Styttan góða og skemmtilegt Ungverjaland

Ég fékk svo frábært SMS áðan. „Hae elsku Gurrí mín. Ég er í Budapest að njóta lífsins. Ákvað að athuga hvort nú væri til stytta af óþekkta rithöfundinum. Heppnin var með okkur og í bakpokanum er ein ... Vonandi gengur allt vel. Tin Hanna í Ungverjalandi.“

Gummi bróLjúfi læknaneminn minn lætur ekki að sér hæða. Ég dásamaði eitt sinn Búdapest við hana eftir að hafa farið þangað í árshátíðarferð og hún á leið þangað í læknanám. Hanna er sko dóttir hennar Önnu vinkonu minnar, mjög hjartfólgin mér, eins og allt hennar fólk. Ég sagði henni frá stórum garði sem við Nanna Rögnvaldar fórum í í Búdapest og að ein ógnvænleg styttan þar sem ég hélt að ætti að tákna dauðann í einhverri mynd væri reyndar táknmynd rithöfundar, sagði Nanna mér. Allir sem þjást af ritstíflu læknast af henni ef þeir snerta þessa styttu! Ég nennti ekki að tölta til baka í hitabylgjunni sem þarna angraði (já, angraði) til að kaupa litla útgáfu af styttunni og sá rosalega eftir því. Þegar ég sit sveitt við að skrifa löng viðtöl þá væri nú gott að hafa svona styttu til að handleika og finna orðin fjúka inn í hugann, ekki satt. Nú hefur Hanna bjargað mér, rétt enn einu sinni.

Gummi bróðirÞetta var dásamleg árshátíðarferð. Yfir matnum á árshátíðarkvöldinu sjálfu sagði samstarfsmaður okkur frá því að hann og konan hans hefðu skroppið á klúbb kvöldið áður. Þegar þau voru búin að borga drykkina fór allt í einu brjálað kynlífs-show í gang, bara fyrir þau, ekki voru þarna fleiri gestir. Þau vissu ekki að þetta væri kynlífsklúbbur og það fór svolítið um þau. Þegar ég vissi í hvaða herbergi þau voru fattaðist allt, herbergi 730 ... en 730 er póstnúmerið á “Reyðarfirði” Ef maður setur i í stað y þá er þetta allt mjög skiljanlegt. Við veinuðum úr hlátri yfir þessu ... en tókst engan veginn að útskýra fyrir fólki á næstu borðum hvað hefði verið svona fyndið! Alltaf gott að vera með póstnúmerin nokk á hreinu, í þeim felst greinilega mikil viska ef vel er að gáð.

Setti inn tvær myndir af Gumma bróður ... nú geta bloggvinir giskað á hvor myndin er úr nýja Makkanum hennar Hildu og hvor er venjuleg. Vona að hann drepi mig ekki. Ef myndirnar hverfa út hefur hann sturlast eða myrt mig. Þið getið þá fundið mig í frystikistunni hans Gumma.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiða B. Heiðars

Þeir eru báðir svo sætir Er ekki fínt að eiga bara tvo.... ef þú lifir þetta af

Heiða B. Heiðars, 31.3.2007 kl. 17:14

2 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Hehhehe, jú!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:17

3 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Segðu, Anna. Ótrúlegt að þetta skuli vera skylt mér! hahhahahahaha

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 17:27

4 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Hvar fæ ég svona styttu, þetta er að verða vandamál

Sigríður Jósefsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:24

5 Smámynd: SigrúnSveitó

Vissi ekki að þú ættir bróðir!!

SigrúnSveitó, 31.3.2007 kl. 18:43

6 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Jú, jú, sveitamær, hann er nokkrum árum yngri en ég.

Styttuna færðu í Búdapest, frú Sigríður! Ég skal leita að frekari upplýsingum um hana.

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 18:46

7 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Sko, þarna fær maður fréttir af stelpunni sinni. Hún fór reyndar á Van Gogh sýningu, þannig að móðurhjartað bræddist í að segja ekki: Hmm, þarftu ekki að eyða helginni í að læra? En Van Gogh, það er mjög magnað.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 18:58

8 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... og nota ferðina sína í að kaupa styttu handa mér! Það var fallega gert! Hún lærir vonandi á tvöföldum hraða á morgun!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 19:00

9 Smámynd: Sigríður Jósefsdóttir

Ókey, hún María frænka hans Ómars míns er í læknanámi þarna í borginni sem ég man aldrei hvað heitir.  Tékka á því hvort hún geti ekki keypt svona fyrir mig.  Það eru að verða 20 ár á næsta ári síðan ég var í Búdapest.

Sigríður Jósefsdóttir, 31.3.2007 kl. 19:29

10 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

varstu búin að zjekka á hvort hann er á lausu?

hne hne hne....

Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:31

11 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

....annars minnir athugasemdin hennar Önnu mig á þegar elsta systir mín var nýbúin að eignast sitt fyrsta barn, stolt fór hún með stúlkubarnið nýfædda í heimsókn til vinnufélaga síns, sem sagði gvöð hvað hún er falleg, ekkert lík þér!!!!

Hef hlegið að þessu í mörg ár

Hrönn Sigurðardóttir, 31.3.2007 kl. 20:33

12 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

settu mig á listann yfir þá sem þurfa upplýsingar um styttuna....vissi að það væri til lækning við þessari ritstíflu.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 31.3.2007 kl. 22:03

13 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

ok, elskan!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 31.3.2007 kl. 22:09

14 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Elsku Gurrí mín. Þetta verður mál á borð við það sem ég skrifaði um í Vikuna. Ira nokkur sem ég man ekki eftirnafnið á drap ástkonu sína faldi líkið í frystikistu á svölunum og flúði til Frakklands. Gummi bróðir þinn verður að gera sér ljóst að ég mun ekki aðstoða við flóttann en mömmu þína skal ég aðstoða við krossgátuna hvenær sem er. Segðu henni að það sé velkomið að hringja.

Elskan mín. Þetta verður örugglega eins og málið sem ég skrifaði um í Vikuna. Þar sem Ira nokkur drap sambýliskonu sína og faldi likið í kistu á svölunum. Hann flúði síðan land og var mikið mál að fá hann framseldan. Að lokum tókst það og karl var dæmdur. Bentu Gumma á að ég mun verða óþreytandi að leita réttlætis fyrir þína hönd.

Steingerður Steinarsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:07

15 Smámynd: Steingerður Steinarsdóttir

Sorrí Gurrí mín. Fyrri athugasemd hvarf og því var skrifuð önnur sem skýrir hvers vegna ég er tvísaga hér.

Steingerður Steinarsdóttir, 1.4.2007 kl. 00:09

16 Smámynd: Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

Ég er fegin að þú eltist við Gumma og passir að hann komist ekki upp með að myrða mig og búta niður í frystikistu!

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir, 1.4.2007 kl. 01:45

17 identicon

http://en.wikipedia.org/wiki/Vajdahunyad_Castle

Það er við þennan kastala sem styttan af Anonymus er. Og í mynjagripabúðinni þarna við inngangin er stundum hægt að fá litla styttu. Þetta var tilraun tvö hjá mér að fá þessa styttu og það voru fjórar held ég eftir.

En annars er þessi kastali í City park. Fyrir ofan Hetjutorgið.

Nb. Garðurinn er æðislegur núna þar sem vorið er komið í Ungverjalandi.

Jóhanna (IP-tala skráð) 1.4.2007 kl. 15:18

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Sögur úr skýjahöll

Höfundur

Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
Guðríður Hrefna Haraldsdóttir

... ekki bara kattakerling

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (16.1.): 130
  • Sl. sólarhring: 214
  • Sl. viku: 1220
  • Frá upphafi: 1515225

Annað

  • Innlit í dag: 116
  • Innlit sl. viku: 1059
  • Gestir í dag: 110
  • IP-tölur í dag: 108

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Bloggvinir

Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Nýjustu myndir

  • Eldhúslampinn
  • Fatahengið
  • Smiður og eftirlitsköttur

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband