28.3.2007 | 19:08
Búðarferð, bónorð og fáránlega ókurteis afgreiðslustúlka!
Ofnæmi mitt fyrir verslunarferðum er greinilega að minnka því að ég gerði aftur góð kaup hjá Nínu í dag ... keypti alveg eins bol, nema gulan! Vorkoman fer víst svona í suma, það má ekki sjást eitthvað gult þarna uppi í himninum þá verður maður klikkaður.
Skrapp með Ellýju í búðaráp, hún var að velja eitthvað flott fyrir föstudaginn og ég drap tímann með því að kaupa mér ýmislegt. Verð að muna ... aldrei að fara aftur í búðir með manneskju sem stoppar lengur en í fimm mínútur í hverri búð. Best er ef þetta er hviss, bang, búið! Perlufesti á 900 kall ... hálftíma síðar armband á 1.400 ... eitthvað sem ég hafði svo sem ekkert að gera við.
Það var virkilega gaman hjá Nínu, hún var dásamlega hress að vanda. Ný afgreiðslustúlka sem stóð við útidyrnar svaraði mér ekki þegar ég bauð góðan dag og virti mig ekki viðlits allan tímann. Held að maður þurfi að vera 23 ára og alvarlega mjór til að fá athygli hjá sumum afgreiðslustúlkum ... Hún bærði ekki einu sinni á sér þegar ég smellti mynd af henni!
Smellti líka mynd af Tomma þegar við ókum niður í Kollafjörðinn í morgun.
Greinilega má sjá rómantíkina sem ríkti í strætó á leiðinni.
Tónlistin væmin ... gullin birta ...
Eftir að Tommi fleygði mér út á ferð og ég tölti niður eftir tók ég mynd af skaðræðisbrekkunni sem við Sigþóra skiptumst á að velta niður ... að vísu af miklum yndisþokka, það er alveg hægt! Hún er brattari en myndin sýnist! Á staurnum er merki Strætó bs. Hmmmmm! Ég væri til í reipi fast við staurinn svo hægt sé að fara niður eins og fjallgöngukappi.
Ég er búin að fá bónorð, það fyrsta í mörg ár! Reyndar frá systur viðkomandi tilvonandi fórnarlambs. Ekki get ég skilið þessa grátbeiðni betur. Hvernig tekur maður þessu? Segir maður bara JAHHÁ eða flissar subbulega og heldur áfram að vera hamingjusöm piparjúnka? Úffff, erfitt!
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (15.1.): 17
- Sl. sólarhring: 85
- Sl. viku: 1146
- Frá upphafi: 1515003
Annað
- Innlit í dag: 14
- Innlit sl. viku: 993
- Gestir í dag: 14
- IP-tölur í dag: 12
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Alltaf jafn fyndin Gurrí mín
Kristín Katla Árnadóttir, 28.3.2007 kl. 19:15
Fjallgöngukappi og Sigdrottning! Spurning hvort þú ert á upp eða niðurleið! Dásamlegt að fá bónorð, alveg sama hver ber þau upp ..... bara flissa rosalega og kanna viðbrögðin hjá verðandi MÁ ....
www.zordis.com, 28.3.2007 kl. 19:22
skemmtilegt
halkatla, 28.3.2007 kl. 19:28
Ég giska á að það sé títtnefndur Tommi sem er fórnalambið, og systirin sé orðin örvæntingafull fyrir hanns hönd, let's go girl muhaaaaaaa
gua, 28.3.2007 kl. 19:35
Ó, Gua, ég er svo gegnsæ ... eða þú svo klár!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 19:37
Við prófuðum samskonar afgreiðslufólk (og þú tókst mynd af) hérna á Amtsbókasafninu og útlánin snarminnkuðu ... ótrúlega eitthvað líflaus og leiðingjörn
Ég held þú hafir sagt the magic word: segirðu já eða verðurðu áfram hamingjusöm piparjúnka ... lykilorðið er "hamingjusöm", ekki satt?
Hvernig flissar maður subbulega?
Og ég hef sjálfur mikið óþol gagnvart búðarrápi ...
en kossar og knús til þín, Gurrí!
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 28.3.2007 kl. 19:46
....segðu já, rippaðu af honum lesbókinni og lestu moggablogg hamingjusöm til æviloka
Hrönn Sigurðardóttir, 28.3.2007 kl. 19:47
Hhahahaha, Hrönn ... hvað hef ég að gera við heila lesbók OG himnaríki? Held að ég hafi skrifað of mikið um Bold and the Beautiful ... bloggvinirnir smitast bara af ruglinu. Múahahhaha! Brooke græddi heilt tískuhús þegar hún skildi við Eirík! AHA! Nú skil ég. Synir Eiríks skiptast auðvitað á að kvænast henni til að halda Forrester-tískuhúsinu í ættinni! Það verður líklega mikill ruglingur þegar hún giftist Stefaníu, eiginkonu Eiríks (fyrrverandi og núverandi)
Doddi minn, þegar við hittumst ... annað hvort þegar þú og snúllan þín heimsækið mig, eða þegar ég kem norður, þá skal ég flissa virkilega subbulega fyrir þig.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 19:52
Þegar ég ýtti á SEND í fyrra kommenti fékk ég villumeldingu .. um að ég hefði ekki leyfi til að kommenta á eigið blogg. Ég var ósvífin, ýtti bara aftur og kommentið birtist. Jahérna.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 19:53
dóhh... ekki í fyrsta skipti sem ég fæ svona villumeldingu um að ég hafi ekki leyfi til að kommenta á bloggið þitt....var nú farin alvarlega að hugsa um að taka þetta persónulega sko!
Btw... talandi um afgreiðslufólk.. Fór í Hagkaup í Kringlunni einu sinni fyrir þónokkru síðan.. ætlaði að kaupa mér slatta af fötum. Ráfaði þar um í þónokkurn tíma... ekki datt afgreiðslufólkinu í hug að bjóðast til að aðstoða mig! Systir mín reddaði sér buxum... mátaði og fór á kassann til að borga.. ég elti í humátt og þegar komið var að kassanum þá lét ég sko í mér heyra... spurði hvort það væri virkilega enginn að aðstoða kúnnana? Ha jújú... þú verður bara að BIÐJA um aðstoð var svarað. Núhhh sagði ég... þessar tvær sem voru svo uppteknar af kjaftasögum .. .átti ég að hlaupa þær uppi þegar þær strunsuðu framhjá mér???? ARGHHHH... það var fúll "never again" viðskiptavinur sem labbaði útúr þessari búð og ég lét sko í mér heyra!!! *fnæs*
Saumakonan, 28.3.2007 kl. 20:42
Ég man eftir þessari afgreiðslustúlku. Hún var í glugganum á Lífstykkjabúðinni í mörg ár. Talandi um sýniþörf!!
Hugarfluga, 28.3.2007 kl. 20:42
Takk elskan mín. Gaman að sjá þig aftur. Ég lofa að fara varlega. Bílstjórarnir mínir stoppa alltaf nokkrum metrum nær Reykjavík þannig að ég þarf ekki að fikra mig niður brekkuna, dríf mig svo strax yfir og labba virðulega niður eftir Það er ekki sami hraði á umferðinni sem kemur upp brekkuna í átt að Vesturlandsveginum.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 21:22
Til hamingju með bónorðið. Segðu bara nei takk ómögulega núna. Það gerði ég í gamladaga þegar presturinn eftirminnilegi bað mín. Segi þér þá sögu síðar.
Sko, það sem ég myndi telja alvarlegustu hliðarverkun þess að velta reglulega í sjálfsmorðs&garnaflækjubrekkum er að þurfa alltaf að vera í flottum, sexy blúndunaríum og með sokkabönd með slaufum. Skítt með afturnedameiðsl og baknykki, en að láta sjá sig í Hagkaupsbómullarnaríum, guð ég bara gæti þetta ekki.
Fer að koma á svalirnar. Er búið að gróðursetja?
Guðný Anna Arnþórsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:05
Sko mín kæra. Ég á ekki við að ég sé í kynþokkafullum klæðnaði þegar ég rúlla niður skaðræðisbrekkuna ... það eru hreyfingarnar sem gera útslagið!
Ekki er enn vært úti á svölum, margt þarf að laga sem klári smiðurinn mun gera innan tíðar. M.a. barborðið góða. Svo koma pálmatrén! Og þú í heimsókn!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 28.3.2007 kl. 23:10
Ég verð bara að segja að ekki sakna ég að taka strætó á Íslandi að vetri til, í roki, við brekku, því að blanda þessu öllu saman, það endar bara ekki vel. Það er eins og að blanda Long Island Ice Tea, semsagt Vodka, Captain Morgan, Tequila, Bacardi, já og svo lengi mætti telja...ekki góð blanda sú og höfuðverkurinn sem á eftir fylgir.
Annars kannast ég við þessar afgreiðslustúlkur, annaðhvort elta þær mann í gegnum alla búðina, og spyrja hvað með þetta? En þetta? Já, þessi litur fer þér vel... eða maður er bara hunsaður... ég veit bara ekki hvort er verra
Bertha Sigmundsdóttir, 29.3.2007 kl. 05:17
Á ekki einu sinni að skrifa í gestabókina hjá mér ??? Sástu að Sandvíkin Vesturgata 77 er til sölu ?? Minnsit þín þar með barn á brjósti, þú varst svo mikil mamma !!
Diana Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 09:54
Díana ... arggg, Ég týndi þér og þarf bloggfangið þitt aftur!!! Viltu senda mér það og ég lofa að týna því aldrei aftur!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2007 kl. 10:53
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.