Færeysk bók bjargar húsi!

LoftnetsvesenHér í himnaríki átti að horfa á doktor Hús en Ekkert merki var á skjánum kl. 22.00. Þá var farið í tilfæringar á loftnetinu sem vonandi verður innan tíðar staðsett á nýju svölunum! Ekki treysti ég mér til að horfa á þáttinn með því að halda loftnetinu hátt á lofti svo að ég tók bækur og fleiri bækur til að setja undir það og síðan enn fleiri bækur. Eitthvað var myndin enn sjeikí en þegar færeyska kiljan Ljúf er sumarnótt í Færeyjum, snilldarbók, bættist að síðustu við bókaflotann sást Húsið í allri sinni dýrð. Þátturinn er skemmtilegur en ég er ekki sammála kynsystrum mínum um löðrandi kynþokka læknisins, hann er þó skrambi skemmtilegur sem er vissulega sexí. Algjör andstæða við hinn bjútífúl barnalækni sem gerði allt vitlaust í Bráðavaktinni í gamla daga. Ég féll heldur ekki kylliflöt fyrir Clooney. Er líklega seintekin því að mér finnst hann ansi sætur núna.  Í kringum 2030 verð ég óð í Húsið með þessu áframhaldi.

Ósköp er nú hráslagalegt í stofunni minni. Rúm vika í smiðinn!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jenný Anna Baldursdóttir

Flottur stafli kona!  Ég er Hús aðdáandi en sé ekki kynþokkann.

Jenný Anna Baldursdóttir, 29.3.2007 kl. 22:41

2 Smámynd: Svala Jónsdóttir

House er ekki beint sexý, en hann er skemmtilegur.

Svala Jónsdóttir, 29.3.2007 kl. 22:43

3 identicon

Ertu ekki að grínast!! Ég sem ætlaði að skreppa út úr bænum um í páskaorlof til þín og allt á öðrum endanum

Magga (IP-tala skráð) 29.3.2007 kl. 22:44

4 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Magga mín, ég tek allt í gegn og redda þessu bara áður en þú kemur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 29.3.2007 kl. 22:52

5 Smámynd: Saumakonan

hmm... fá sér imbann í gegnum ADSL kanski????    Like House.... og seifa Sporlaust á meðan ég glápi á hitt.... spóla bara sjónvarpið til baka og er akkúrat núna að fara að horfa á "whithout a trace"... úff ég og lögguþættir... CSI... Sporlaust... Close to Home... ahhhh my kind of stuff! thíhí

Saumakonan, 29.3.2007 kl. 23:16

6 Smámynd: Guðrún Eggertsdóttir

Hvað er að sjá gluggann hjá þér Gurrí mín!  Vonandi færðu smið sem fyrst og lagfæringu á sjónvapsloftnetinu, svo þú getir skoðað eins mikið af "Húsinu" eins og þér þóknast

Guðrún Eggertsdóttir, 29.3.2007 kl. 23:46

7 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Iss... mín stofa er alltaf drasl- og rykfrí

Heiða B. Heiðars, 30.3.2007 kl. 01:11

8 identicon

innlitskvitt

Hulda (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 01:19

9 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

þetta kallar maður að redda sér flott mynd 

ljós frá mér.

steina 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 05:30

10 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

 Mér finnst hann svo flottur Clooney.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.3.2007 kl. 09:35

11 Smámynd: Gunna-Polly

Clooney is the man ekki ekki gleyma THE MAN Johhny Deep

Gunna-Polly, 30.3.2007 kl. 10:18

12 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Úrræðagóð að vanda.

Steingerður Steinarsdóttir, 30.3.2007 kl. 10:23

13 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ég er að hugsa um að fá bara heila þáttaröð lánaða hjá ágætum frænda mínum, hver keypti svonalagað í bunkum í Ameríkunni fyrir ekki mjög löngu.  Læt þig vita, þú mátt koma í heimsókn.  Dr. Hús klikkaði ekki í gærkveldi fremur en endranær.

Sigríður Jósefsdóttir, 30.3.2007 kl. 10:33

14 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Jú, finnst Hugh Laurie mun meira sexí sem Dr. House heldur en Mr. Little í Stuart Little og annar bófinn í 101 Dalmatíuhundi....

Sigríður Jósefsdóttir, 30.3.2007 kl. 10:34

15 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Var ég ekki búin að biðja ykkur um að láta lækninn minn í friði?

HA????????

PS en Clooney hefur voða gott lag á börnum..............

Hrönn Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 11:45

16 Smámynd: Bragi Einarsson

Bragi Einarsson, 30.3.2007 kl. 16:59

17 Smámynd: Brynja Hjaltadóttir

Mér finnst House sexý og hananú

Brynja Hjaltadóttir, 30.3.2007 kl. 21:28

18 identicon

Hvað finnst þér þá um Dr. Dreamy og Dr. Steamy í greys...

Jóhanna (IP-tala skráð) 30.3.2007 kl. 21:36

19 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hmmm, hverjir eru Dreamy og Steamy?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 02:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 118
  • Sl. viku: 1100
  • Frá upphafi: 1515105

Annað

  • Innlit í dag: 9
  • Innlit sl. viku: 952
  • Gestir í dag: 9
  • IP-tölur í dag: 9

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldhúslampinn
  • Fatahengið
  • Smiður og eftirlitsköttur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband