Strætóbílstjórinn kom á einkabíl ...

Bush StubbarnirVið skulfum í takt á stoppistöðinni í morgun, ég og sætu karlarnir mínir. Ekki af kulda, heldur einskærri tilhlökkun að komast í vinnuna. Við biðum óvenjulengi og það var ekki fyrr en strætóbílstjórinn kom keyrandi á einkabílnum sínum og tjáði okkur að strætóinn væri bilaður að við hættum að bíða.  Við tvístruðumst í allar áttir, mispirruð. Ég nennti ekki heim, fannst bara ógurlega spennandi að fara niður í Skrúðgarð, drekka kaffi og lesa blöðin þar og taka svo næsta vagn eftir tæpan klukkutíma.  Þetta var auðvitað eyðilagt fyrir mér ... heheheh, eða einn stoppistöðvarkarlinn minn bauð mér far með „sínum einkabíl“ ... og ég kom á sama tíma og venjulega í vinnuna.  Á leiðinni í bæinn mættum við heilmiklu björgunarliði ... alla vega einni aukarútu ... Það fór svo örugglega tvöfalt magn af fólki með 7.47 ferðinni frá Skaganum þar sem 6.47 klúðraðist. Aukavagninn í morgun slapp út úr bænum áður en bilunin fattaðist, tók bara sætukarlastoppistöðina, Kjalarnesið og konuna í brekkunni. Hann hefði hvort eð er ekki getað tekið neitt meira. Ég er bara fegin að hann var farinn. Maður veit ekki hvað hefði getað gerst ... spilling, mútur, slagsmál ... þegar 70 manns berjast um 25 sæti ...  P.s. Elsku Díana mín. Er búin að týna bloggfanginu þínu!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Er hann á lausu?

Sigríður Jósefsdóttir, 30.3.2007 kl. 11:15

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Var mér nær!!! Ég hef ekki gert annað en að lenda í spennandi ævintýrum eftir að ég flutti úr bænum!!! Juhúuuuu!

Skila kveðjunni til Tomma ...  EN hvort ertu að meina köttinn eða strætóbílstjórann?

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.3.2007 kl. 11:15

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Nei, Sigríður, hann er ekki á lausu! Ég lít líka á karlmenn sem manneskjur, ekki sem tæki til að giftast og slíkt ...

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 30.3.2007 kl. 11:16

4 Smámynd: Steinunn Helga Sigurðardóttir

gott ða geta tekið því sem gerist með svona stakri ró.

ljós til þín héðan

steina sem fer með lestinni sem aldrei er eftir áætlun 

Steinunn Helga Sigurðardóttir, 30.3.2007 kl. 12:59

5 Smámynd: Karolina

Gott að þetta hafðist allt saman, bara gott að fá sér kaffi og slaka á fyrir daginn

Karolina , 30.3.2007 kl. 19:19

6 Smámynd: www.zordis.com

Svooo vont að vera kallt.  Var engin tónlist á leiðinni eins og hjá Ástu !!!!!

www.zordis.com, 30.3.2007 kl. 21:03

7 Smámynd: Ólafur fannberg

Ólafur fannberg, 30.3.2007 kl. 22:29

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Það er alltaf svo spennandi hjá þér Gurri mín.

Kristín Katla Árnadóttir, 30.3.2007 kl. 22:44

9 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Vá Gurrí, ég hélt að þessir tímar væru liðnir! Við Álftnesingar bjuggum lengi við strætó 4 sinnum í viku, (ekki mánudaga, miðvikudaga og föstudaga, sussu nei) en svo voru helgarferðirnar slegnar af, þannig að þetta var bara á þriðjudögum og fimmtudögum. Oftast var Álftanesstrætó merktur: Skeið - Hreppar á menntaskólaárunum mínum, en ég man líka eftir jeppa og yfirfullum leigubíl, þar sem bílstjórinn bað farþega að hrópa á öllum stoppustöðvum: ,,Nokkur á Álftanes?" Stöku sinnum var strætó merktur Landleiðum, en þeir höfðu sérleyfið, en ekki var það oft.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 01:39

10 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Æ ... þetta var eini strætóinn á Skaganum og þegar hann dirfðist að bila þá var bara að bíta á jaxlinn eða taka einkabílinn og taka sætar kerlur upp í á leiðinni.

Dásamleg lýsing hjá þér af strætómálum á Álftanesi sem þó teljast til höfuðborgarsvæðisins! Vá!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 02:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 31
  • Sl. sólarhring: 138
  • Sl. viku: 1121
  • Frá upphafi: 1515126

Annað

  • Innlit í dag: 29
  • Innlit sl. viku: 972
  • Gestir í dag: 29
  • IP-tölur í dag: 28

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldhúslampinn
  • Fatahengið
  • Smiður og eftirlitsköttur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband