31.3.2007 | 01:59
Þrennir tvíburar og einn í fríi ...
Mikið var þetta góður dagur. Komst óvenjusnemma úr vinnunni og heimsótti elskuna hann Halldór frænda. Fékk vöfflur og latte hjá honum og var kölluð herfa, belja og slíkt, eins og venjulega. Það er hrós af hans vörum ... og maður grenjar úr hlátri. Fæ alltaf góða útrás fyrir laumu-masókismann með að heimsækja hann. Mamma hefur ekki enn fyrirgefið honum fyrir að dissa Breiðholtið fyrir tíu árum eða svo þegar hann var að skutla henni í Asparfellið og spurði hvort hann mætti fleygja henni út á ferð svo að hjólkoppunum yrði ekki stolið!
Elsku Davíð kom og sótti mig til Halldórs og poka fullan af baðbombum og förinni var heitið í Kópavoginn með viðkomu í Breiðholti þar sem við sóttum mömmu. Hjá Hildu beið okkar sjúklega góður kjúklingaréttur ... og húsið fylltist af tvíburum, ýmist í pörum eða ekki. Þarna er ég að tala um Úlf og Ísak í pari og mömmu (tvíbura) sem var stök.
Þegar ég fór inn á bað hjá Hildu og gramsaði aðeins inni í skápum þar mér til dægrastyttingar fann ég skrýtinn hlut ... eða svona kristilegan klósettpappír!!! Hverju safnar fólk ekki að sér?
Við horfðum á X-Factorinn og hrifumst mjög af frammistöðu Guðbjargar. Rosalega hefði Ellý verið snjöll og slegið tvær flugur í einu höggi ef hún hefði sent Hara heim á dögunum þegar Alan þurfti að kveðja. Þá væri Einar ekki (enn) í fýlu út í hana og Guðbjörg væri sennilega inni eftir kvöldið. Svona er hægt að vera vitur eftir á! Múhahahaha!
Elsku frænkurnar Margrét og Dagbjört kíktu í heimsókn og ég smellti mynd af þeim með mömmu. Þetta er nú fallegt fólk. Verst að ég erfði ljósu fegurðina úr pabbaætt. Það hefði kannski verið tú möts að fá dökka sjarmann líka ... brúnu augun og svona.
Þegar Guðbjörg datt út átti Halldóra litla Ellýjardóttir voða bágt og hágrét ... hún var farin að brosa aftur þegar Ellý kom og sótti okkur, keypti ís, tók bensín og brunaði með okkur á Skagann.
Ég breyttist mikið í útliti við að fara til Hildu í kvöld.
Var óskaplega hugguleg framan af en svo settist ég fyrir framan nýja Makkann hennar og hviss, bang, ég eignaðist evil twin ... nema önnur hliðin á mér sé svona huggulegt teratoma-æxli! Hvor?
Búin að strauja handklæðin og brjóta þau vel saman fyrir handklæðavaktina á morgun þegar brjálaða veðrið skellur á ...
Eins og ég hef áður sagt þá endurnýti ég að sjálfsögðu vatnið úr handklæðunum, vind þau og sýð vistvæna regnsúpu úr.
Erum við ekki sætar hér til vinstri. Heiðdís á milli okkar Halldóru.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 35
- Sl. sólarhring: 142
- Sl. viku: 1125
- Frá upphafi: 1515130
Annað
- Innlit í dag: 32
- Innlit sl. viku: 975
- Gestir í dag: 32
- IP-tölur í dag: 30
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Ég get vel trúað því að margir sakni Guðbjargar, en mig grunar að uppsöfnuð aðdáun á Hara hafi riðið baggamuninn, því sannarlega var Guðbjörg frábær í kvöld á meðan Hara klikkuðu dálítið. Það breytir því ekki að ég hélt með Hara og anda því léttar ... mér fannst Guðbjörg taka þessum úrslitum frábærlega og ótrúlegt að hún sé bara 16 ára!! Frábært kvöld hjá henni og hún skoraði hátt. En úrslitaþátturinn ... má fara þannig séð hvernig sem er, ég hef alltaf fílað Hara og Jógvan.
En ég fíla þig í tætlur, dúlla!! Jafnvel þótt þú eigir evil twin!! Knús knús til þín ... góða nótt (James Bond maraþon fær nú 4 klst. hvíld)
Doddi - Þorsteinn G. Jónsson (IP-tala skráð) 31.3.2007 kl. 04:35
frábær þessi með hjólkoppana ! húmor sem mér finnst góður.
ljós til þín á laugardegi
steina
Steinunn Helga Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 09:10
Evil Twin ... nokkuð scary Jedúddamía, mér finst það að henda mömmu þinni út á ferð ógisslega gróft fyndið hjá frænda þínum. Það er mikilvægt að láta sér ekki leiðast og þessi færsla ber vott um það. Smúts á laugardegi!
www.zordis.com, 31.3.2007 kl. 09:55
Innrás frá öðrum hnetti!!!! kræps það sem er hægt að gera við myndir! hehehehehe
Saumakonan, 31.3.2007 kl. 09:56
Svona kristilegur klósettpappír fékkst í Byko fyrir jólin og það vakti kátínu gesta að þurrka bossan með hreindýrum og jólasveinum
Ef manni er illa við jólasveina þá bara skeina sig á þeim
Brynja Hjaltadóttir, 31.3.2007 kl. 10:02
Þetta með hjólkoppana "made my day"
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 12:01
frábær maður Halldór frændi - greinilega maður að mínu skapi! Er hann á lausu?
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 13:31
Held svei mér þá að hann sé á lausu ... fæddur ´71 ... og með besta húmor í heimi.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 13:52
Jesús Gurrí af hverju eru alltaf allir "yngri" en ég? Var búin að sjá Halldór fyrir mér sem mann á mínum aldri (er vel gift ekki í neinum vafasömum hugleiðingum) en mér finnst allir vera á mínum aldri. Drengurinn er skamkvæmt ártali ári yngri en elsta dóttir mín. Ég er OLD
Jenný Anna Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 14:20
Er þetta ekki óþolandi? Einu sinni hringdi maður í mig í útvarpið, daðraði einhver ósköp og vildi endilega vita hvað ég væri gömul. Ég sagði honum að ég væri 38 ára, sem ég var þá. Þögn ... svo eftir smástund kom: „Vá, þú ert ári yngri en mamma!“ Þá áttaði ég mig á því að ég væri ekki lengur krakki!
Jenný mín, mundu að sumir vildu gefa annað nýrað á sér til að vera jafnungir og þú ... Við erum kannski gamlar skrukkur miðað við börnin ... en ekki miðað við aðra.
Verst að aldurinn færir fólki ekki aukna virðingu hér á landi, frekar hið gagnstæða, annar væri miklu meira tilhlökkunarefni að eldast!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 14:37
...áttu kannski annan frænda aaaaaaðeins eldri?
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 15:35
Ég á nú ansi sætan bróður ... sem er 40+. Veit ekki hvort hann er á lausu núna. Skal tékka á málum ... múahahhahaha!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 15:38
....leyfið mönnunum að koma til mín og bannið þeim það ekki......
var þetta ekki einhvern veginn svona?
tíhíhíhíhíhíhíhíhí flissaði konan lymskufull
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 15:40
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.