sl. sólarhring: 179
  • Sl. viku: 1118
  • Frá upphafi: 1514924

Annað

  • Innlit í dag: 17
  • Innlit sl. viku: 964
  • Gestir í dag: 16
  • IP-tölur í dag: 15

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sénsleysi
  • Sófinn
  • Góðar glasamottur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband