Flottur Fiat, sviðsetning lögreglu og leigubílstjóri með minni

LöggunemarMissti af strætó 18 niður í Ártún skömmu fyrir hálffjögur og var bara flott á því þegar ég hringdi á leigubíl. Áður en gat romsað upp heimilisfanginu varð gemsinn batteríslaus. Gerðist ótrúlega djörf og bað mann sem stóð á stoppistöðinni með mér, líka búinn að missa af strætó, að lána mér bara gemsann sinn. Það var auðsótt mál. Maðurinn var ekki á leið upp í Mosfellsbæ, annars hefði ég boðið honum far.

Leigubílstjórinn: „Varst þú ekki alltaf í Sundhöllinni í gamla daga?“
Ég: „Ja, ég fór nokkrum sinnum … fyrir ógurlega mörgum árum! Svona 35 …“
Leigubílstjórinn: „Já, einmitt! Ég man líka vel eftir systur þinni.“

Er þetta ekki óhugnanlegt? Ef mér dytti í hug að fara huldu höfði, skipta um nafn eða eitthvað hefði það ekkert upp á sig. Sumir Skagamenn hafa sagt að ég hafi ekkert breyst síðan ég var lítil stelpa! Til hvers að leggja á sig að safna hrukkum og gráu hári með árunum til að fólk fari að virða mann? Mér er skapi næst að eldast ekki meira í útliti … það tekur því ekki!

Flottur FiatÉg sá flottasta Fiat í heimi fyrir utan vinnustaðinn minn í dag.

Svo þegar ég hljóp niður á stoppistöðina til að ná ekkistrætó var „árekstur“ í fullum gangi. Fullt af löggunemum á fullu að skrá, mæla, álykta og hvaðeina.

Miðbærinn hvað? Það gerist allt í 110 Rvík!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Mér sýnist þetta nú vera Ómar hinn á Fíatinum, hann á einn svona.....

Sigríður Jósefsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:29

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Sigurvegari dagsins er: Frú Sigríður!!! Auðvitað var þetta elskan hann Ómar!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2007 kl. 21:31

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Rosaleg er þetta glæsilegur Fiat!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 01:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.1.): 57
  • Sl. sólarhring: 65
  • Sl. viku: 1186
  • Frá upphafi: 1515043

Annað

  • Innlit í dag: 46
  • Innlit sl. viku: 1025
  • Gestir í dag: 36
  • IP-tölur í dag: 33

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Sénsleysi
  • Sófinn
  • Góðar glasamottur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband