31.3.2007 | 17:06
Styttan góða og skemmtilegt Ungverjaland
Ég fékk svo frábært SMS áðan. Hae elsku Gurrí mín. Ég er í Budapest að njóta lífsins. Ákvað að athuga hvort nú væri til stytta af óþekkta rithöfundinum. Heppnin var með okkur og í bakpokanum er ein ... Vonandi gengur allt vel. Tin Hanna í Ungverjalandi.
Ljúfi læknaneminn minn lætur ekki að sér hæða. Ég dásamaði eitt sinn Búdapest við hana eftir að hafa farið þangað í árshátíðarferð og hún á leið þangað í læknanám. Hanna er sko dóttir hennar Önnu vinkonu minnar, mjög hjartfólgin mér, eins og allt hennar fólk. Ég sagði henni frá stórum garði sem við Nanna Rögnvaldar fórum í í Búdapest og að ein ógnvænleg styttan þar sem ég hélt að ætti að tákna dauðann í einhverri mynd væri reyndar táknmynd rithöfundar, sagði Nanna mér. Allir sem þjást af ritstíflu læknast af henni ef þeir snerta þessa styttu! Ég nennti ekki að tölta til baka í hitabylgjunni sem þarna angraði (já, angraði) til að kaupa litla útgáfu af styttunni og sá rosalega eftir því. Þegar ég sit sveitt við að skrifa löng viðtöl þá væri nú gott að hafa svona styttu til að handleika og finna orðin fjúka inn í hugann, ekki satt. Nú hefur Hanna bjargað mér, rétt enn einu sinni.
Þetta var dásamleg árshátíðarferð. Yfir matnum á árshátíðarkvöldinu sjálfu sagði samstarfsmaður okkur frá því að hann og konan hans hefðu skroppið á klúbb kvöldið áður. Þegar þau voru búin að borga drykkina fór allt í einu brjálað kynlífs-show í gang, bara fyrir þau, ekki voru þarna fleiri gestir. Þau vissu ekki að þetta væri kynlífsklúbbur og það fór svolítið um þau. Þegar ég vissi í hvaða herbergi þau voru fattaðist allt, herbergi 730 ... en 730 er póstnúmerið á Reyðarfirði Ef maður setur i í stað y þá er þetta allt mjög skiljanlegt. Við veinuðum úr hlátri yfir þessu ... en tókst engan veginn að útskýra fyrir fólki á næstu borðum hvað hefði verið svona fyndið! Alltaf gott að vera með póstnúmerin nokk á hreinu, í þeim felst greinilega mikil viska ef vel er að gáð.
Setti inn tvær myndir af Gumma bróður ... nú geta bloggvinir giskað á hvor myndin er úr nýja Makkanum hennar Hildu og hvor er venjuleg. Vona að hann drepi mig ekki. Ef myndirnar hverfa út hefur hann sturlast eða myrt mig. Þið getið þá fundið mig í frystikistunni hans Gumma.
Um bloggið
Sögur úr skýjahöll
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (16.1.): 130
- Sl. sólarhring: 214
- Sl. viku: 1220
- Frá upphafi: 1515225
Annað
- Innlit í dag: 116
- Innlit sl. viku: 1059
- Gestir í dag: 110
- IP-tölur í dag: 108
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bloggvinir
- Katrín Snæhólm Baldursdóttir
- Þröstur Unnar
- Anna Ólafsdóttir Björnsson
- Helga Magnúsdóttir
- Fjóla Æ.
- Sumarbúðirnar Ævintýraland
- Jóna Á. Gísladóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Bertha Sigmundsdóttir
- Svava S. Steinars
- Guðrún Jóhannesdóttir
- Vésteinn Valgarðsson
- Heiða B. Heiðars
- Lára Hanna Einarsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Jens Guð
- www.zordis.com
- Elín Arnar
- Andrés.si
- Vefritid
- Kristín M. Jóhannsdóttir
- Saumakonan
- Laufey B Waage
- Ingibjörg Gunnarsdóttir
- krossgata
- Kristján B. Jónasson
- percy B. Stefánsson
- Ólafur fannberg
- gua
- Anna Gísladóttir
- Hlynur Jón Michelsen
- Jón Svavarsson
- Brynjar Svansson
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Gunna-Polly
- Hólmgeir Karlsson
- Sigríður Jósefsdóttir
- Svala Jónsdóttir
- Katrín Anna Guðmundsdóttir
- Eva Þorsteinsdóttir
- Hrönn Sigurðardóttir
- halkatla
- Guðný M
- Einar Vignir Einarsson
- Ingibjörg Stefánsdóttir
- Kristín Björg Þorsteinsdóttir
- Vilborg Valgarðsdóttir
- Þóra Guðmundsdóttir
- Inga Dagný Eydal
- Bryndís Guðmundsdóttir (Binna)
- Helga Guðrún Eiríksdóttir
- Kristín Katla Árnadóttir
- Birna Mjöll Atladóttir
- Ingibjörg R Þengilsdóttir
- Hrólfur Guðmundsson
- Halla Rut
- Brynja Hjaltadóttir
- Eyþór Árnason
- Guðrún Vala Elísdóttir
- The baristas
- Helgi Már Barðason
- Eydís Rós Eyglóardóttir
- Guðný Jóhannesdóttir
- Ásta Kristín Norrman
- Anna Sigríður Guðmundsdóttir
- Kolgrima
- Huld S. Ringsted
- Guðbjörg Edda Björgvinsdóttir
- HAKMO
- Gunnhildur Inga Rúnarsdóttir
- Bradshaw
- Kolbrún Baldursdóttir
- Ásta Björk Solis
- Margrét Guðjónsdóttir
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Rebbý
- Kjartan Pétur Sigurðsson
- Markús frá Djúpalæk
- Bogi Jónsson
- Alheimurinn
- Ágústa Kolbrún Jónsdóttir
- Svala Erlendsdóttir
- Kokkurinn Ógurlegi
- Binnan
- Daníel Halldór
- Linda Linnet Hilmarsdóttir
- Linda Lea Bogadóttir
- Erna Friðriksdóttir
- Kristín Erla Kristjánsdóttir
- Katrín Ósk Adamsdóttir
- Fiðrildi
- Valgeir Ómar Jónsson
- lady
- Toby
- Vera Knútsdóttir
- Ragnar Páll Ólafsson
- Sverrir Stormsker
- Valdís Rán Samúelsdóttir
- Kej
- Ingigerður Friðgeirsdóttir
- Sigvarður Hans Ísleifsson
- Alexander Már Benediktsson
- Alfreð Símonarson
- Birna Dís
- Matthildur Ágústa Helgadóttir Jónudóttir
- Janus
- Tinna Gunnarsdóttir Gígja
- Eyrún Inga Þórólfsdóttir
- Þuríður Björg Þorgrímsdóttir
- Elsa Rut Jóhönnudóttir
- Þóra Sigurðardóttir
- gudni.is
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Sigurður Axel Hannesson
- Inga Helgadóttir
- Kjartan Pálmarsson
- Hlynur Hallsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Ása Hildur Guðjónsdóttir
- Steingrímur Helgason
- Sæþór Helgi Jensson
- Sif Traustadóttir
- Maddý
- Turetta Stefanía Tuborg
- Gúrkan
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Ólöf María Brynjarsdóttir
- Tiger
- Hdora
- Hrafnhildur Ýr Vilbertsdóttir
- Brynja skordal
- Edda Agnarsdóttir
- Helga skjol
- Mummi Guð
- Kristín Einarsdóttir
- Guðbjörg Ottósdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Linda
- Gylfi Guðmundsson
- Handtöskuserían
- Agnes Ólöf Thorarensen
- Júdas
- Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir
- Sigurbrandur Jakobsson
- TARA ÓLA/GUÐMUNDSD.
- Álfheiður Sverrisdóttir
- Kjartan Magnússon
- Bylgja Hafþórsdóttir
- Vertu með á nótunum
- Marilyn
- Anna Mae Cathcart-Jones
- Söngfuglinn
- Dísa Gunnlaugsdóttir
- Ónefnd
- Ásta
- leyla
- Þórður Helgi Þórðarson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Anna Ragna Alexandersdóttir
- Laufey Ólafsdóttir
- Einar Indriðason
- Gísli Tryggvason
- Lilja G. Bolladóttir
- Þorsteinn Briem
- Jóhanna Sigrún Jónsdóttir
- Ragnheiður Ástvaldsdóttir
- Eygló Sara
- I. Hulda T. Markhus
- Himmalingur
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Aprílrós
- Bókaútgáfan Salka ehf
- Svetlana
- Sigríður Guðnadóttir
- Andrea
- Jón Þór Bjarnason
- Inga Sig
- Sigríður Inga Sigurðardóttir
- Einar Örn Einarsson
- Heiður Helgadóttir
- Guðrún Ágústa Einarsdóttir
- Stella Jórunn A Levy
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Perla
- Ingi Thor Jónsson
- Sigríður Þórarinsdóttir
- Vinir Tíbets
- Pálmi Guðmundsson
- cakedecoideas
- Bwahahaha...
- Bullukolla
- Jónas Sen
- Hildigunnur Rúnarsdóttir
- Renata
- Mamma
- Bergljót Hreinsdóttir
- Hrannar Baldursson
- Letilufsa
- Sigrún Jónsdóttir
- Adolf Friðriksson
- Björgvin R. Leifsson
- Brúðurin
- Guðrún Eggertsdóttir
- Kristín Bjarnadóttir
- Margrét Birna Auðunsdóttir
- Methúsalem Þórisson
- Ólöf de Bont
Myndaalbúm
Færsluflokkar
- Bloggar
- Bækur
- Dægurmál
- Enski boltinn
- Ferðalög
- Formúla 1
- Gáfuhjal
- Grobb
- Íþróttir
- Krúttlegheit
- Kvikmyndir
- Lífstíll
- Ljóð
- Matur og drykkur
- Menning og listir
- Menntun og skóli
- Pepsi-deildin
- Samgöngur
- Sjónvarp
- Spaugilegt
- Spil og leikir
- Stjórnmál og samfélag
- Tónlist
- Trúmál og siðferði
- Tölvur og tækni
- Vefurinn
- Viðskipti og fjármál
- Vinir og fjölskylda
- Vísindi og fræði
- Væmni
Athugasemdir
Þeir eru báðir svo sætir Er ekki fínt að eiga bara tvo.... ef þú lifir þetta af
Heiða B. Heiðars, 31.3.2007 kl. 17:14
Hehhehe, jú!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:17
Segðu, Anna. Ótrúlegt að þetta skuli vera skylt mér! hahhahahahaha
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:27
Hvar fæ ég svona styttu, þetta er að verða vandamál
Sigríður Jósefsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:24
Vissi ekki að þú ættir bróðir!!
SigrúnSveitó, 31.3.2007 kl. 18:43
Jú, jú, sveitamær, hann er nokkrum árum yngri en ég.
Styttuna færðu í Búdapest, frú Sigríður! Ég skal leita að frekari upplýsingum um hana.
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:46
Sko, þarna fær maður fréttir af stelpunni sinni. Hún fór reyndar á Van Gogh sýningu, þannig að móðurhjartað bræddist í að segja ekki: Hmm, þarftu ekki að eyða helginni í að læra? En Van Gogh, það er mjög magnað.
Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 18:58
... og nota ferðina sína í að kaupa styttu handa mér! Það var fallega gert! Hún lærir vonandi á tvöföldum hraða á morgun!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 19:00
Ókey, hún María frænka hans Ómars míns er í læknanámi þarna í borginni sem ég man aldrei hvað heitir. Tékka á því hvort hún geti ekki keypt svona fyrir mig. Það eru að verða 20 ár á næsta ári síðan ég var í Búdapest.
Sigríður Jósefsdóttir, 31.3.2007 kl. 19:29
varstu búin að zjekka á hvort hann er á lausu?
hne hne hne....
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:31
....annars minnir athugasemdin hennar Önnu mig á þegar elsta systir mín var nýbúin að eignast sitt fyrsta barn, stolt fór hún með stúlkubarnið nýfædda í heimsókn til vinnufélaga síns, sem sagði gvöð hvað hún er falleg, ekkert lík þér!!!!
Hef hlegið að þessu í mörg ár
Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:33
settu mig á listann yfir þá sem þurfa upplýsingar um styttuna....vissi að það væri til lækning við þessari ritstíflu.
Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 22:03
ok, elskan!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 22:09
Elsku Gurrí mín. Þetta verður mál á borð við það sem ég skrifaði um í Vikuna. Ira nokkur sem ég man ekki eftirnafnið á drap ástkonu sína faldi líkið í frystikistu á svölunum og flúði til Frakklands. Gummi bróðir þinn verður að gera sér ljóst að ég mun ekki aðstoða við flóttann en mömmu þína skal ég aðstoða við krossgátuna hvenær sem er. Segðu henni að það sé velkomið að hringja.
Elskan mín. Þetta verður örugglega eins og málið sem ég skrifaði um í Vikuna. Þar sem Ira nokkur drap sambýliskonu sína og faldi likið í kistu á svölunum. Hann flúði síðan land og var mikið mál að fá hann framseldan. Að lokum tókst það og karl var dæmdur. Bentu Gumma á að ég mun verða óþreytandi að leita réttlætis fyrir þína hönd.
Steingerður Steinarsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:07
Sorrí Gurrí mín. Fyrri athugasemd hvarf og því var skrifuð önnur sem skýrir hvers vegna ég er tvísaga hér.
Steingerður Steinarsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:09
Ég er fegin að þú eltist við Gumma og passir að hann komist ekki upp með að myrða mig og búta niður í frystikistu!
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 01:45
http://en.wikipedia.org/wiki/Vajdahunyad_Castle
Það er við þennan kastala sem styttan af Anonymus er. Og í mynjagripabúðinni þarna við inngangin er stundum hægt að fá litla styttu. Þetta var tilraun tvö hjá mér að fá þessa styttu og það voru fjórar held ég eftir.
En annars er þessi kastali í City park. Fyrir ofan Hetjutorgið.
Nb. Garðurinn er æðislegur núna þar sem vorið er komið í Ungverjalandi.
Jóhanna (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 15:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.